Þjóðmál - 01.12.2008, Page 73
Þjóðmál VETUR 2008 71
Hér verða sögð nokkur deili á þeim, aukið
við fróðleik um Moskvudvöl sumra þeirra,
gerð nánari grein fyrir náminu í skólunum og
leiðréttar ýmsar missagnir í verkum Jóns Ólafs-
sonar .
Tímabilið 1929–1932
Skólarnir, sem vestrænir byltingarmenn gengu í, voru aðallega tveir, Vesturskólinn
svo nefndi, KUNMZ, og Lenínskólinn (en raun-
ar ætti frekar eftir rússneska nafninu að kalla
hann Lenínistaskólann) . Fyrsti Íslendingurinn
til að hljóta byltingarþjálfun í Moskvu var Jens
Figved, sem settist í Vesturskólann 1929 og
var þar í þrjú ár . Hann var aðeins 22 ára, þegar
hann fór austur, fæddur á Eskifirði 1907, af
norskum ættum .
Mikil leynd hvíldi
yfir náminu í
þessum tveimur
skól um, og gengu
nem endur undir
dulnefnum . Kall-
aðist Jens þar Jan
Brun . Hann var
harðlínumaður,
og í skýrslum til
Kominterns kvart-
aði hann und an
tækifærisstefnu Einars Ol geirssonar .4 Jens fékk
góða umsögn að námi loknu: „Öruggur og
áreiðanlegur flokksfélagi . Góður agi . Góður
félagi . Vel virkur pólitískt, fljótur að átta sig .“5
Jens gekk í kommúnistaflokk Ráð stjórn-
arríkjanna 1931, en að því þótti mikill heiður,
enda ekki öðrum hleypt inn en traust ustu
baráttumönnum . Að námi loknu fór hann í
mikla ferð um Ráðstjórnarríkin og komst alla
leið austur að Kyrrahafi .6 Hugsanlegt er einnig,
4 Arnór Hannibalsson: Moskvulínan, bls . 79 . Komintern:
495 31 111 1-7 . Þar sem ekki er ísl . safnmerki við, eins og
hér, hef ég ekki átt þess kost að skoða sjálf skjölin, þar sem
þau eru ekki á Lbs ., heldur hef ég orðið að styðjast við rit
þeirra Arnórs og Jóns Ólafssonar .
5 Jón Ólafsson: Kæru félagar, bls . 60 . Komintern: 495 31 115 .
6 Eyjólfur Eyjólfsson: „Jens Figved,“ Þjv. 8 . ágúst 1945 .
að Ingibjörg Steinsdóttir leikkona, sem dvaldist
á útmánuðum 1930 í Moskvu, hafi hlotið þar
einhverja byltingarþjálfun .7 Hún skrifaðist eftir
heimkomuna á við norska kommúnistann og
ofsa vinstrimanninn Arvid G . Hansen, sem
starf aði um skeið fyrir Komintern .8
Haustið 1930 héldu fjórir Íslendingar í bylt-
ingarþjálfun í Moskvu . Andrés Straumland hóf
eins árs nám í deild enskumælandi manna í
Lenínskólanum, en þeir Eyjólfur Árnason, Jafet
Ottósson og Þóroddur Guðmundsson sett ust í
Vest urskólann eins og Jens Figved á undan þeim .
Andrés færði í dagbók upplýsing ar um tildrög
Moskvufarar sinnar: Hann var bryggju vörður á
Siglufirði sumarið 1930 og leigði herbergi með
Sverri Kristjáns syni, sem hvatti hann til að halda
í byltingarþjálfun til Moskvu . Skrif aði Andrés
Jens Fig ved, sem
sagði honum í
sím skeyti að sækja
um skólavist til
Bryn jólfs Bjarna-
sonar . Andrés
gerði það og fékk
sam þykki . Hann
var 35 ára, þegar
hann hélt austur,
fædd ur 1895 . Þeir
Þór oddur Guð-
munds son lögðu
af stað frá Siglufirði með Dronning Alexandrine
20 . september . Þórodd ur var þá 27 ára, fæddur á
Siglufirði 1903 og hafði verið þar lögregluþjónn .
Á Ísafirði dag inn eftir bættist Eyjólfur Árnason í
förina . Hann var aðeins tvítugur að aldri, fæddur
á Ísafirði 1910 . Komið var til Reykjavíkur 22 .
september, þar sem fjórði nemandinn beið,
Jafet Siemsen Ottósson . Hann var 24 ára,
fædd ur 1906, sonur Ottós N . Þorlákssonar,
fyrsta formanns Alþýðusambands Íslands, og
bróð ir Hendriks Siemsens Ottóssonar, eins
7 „Ingibjörg Steinsdóttir,“ Mbl. 11 . apríl 1930; „Dagbók,“
Mbl. 23 . apríl 1930 [Frú Ingibjörg Steinsdóttir leikkona];
„Dag bók,“ Mbl. 27 . apríl 1930 [Ingibjörg Steinsdóttir
leikkona] .
8 Lbs . 5228 4to, a-b . Komintern: 495 31 109, 16-18 . Arvid
Hansen/Ingibjörg [Steinsdóttir], Moskvu 27 . júní 1930 .
Vesturskólinn í Moskvu .