Þjóðmál - 01.12.2008, Qupperneq 50
48 Þjóðmál VETUR 2008
meta virði austur-þýska marksins einungis til
helmings á við vestur-þýska markið myndu
skapast tækifæri fyrir fyrirtæki, framleiðslu og
þjónustu í Austur-Þýskalandi og komið yrði í
veg fyrir verðbólguþrýsting.
Yfirleitt hefur almenningur í Þýskalandi
alltaf tekið undir og stutt málstað þýska
seðlabankans gegn stjórnmálamönnum, þ.e.
almenningsálitið hefur verið bankanum mjög
hagstætt. En svo varð ekki í þessu mikilvæga
tilfelli. Hér unnu sjónarmið Helmuts
Kohls kanslara og ríkis stjórnar hans sér
miklu meiri hljómgrunn en varfærin stefna
seðlabankans. Deutsche Bundesbank tapaði
slagnum og allir þekkja hinar hörmulegu
afleiðingar þessa. Atvinnuleysi og eymd
varð allsráðandi í Austur-Þýskalandi og er
það ennþá 18 árum seinna. Öll Evrópa leið
undir gerræðislega háum stýrivöxtum þýska
seðlabankans sem þurfti einmitt að kljást
við þann verðbólguþrýsting sem hann varaði
svo mjög við. Öll Evrópa saup seyðið af
þessu því stjórnmálamenn þröngvuðu þýska
seðlabankanum til að grípa til örþrifaráða.
*
Hinn 20. mars 1991 lýsti banka-stjóri Deutsche Bundesbank, Karl Otto
Pöhl, yfir því að hugmyndir og fyrirætl anir
ríkisstjórnarinnar um myntbandalag væru
vitfirring og til vitnis um endalausa röð af
mistökum Evrópusambandsins og sjón-
hverfingar einar. Hann kvað ríkisstjórn Þýska-
lands bera ábyrgð á því að hagkerfi fyrrver-
andi Austur-Þýskalands lægi í rúst. Allar hug-
myndir um myntbandalag væru ótímabærar
og óraunhæfar.
*
Nokkrum árum seinna, eða í maí 1997, voru átök Kohls kanslara og þýska
seðla bankans enn í brennidepli. Fjöl miðl ar
sögðu að seðlabankinn hefði „kast að kjarn-
orkusprengju“, svo alvarleg voru slagsmál-
in, enda hélt seðlabankinn því fram að vegið
væri að sjálfstæði hans. Hér var það gullforði
Þýskalands og væntanlegt mynt bandalag
og evran sem voru þrætueplið. Kansl arinn
hafði krafist þess að seðlabankinn endurmæti
bókfært verðmæti gullforða seðlabankans.
Kanslarinn hélt því fram að gullforðinn væri
meira virði en seðlabankinn taldi. Tilgangurinn
var að láta ríkisfjármál Þýskalands líta betur út
á pappírnum en bókhald seðlabankans sýndi.
Það var nefnilega hætta á að Þýskaland kæmist
ekki með í myntbandalagið vegna þess hve illa
stödd ríkisfjármálin voru, þ.e.a.s að Þýskaland
sjálft myndi ekki uppfylla inngönguskilyrðin
inn í myntbandalagið. Ef svo yrði, þá myndi
myntbandalagið sennilega hrynja áður en
evran kæmist í umferð. En í sjálfu Þýskalandi
voru kjósendur farnir að kenna áætlunum um
sameiginlega mynt um hið háa atvinnuleysi
í landinu. Í þessu efni treysti almenningur
seðlabankanum betur en stjórnmálamönnum
og studdi því bankann. „Þetta eru meiri og
verri sjónhverfingar en átt hafa sér stað í hin-
um löndunum sem ætla að taka upp evru,“
sagði í yfirlýsingu seðlabankans.
*
Í danska þinginu 22. mars 2000 var til um-ræðu fyrirspurn til efnahagsmála ráð herra
Danmerkur, Marianne Jelved, frá þing-
manninum og þjóðhagfræðingnum Frank
Dahlgaard:
„Getur ráðherrann staðfest að mynt
Evrópusambandsins, euro, sé fyrst og fremst
pólitískur gjaldmiðill og pólitískt verkefni? Ég
spyr vegna þess að fyrrverandi utanríkisráðherra
Danmerkur, Uffe Ellemann Jensen, skrifar í
grein sinni í Berlingske Tidende hinn 15. mars
2000 að sameiginleg mynt Evrópusambandsins
sér fyrst og fremst pólitískt verk og verkefni.
Sama dag slær ESB-kommissarinn Pedro
Solbes, sem er ábyrgur fyrir myntbandalaginu
og evru, því föstu í Politiken að evran sé fyrst
og fremst pólitískt verkefni. Að sögn Politiken
segir kommissarinn að ef Danir kjósi að taka
upp evru þá verði Danir og Danmörk að
samhæfa hluta af efnahagslegri pólitík lands-
ins, þar á meðal í skattamálum, með hinum