Þjóðmál - 01.12.2008, Síða 57

Þjóðmál - 01.12.2008, Síða 57
 Þjóðmál VETUR 2008 55 hana þegar hún tók sér far með þeim . Hún var sár yfir þessu og fannst þetta óréttlátt þar sem hún hefði jú verið með slæðu og því ekki átt þennan dónaskap skilinn (bls . 30) . Augljóst er á orðum hennar, að hún telur sig þurfa að nota slæðuna til að eiga skilda virðingu karlmanna og því ekki bara spurning um smekk hennar . Að auki eiga konur ekki að þurfa að bera ábyrgð á hegðun karlmanna! Hegðunarvandamál af þessum toga er til staðar hér á Vesturlöndum líka og þykir konum á okkar slóðum oft nóg um hvernig karlmenn leyfa sér að koma fram við þær og stjórnast sú framkoma iðulega af klæðnaði kvennanna . Fyrir þessu höfum við reynt að opna augu karla undanfarin ár . Í nauðgunarmálum er því stundum borið við að konan hafi verið þannig klædd að hún hafi kallað þetta yfir sig . Vandamálið er karlanna og við getum hjálpað til við að opna augu þeirra, en við getum ekki borið ábyrgð á hegðun þeirra . Þessu þarf að breyta hér líka, í stað þess að samþykkja annars staðar . Leyndarmál látin flakka Ígrein Þórunnar segir: „Jóhanna fær að heyra leyndarmál á borð við það að sýrlenskar konur séu snillingar í því að láta karlmenn trúa því að þeir ráði, þó að þær hafi í raun bæði töglin og hagldirnar“ . Eitt skýrasta dæm ið um kúgun kvenna í bókinni er þegar einn viðmælenda Jóhönnu í Sýrlandi fullyrðir að konur þar í landi séu ekkert kúgaðar og segir sposk frá því máli sínu til stuðnings, að tengda móðir hennar hafi nú verið sú sem hafði töglin og hagldirnar í sínu hjónabandi . Hún hafi stjórnað og skipað eiginmanni sínum fyrir verkum og: „Stundum var honum skipað að hjálpa henni við þvotta og lægra varð ekki komist …“ En út á við lék hún hina undir gefnu eiginkonu, svo heiðri og mannorði eigin mannsins yrði ekki stefnt í hættu . Í þess um stutta kafla kemur svo margt fram sem sýnir skýra kúgun: Það að konan þarf að beita frekju og yfirgangi til að fá karlinn til að gera eitthvað á heimilinu . Hún getur ekki komið fram við hann á jafningjagrundvelli og átt eðlileg og afslöppuð samskipti við hann ef hún vill virkja hann til heimilisstarfa . Það að hún þarf að „leika hina undirgefnu eiginkonu“ til að hann njóti mannvirðingar (skítt með hennar mannvirðingu), segir svo ekki verður misskilið að þjóðfélagið krefst þess að konur séu undirgefnar . Einnig að þau störf sem konur inna af hendi, svo sem eins og að þvo þvotta, eru talin með því auðvirðilegasta sem hægt er að taka sér fyrir hendur . Hvernig er hægt að leyfa sér að sjást yfir svona hluti þegar lagt er mat á kúgun kvenna í þessum heimshluta? Alþekkt er að kúgaðir samþykki kúgunina og telji sig jafnvel velja hana og vilja ekki að hróflað sé við stöðu mála . Sem dæmi má nefna að í þrælastríðinu í Bandaríkjunum var ekki óþekkt að þrælarnir væru mótfallnir baráttunni sem fram fór fyrir þeirra hönd . Þegar sóttur var kosningaréttur til handa konum á Vesturlöndum voru þær ekki allar hlynntar þeirri baráttu og töldu sig ekkert hafa með kosningarétt að gera . Frelsi fylgir ábyrgð sem getur vaxið þeim í augum sem kúgaðir hafa verið mann fram af manni . Vonir og væntingar Jóhanna segir frá konum sem höfðu haft hug myndir um að velja sér maka af eigin ramm leik og verða ástfangnar . Þegar þær komust á vissan aldur fóru þær að hafa áhyggjur þar sem illa gekk að finna mannsefni . Þá sneru þær við blaðinu og töldu betra að vera úthlutað einhverjum sem fjölskyldunni þætti ákjósanlegur . Hugmyndina um ást og eigið val töldu þær þá ungæðislega og bera vott um þroskaleysi æskunnar . Það er eins og þær átti sig ekki á hvað þeim er þröngur stakkur sniðinn . Hvernig eiga þær að geta fundið mannsefni sjálfar, þegar þær mega ekki sýna sig (hvorki ásjónu né innri mann), ekki tala opinskátt um nokkurn hlut, þar sem þær teljast þá framhleypnar (sem greinilega þykir mikill ljóður á ráði kvenmanns) og segjast ekki mega fara á stefnumót eða mannamót án fylgdar? Hvernig á nokkur að geta orðið ástfanginn af þeim?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.