Þjóðmál - 01.12.2008, Blaðsíða 53
Þjóðmál VETUR 2008 51
framfærslubyrði íslenska ríkisins er mjög
létt miðað við framfærslubyrði ríkissjóða
evrusvæðisins, þar sem flestar lífeyrisgreiðslur
framtíðarinnar hvíla á herðum skattgreiðenda .
En margir telja að Trichet hafi rangt fyrir sér
því verðbólga hafi ekki verið og sé alls ekki
vandamál sem evrópski seðlabankinn þurfi
að taka á . Síðustu tvær vaxtahækkanir þessa
seðlabanka mældust illa fyrir hjá mörgum á
evrusvæðinu og í raun víðar í heiminum . Það
eru því margar raddir sem halda því fram að hér
hafi bankinn étið upp þó nokkurn hluta af þeirri
pólitísku viðskiptavild sem hann á ennþá eftir
inni hjá 27 ríkisstjórnum Evrópusambandsins .
Gagnrýnendur segja að kjarnaverðbólga hafi
alls ekki sýnt að þurft hafi að framkvæma
tvær síðustu stýrivaxtahækkanir og þetta hafi
haft ónauðsynlega neikvæð áhrif á efnahag
evrusvæðisins, veikt hann að óþörfu andspænis
áhrifum þess efnahagslega fárviðris sem síðan
skall á fjármálamörkuðum myntsvæðisins .
Hið stóra verkefni seðlabankans á næstu
árum verði ekki verðbólga heldur vítahringur
verðhjöðnunar .
Þessi gagnrýni kom ekki til umræðu í
neinum þingsölum, mér vitandi . Áköfustu
umræðurnar um ákúrur þessa fjarlæga
seðlabanka evru fóru fram á blaðsíðum al-
þjóðlegra tímarita um efnahags- og fjármál
og svo einnig á bloggsíðum hagfræðinga sem
eng inn stjórnmálamaður les . En hvað ætti svo
sem að ræða? Það þarf undirskriftir allt að 27
rík isstjórna til að breyta einhverju um „gegn-
sæi ákvarðanatökuferlis“ seðlabanka evrunn-
ar . Bank inn hefur verið harðlega gagnrýndur
fyrir að vera einmitt lokaður og ógagnsær .
Ekki er líklegt að neinn fjármálaráðherra
ríkjanna 27 nenni að láta vekja sig um miðja
nótt til að ræða áhyggjur fjármálaráðherra
eins lands sem lendir í útistöðum við eða er
ósáttur við ákvarðanir seðlabanka evrunnar .
Langur og strangur er vegur breytinga í svona
samsteypum . Þetta ætti varla vel við smáþjóðir
á borð við Íslendinga . Á undanförnum árum
hafa Íslendingar undirstrikað og margsannað
að stuttur og skjótur ákvarðanatökuferill er
lykillinn að góðu gengi í efnahagsmálum, því
best er að taka á vandamálum strax og bregðast
við áskorunum hratt .
Langhlaup en ekki spretthlaup
Völd og áhrifamáttur seðlabanka eru ekki mikil þó svo að flestir sem þekkja
lítið til starfsemi seðlabanka haldi að sú sé
raunin . Þessvegna eru væntingar leikmanna
til seðlabanka stundum broslegar . Seðlabankar
geta yfirleitt aldrei beitt öllum vopnum sínum
í einu því þau útiloka oftast að mörgu leyti
hvert annað . Í opnum hagkerfum er ekki
hægt að stýra á sama tíma þáttum eins og
vöxtum/verðbólgustigi, gengi og frjálsum fjár-
magnshreyfingum . Seðlabankar geta í mesta
lagi unnið að tveimur af þessum þremur
markmiðum í einu og jafnvel það getur reynst
þeim afar erfitt . Þetta höfum við greinilega séð
í þessari kreppu sem nú er hafin og einnig þegar
gjaldmiðlasamstarf Efnahagsbandalagsins
hrundi til grunna á árunum 1990–1993 . Það
er einnig alls óvíst að lækkun stýrivaxta nái
tilætluðum árangri ef bankakerfið er almennt
illa farið vegna áfalla . Við slíkar aðstæður mun
lækkun stýrivaxta skila sér illa til fyrirtækja og
þegna samfélagsins nema kannski á Íslandi,
þar sem verðtrygging skapar bankakerfinu
visst öryggisnet í langtímaskuldbindingum og
eykur framboð á lánsfé .
Það er því mikilvægt að ekki sé unnið á
móti seðlabankanum . Einnig er nauðsynlegt
að sköpuð sé velvild hjá almenningi til
seðlabankans með því að þröngva honum ekki
út í horn sem mun þvinga hann til óvinsælla
aðgerða . Þetta hefur að mínu mati gerst
á Íslandi . Nánast allir sem hafa haft til þess
tækifæri hafa unnið á móti stefnu Seðlabanka
Íslands: Bankar, fjármálastofnanir, ríkisstjórn,
þingheimur, fjölmiðlar og hagsmunasamtök .
Afleiðingarnar blasa við . Fólk verður að
gera sér grein fyrir því, að það er hlutverk
seðlabanka að verja stefnu sína með öllum
tiltækum ráðum .
Hagfræðingar Seðlabanka Íslands hafa ítrek-