Þjóðmál - 01.12.2008, Síða 58

Þjóðmál - 01.12.2008, Síða 58
56 Þjóðmál VETUR 2008 Margt gat maður lesið milli línanna sem sýndi að konurnar hafa óljósa og ófullmótaða hugmynd um bætta stöðu sér til handa . Konan sem segir söguna af ofríki tengdamóður sinnar með stolti lýsir vilja til aukinna valda og réttinda kvenna . Draumurinn um ást og eigið val á mannsefni lýsir löngun til að verða viðurkenndur fyrir sérstöðu sína og að hafa eitthvað um eigin örlög að segja . Það að vilja ekki giftast strax eftir að menntun er lokið lýsir vilja til að gera meira við líf sitt en tileinka það barneignum og stórri fjölskyldu . Jóhanna segir frá viðtölum sem hún rakst á í dagblaði við einstaklinga sem vilja búa einir . Sá vilji lýsir löngun til að rækta sjálfan sig en ekki þurfa stöðugt að taka mið af fjölskyldunni . Eftir að hafa lesið umfjöllunina í Veru og heyrt viðbrögð fjölmiðlafólks við bókinni vakna með mér áleitnar spurningar . Hvers vegna notum við önnur viðmið gagnvart kon- um á Vesturlöndum en konum í araba lönd- um? Af hverju var ekki látið staðar numið í kven frelsis- og jafnréttisbaráttunni hér þegar í ljós kom að margar konur töldu ekki þörf á breytingum? Enn lifir kynslóð kvenna sem telur að karlar eigi að vera fyrirvinna fjölskyldunnar og beri því að fá hærri laun, að börnin eigi að vera á ábyrgð kvenna og að ákveðin störf séu einfaldlega karlastörf . Af hverju var breytinga þörf hér, meðan stór hluti var ánægður með sitt hlutskipti? Hvað höfðum við að leiðarljósi sem átti við hér en ekki þar? Við megum ekki samþykkja kúgun annars staðar sem menningarlegt fyrirbæri og val einstaklinganna, sem skjól eigi í hefð og trúarbrögðum . Eiga þá ekki sömu rök við hér? Ábyrgð höfundar Í viðtali við Jóhönnu í Morgunblaðinu 23 . októ ber 2004 segir hún: „Í raun og veru eru hugmyndir okkar um konur í þessum heims- hluta ekki samkvæmt rauninni og í við horfum okkar gætir oft þekkingarleysis .“ Á bak síðu bókarinnar segir að einsleit mynd sé dreg in upp af arabakonum, að þær séu kúg aðar og ómenntaðar . Einsleitar myndir og al hæfi ngar eru gjarnan notaðar til að auðvelda orð ræðu milli fólks en það þýðir samt ekki að fólk geri sér ekki grein fyrir að undantekningar séu til . Enda alhæfa viðmælendur Jóhönnu sjálf ar . Þær alhæfa um vesturlandabúa og ekki síður araba . Lykilatriði er hvort alhæfingarnar séu réttar og ég tel mig hafa sýnt fram á með stuðningi í orðum kvennanna sjálfra að alhæfingin um kúgun þeirra á rétt á sér svo ekki verður um villst . Jóhanna gerir mikið úr menntun arabískra kvenna . Ég vil hins vegar benda á að sam- kvæmt skýrslu sem unnin var á vegum Araba- bandalagsins og Barnahjálpar Sameinuðu þjóð anna (UNICEF) (Mbl . 12 . apríl 2005) er helmingur kvenna á þessum slóðum ólæs . Þetta segir bara til um lesturinn, við vitum ekki hversu hátt hlutfall læsa helmingsins hefur síðan aflað sér menntunar umfram það . Er ekki varhugavert að reyna að breyta við horf um fólks í þá veru sem Jóhanna reynir, þegar staðreyndir liggja fyrir um að ástandið sé svona slæmt? Bókin stendur ágætlega fyrir sínu sem viðtalsbók . Hún sýnir okkur eins og höfundur ætlaðist til, að „manneskjan er alls staðar eins; sömu draumar, sömu hugsjónir, sömu áhyggjur“ (viðtal í Mbl . 23 . október 2004) . Einmitt þess vegna finnst mér sárt að lesa bókina og sjá drauma kvennanna verða að engu og hugsjónir þeirra heftar svo rækilega . Jóhanna hefði mátt láta þar við sitja, en ekki ætla bókinni það vafasama hlutverk að breyta viðhorfum sem augljóslega eiga rétt á sér . Það þarf enga sérþekkingu á arabaheiminum til að skilja það sem konurnar segja, aðeins góða leskunnáttu og -skilning . Mér virðist ljóst, að um skilgreiningarmun er að ræða milli þessara tveggja menningar- heima á orðinu kúgun . Skilgreining araba- heims ins virðist sú sama og tíðkaðist hér fyrir áratugum síðan, þ .e . að þetta er bara svona, við erum konur og þetta er hlutverkið sem okkur er ætlað . Því verðum við að sýna þessum konum stuðning, það er á brattann að sækja fyrir þær .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.