Þjóðmál - 01.12.2008, Qupperneq 73

Þjóðmál - 01.12.2008, Qupperneq 73
 Þjóðmál VETUR 2008 71 Hér verða sögð nokkur deili á þeim, aukið við fróðleik um Moskvudvöl sumra þeirra, gerð nánari grein fyrir náminu í skólunum og leiðréttar ýmsar missagnir í verkum Jóns Ólafs- sonar . Tímabilið 1929–1932 Skólarnir, sem vestrænir byltingarmenn gengu í, voru aðallega tveir, Vesturskólinn svo nefndi, KUNMZ, og Lenínskólinn (en raun- ar ætti frekar eftir rússneska nafninu að kalla hann Lenínistaskólann) . Fyrsti Íslendingurinn til að hljóta byltingarþjálfun í Moskvu var Jens Figved, sem settist í Vesturskólann 1929 og var þar í þrjú ár . Hann var aðeins 22 ára, þegar hann fór austur, fæddur á Eskifirði 1907, af norskum ættum . Mikil leynd hvíldi yfir náminu í þessum tveimur skól um, og gengu nem endur undir dulnefnum . Kall- aðist Jens þar Jan Brun . Hann var harðlínumaður, og í skýrslum til Kominterns kvart- aði hann und an tækifærisstefnu Einars Ol geirssonar .4 Jens fékk góða umsögn að námi loknu: „Öruggur og áreiðanlegur flokksfélagi . Góður agi . Góður félagi . Vel virkur pólitískt, fljótur að átta sig .“5 Jens gekk í kommúnistaflokk Ráð stjórn- arríkjanna 1931, en að því þótti mikill heiður, enda ekki öðrum hleypt inn en traust ustu baráttumönnum . Að námi loknu fór hann í mikla ferð um Ráðstjórnarríkin og komst alla leið austur að Kyrrahafi .6 Hugsanlegt er einnig, 4 Arnór Hannibalsson: Moskvulínan, bls . 79 . Komintern: 495 31 111 1-7 . Þar sem ekki er ísl . safnmerki við, eins og hér, hef ég ekki átt þess kost að skoða sjálf skjölin, þar sem þau eru ekki á Lbs ., heldur hef ég orðið að styðjast við rit þeirra Arnórs og Jóns Ólafssonar . 5 Jón Ólafsson: Kæru félagar, bls . 60 . Komintern: 495 31 115 . 6 Eyjólfur Eyjólfsson: „Jens Figved,“ Þjv. 8 . ágúst 1945 . að Ingibjörg Steinsdóttir leikkona, sem dvaldist á útmánuðum 1930 í Moskvu, hafi hlotið þar einhverja byltingarþjálfun .7 Hún skrifaðist eftir heimkomuna á við norska kommúnistann og ofsa vinstrimanninn Arvid G . Hansen, sem starf aði um skeið fyrir Komintern .8 Haustið 1930 héldu fjórir Íslendingar í bylt- ingarþjálfun í Moskvu . Andrés Straumland hóf eins árs nám í deild enskumælandi manna í Lenínskólanum, en þeir Eyjólfur Árnason, Jafet Ottósson og Þóroddur Guðmundsson sett ust í Vest urskólann eins og Jens Figved á undan þeim . Andrés færði í dagbók upplýsing ar um tildrög Moskvufarar sinnar: Hann var bryggju vörður á Siglufirði sumarið 1930 og leigði herbergi með Sverri Kristjáns syni, sem hvatti hann til að halda í byltingarþjálfun til Moskvu . Skrif aði Andrés Jens Fig ved, sem sagði honum í sím skeyti að sækja um skólavist til Bryn jólfs Bjarna- sonar . Andrés gerði það og fékk sam þykki . Hann var 35 ára, þegar hann hélt austur, fædd ur 1895 . Þeir Þór oddur Guð- munds son lögðu af stað frá Siglufirði með Dronning Alexandrine 20 . september . Þórodd ur var þá 27 ára, fæddur á Siglufirði 1903 og hafði verið þar lögregluþjónn . Á Ísafirði dag inn eftir bættist Eyjólfur Árnason í förina . Hann var aðeins tvítugur að aldri, fæddur á Ísafirði 1910 . Komið var til Reykjavíkur 22 . september, þar sem fjórði nemandinn beið, Jafet Siemsen Ottósson . Hann var 24 ára, fædd ur 1906, sonur Ottós N . Þorlákssonar, fyrsta formanns Alþýðusambands Íslands, og bróð ir Hendriks Siemsens Ottóssonar, eins 7 „Ingibjörg Steinsdóttir,“ Mbl. 11 . apríl 1930; „Dagbók,“ Mbl. 23 . apríl 1930 [Frú Ingibjörg Steinsdóttir leikkona]; „Dag bók,“ Mbl. 27 . apríl 1930 [Ingibjörg Steinsdóttir leikkona] . 8 Lbs . 5228 4to, a-b . Komintern: 495 31 109, 16-18 . Arvid Hansen/Ingibjörg [Steinsdóttir], Moskvu 27 . júní 1930 . Vesturskólinn í Moskvu .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.