Þjóðmál - 01.12.2008, Page 75
Þjóðmál VETUR 2008 73
þaðan fyrir stjórnmálaafskipti . Dýrleif Þor björg
Árnadóttir var einnig í Lenínskólanum . Hún
fæddist á Skútustöðum í Mývatnssveit 1897 .
Faðir hennar var þjóðkunnur maður, séra Árni
Jónsson, prestur og alþingismaður . Dýrleif var
systir séra Gunnars Árnasonar og mágkona
þeirra Vilhjálms Þ . Gíslasonar útvarpsstjóra,
Kristins Ármannssonar rektors og Hákonar
Guðmundssonar yfirborgardómara . Hún var
bekkjarsystir Brynjólfs Bjarnasonar, Ársæls Sig-
urðssonar og Hendriks Ottóssonar úr mennta-
skóla og einn stofnenda komm ún ista flokks ins
íslenska . Í Moskvu kallaðist Dýr leif Doris Lind
og Eggert Gunnar Björns son . Þriðji Lenín-
skóla maðurinn þennan vetur var Har ald ur
Bjarnason . Hann var 23 ára, fæddist á Akra-
nesi 1908, en ólst upp í Vest mannaeyjum .
Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta skólan-
um í Reykjavík 1927 og stundaði um skeið
nám í lögfræði, en helgaði sig síðan bylt ing-
ar starfsemi . Það var þó hálfgerð tilviljun, að
hann settist í Lenínskólann . Hann og Stefán
Ögmundsson fóru sem fulltrúar íslenskra ung-
kommúnista á æskulýðshátíð í Leníngarði 6 .
september 1931 . Sigldu þeir í ágústlok 1931
með Lyru til Björgynjar í Noregi og tóku þaðan
lest til Stokkhólms, þar sem þeir heilsuðu upp á
flokksbræð ur sína sænska, með al annars Harry
Lev in, sem hafði kom ið til Ís lands haust ið
1930 . Frá Stokk hólmi sigldu þeir til Turku í
Finn landi og fóru þaðan landleiðina til Len ín-
garðs, en þangað komu þeir 5 . september . Síð-
an héldu þeir til Moskvu og hittu þar nokkra
Ís lendinga, þar á með al Egg ert Þorbjarnarson,
Eyjólf Árnason og Dýr leifi Árnadóttur . Það
varð að ráði, að Haraldur yrði eftir í Moskvu og
settist í Lenínskólann, en Stefán fór heim .18
Haustið 1931 settust Gísli Indriðason, Hall-
grímur Hallgrímsson og Helgi Guðlaugsson í
Vesturskólann . Gísli var 28 ára, fæddur 1903 .
Hann hafði verið tollþjónn á Ísafirði, en Jónas
Jónsson frá Hriflu rekið hann úr starfi, og
héldu kommúnistar því fram, að það hefði
18 „Samband ungra kommúnista í Rússlandi,“ Rauði fáninn
6 . september 1931 . Í ópr . gögnum Stefáns Ögmundssonar
er ferðin rakin . Þsk . Skjalasafn verkalýðshreyfingarinnar .
Einkasafn Stefáns Ögmundssonar . B-07 . 90/6 .
verið fyrir róttækar stjórnmálaskoðanir hans .19
Hann fékk dulnefnið Werner Jonsson . Hall-
grímur Hallgrímsson var 21 árs, fæddur á
Sléttu í Mjóafirði 1910, og hafði faðir hans
drukkn að fimm mánuðum fyrir fæðingu
sonar síns . Hallgrímur hafði stundað nám í
Mennta skólanum á Akureyri, en hætt námi
eftir gagnfræðapróf í mótmælaskyni við bann
skólayfirvalda við stjórnmálaafskiptum nem-
enda .20 Hann var kallaður „Bísi“, því að hann
var sagður arðræna arðræningjana, eins og
kommúnistar orðuðu það: Það orð lék á, að
hann „bísaði“ eða hnuplaði úr búðum í Reykja-
vík .21 Þar eystra fékk hann líklega dul nefnið
Arne Arnesen . Helgi Guðlaugsson var 25 ára,
fædd ur í Gerðakoti í Ölf usi 1906 . Hann hafði
stund að bygging ar vinnu í Reykja vík, en hún
var stop ul í krepp unni . Dul nefni hans í Moskvu
var Hans Petterson . Helgi er einn fárra náms-
manna í bylt ing ar skólum Kom interns, sem
sagt hafa frá vist sinni eystra . Þeir Hallgrím ur
Hallgrímsson urðu sam ferða frá Íslandi í ágúst
1931 og komu fyrst við í Danmörku . Gísli
Indriðason fékk hins vegar ókeypis far með
togara til Ham borgar . En hann var gleðimaður
og leit inn á krá eina í Hamborg, var þar rænd ur
og kom peningalaus til Kaupmannahafnar, þar
sem félagar hans urðu að lána honum og voru
þó lítt aflögufærir . Í Kaupmannahöfn hittu
félagarnir þrír nokkra íslenska skoðanabræður,
Ársæl Sigurðsson, Erling Ellingsen og Hjalta
Árnason, en einnig trúnaðarmann Komin-
terns, Norðurlandabúa, sem lét þá fá farseðla
og skilríki til Ráðstjórnarríkjanna . Frá Kaup-
mannahöfn sigldu þeir með viðkomu í Stokk-
hólmi um Eystrasalt til Helsinki og fóru þaðan
í lest til Leníngarðs og Moskvu, þar sem þeir
19 Gísli Indriðason: „Opið bréf til dómsmálaráðh . Jónasar
Jónssonar,“ Vbl. 1 . nóvember 1930 .
20 Ólafur Grímur Björnsson: „Hallgrímur Hallgrímsson
og þingeyskar ættir hans,“ Árbók Þingeyinga, 42 . árg .
(1999), bls . 110-137; sami: „Hallgrímur Hallgrímsson .
Frá Mjóafirði til Húsavíkur,“ Árbók Þingeyinga, 43 . árg .
(2000), bls . 24-58; sami: „Hallgrímur Baldi á Akureyri,“
Ár bók Þingeyinga, 44 . árg . (2001), bls . 5-58 . Ólafur Grímur
telur þó, að önnur tildrög kunni að vera til viðurnefnis
Hallgríms .
21 Ólafur Grímur Björnsson: „Hallgrímur Hallgrímsson,“
Súlur, 32 . árg . 45 . hefti (2006), bls .143 .