Þjóðmál - 01.12.2008, Síða 54

Þjóðmál - 01.12.2008, Síða 54
52 Þjóðmál VETUR 2008 að bent á að fjármálastöðugleiki sé lang hlaup en ekki spretthlaup . Það hefur tekið önnur ríki, stór sem smá, áratugi að ná sæmi legum fjármálastöðugleika . Þó er stöðugleikinn ekki meiri en svo að efnahagur alls heimsins hefur farið úr skorðum vegna lánsfjárkrepp unn ar og gengi stærri gjaldmiðla hefur sveiflast allt að 50–60% fram og til baka . Saga íslensku myntarinnar frá því hún var sett á flot meðal annara mynta gjaldeyrismark- aða heimsins er í stuttu máli þessi: 1) Íslensku myntinni er gefið frelsi árið 2001 . Hún flýtur þá frjálst . Alþjóðleg kynn- ing á krónunni sem nýjum og frjálst fljót- andi gjaldmiðli er sett í hendurnar á ný- alþjóðavæddum fjármálageira Íslands alveg eins og gert er allstaðar annarsstaðar því það er jú fjármálageirinn sem fyrst og fremst notar krónuna á mörkuðum . En fjármálageirinn öðlaðist einnig frelsi við þessa aðgerð . Síðast þegar þetta gerðist í Evrópu þá var það evra sem var kynnt fyrir umheiminum . Hún féll mikið eða yfir 30% stuttu eftir að henni var ýtt úr vör . En fallið var ekki tengt sýnilegum efnahagsframförum, ávinningi, auknum fjárfestingum eða framkvæmdagleði . Nei, evran féll bara . Evrópubúar voru ekki að byggja virkj anir eða fjárfesta stórt á evrusvæðinu . Áður en þessi kynning á krónunni fór af stað vissi næstum enginn hvað ISK þýddi undir hinum alþjóðlega ISO 4217 myntstaðli . 2) Nýr atvinnuvegur Íslendinga leit dagsins ljós, alþjóðavæddur fjármálageiri, sem skilaði fyrsta íslenska fyrirtækinu innn á NASDAQ- OMX-100 listann, þegar Kaupþing Banki komst á lista 100 stærstu fyrirtækja á Norður- löndum . 3) Stærsta fjárfesting Íslandssögunnar fór fram . 4) Alþjóðlegt lánsfé var ódýrara en nokk- urntíma áður frá því krónan var sett á frjálst flot . Fjármálageiri Íslands notaði tæki færið til að hamra járnið meðan það var heitt . Nú er það hinvegar frosið . 5) Svæsin alþjóðleg olíu-, hráefna- og matvælaverðbólga hefur ríkt núna í tvö ár . 6) Versta alþjóðlega fjármálakreppa heims- ins síðan 1914 er skollin á . Í því sprett- hlaupi sem lagt var á þann gjaldmiðil sem Seðla banka Ísland var falið að gæta, er ekki hægt að segja annað en að það séu undur og stór merki að ekki hafi farið enn verr en fór . Enginn annar gjaldmiðill hefði staðist slíkt spretthlaup . Eru seðlabankar mikilvægir? Svo sannarlega eru seðlabankar mikil vægir . En þeir eru aðeins mikilvægir ef þeir hafa eigin mynt til að stjórna . Mín skoðun er sú að mjög fáar þjóðir þoli að missa seðlabanka sinn úr landi og í hendur erlendra aðila . Þetta gildir alveg sérstaklega fyrir litlar þjóðir . Ef sú verður raunin á Íslandi þýðir það uppgjöf þar sem Íslendingar gefa stóran hluta af sjálfstæði og fullveldi landsins upp á bátinn og gefa það þar með til baka til erlendra aðila . Þá munu Íslands óhjákvæmilega bíða sömu örlög og biðu Nýfundnalands árið 1949, þar sem Nýfundnaland gaf sjálfstæði sitt til sambandsríkis Kanada og beið þess aldrei bætur . Völdin felast í myntinni sjálfri .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.