Þjóðmál - 01.12.2008, Qupperneq 66

Þjóðmál - 01.12.2008, Qupperneq 66
64 Þjóðmál VETUR 2008 ÁÍslandi og víðast hvar í hinum vestræna heimi ríkir nú djúp og mikil fjár mála- kreppa . Lán eru varla veitt, fyrirgreiðsl ur eru á hverfandi hveli og verð hlutabréfa hefur guf- að upp . Þessari fjármálakreppu vilja margir blanda saman við hinn frjálsa markað . Sagt er að kreppan sé ekki bara kreppa fjármálafyrir- tækja og almennings heldur líka kreppa frelsis og frjáls hyggju – kreppa kapítalismans . Ekkert er þó fjær sanni . Til að útskýra það er ekki nóg að stinga hausnum ofan í sand af tölfræði og aðsendum greinum í Morgunblaðinu . Skiln- ingur fæst eingöngu með réttri undir stöðu, sem nú verður veitt . Hvað eru peningar? Peninga má skilgreina í mjög stuttu máli sem millilið í viðskiptum . Þegar bakarinn selur brauð þá tekur hann við peningum sem hann getur svo notað til að kaupa sér skó, nýja hrærivél eða aðgang að fyrirlestri í hagfræði . Skósalinn og hagfræðingurinn taka við greiðslu í peningum og nota þá til að kaupa sér brauð eða egg eða hvað sem þeir vilja . Peningum þarf samt ekki alltaf að eyða í kaup á þjónustu og varningi . Þá má líka geyma eða lána til annarra . Ef bakarinn bakar 10 brauðhleifa en eyðir eingöngu andvirði tveggja þeirra þá hefur hann sparað það sem nemur andvirði átta brauðhleifa . Hann getur ákveðið að sitja á þeim sparnaði eða lánað hann til einhvers gegn ákveðnu gjaldi (vöxtum) . Í stað þess að eyða í neyslu í dag hefur bakarinn með þessum hætti aukið framboð á lánsfé (kapítali) sem aðrir nota til fjárfestinga í þeirri von að þær borgi sig og skili arði sem má nota til að endurgreiða lánið . Vextirnir á þessu lánsfé fara eftir framboði og eftirspurn eftir lánsfé . Ef margir vilja lána þá geta lánþegar samið um lága vexti við lánardrottna sína . Ef lítið er um lánsfé þá krefjast lánardrottnar hárra vaxta . Takið eftir að hér að ofan er gert ráð fyrir því að magn peninga sé fast þótt framboð á lánsfé breytist . Framboð á lánsfé og vextir á því stjórnast af því hversu margir eru viljugir til að fresta eyðslu á peningum sínum og lána þá þess í stað út, og vextirnir á því lánsfé stjórnast af framboði lánsfjár og eftirspurn eftir því . Vextir í slíku hagkerfi eru, ef svo má segja, náttúrulegir – ákvarðaðir af óheftum sam skiptum og viðskiptum allra einstaklinga á tilteknum markaði, og breytast í takt við breytingar á vilja einstaklinga til að eyða og leggja þess í stað fyrir . Takið einnig eftir því að hér skiptir ekki máli hvað peningarnir heita (hvaltennur, gull eða dúkatar) eða hver gefur þá út (hver banki fyrir sig, ríkisvaldið eða hópur geimvera sem býr á tunglinu) . Það eina sem skiptir máli er að magn þeirra sé nokkurn veginn fast eða hægbreytilegt þannig að markaðsaðilar geti treyst því að fyrir ákveðna upphæð í dag fengist álíka mikið af vörum og þjónustu á morgun . Einnig er mikilvægt að gera sér grein fyrir að af traust á tiltekinni tegund peninga minnkar (t .d . vegna skyndilegrar breytingar í peningamagni) þá hafi einstaklingar frelsi til að draga úr viðskiptum með þá og leita að traustari peningum sem halda enn betur verðgildi Geir Ágústsson Kreppa kapítalismans?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.