Þjóðmál - 01.12.2008, Síða 75

Þjóðmál - 01.12.2008, Síða 75
 Þjóðmál VETUR 2008 73 þaðan fyrir stjórnmálaafskipti . Dýrleif Þor björg Árnadóttir var einnig í Lenínskólanum . Hún fæddist á Skútustöðum í Mývatnssveit 1897 . Faðir hennar var þjóðkunnur maður, séra Árni Jónsson, prestur og alþingismaður . Dýrleif var systir séra Gunnars Árnasonar og mágkona þeirra Vilhjálms Þ . Gíslasonar útvarpsstjóra, Kristins Ármannssonar rektors og Hákonar Guðmundssonar yfirborgardómara . Hún var bekkjarsystir Brynjólfs Bjarnasonar, Ársæls Sig- urðssonar og Hendriks Ottóssonar úr mennta- skóla og einn stofnenda komm ún ista flokks ins íslenska . Í Moskvu kallaðist Dýr leif Doris Lind og Eggert Gunnar Björns son . Þriðji Lenín- skóla maðurinn þennan vetur var Har ald ur Bjarnason . Hann var 23 ára, fæddist á Akra- nesi 1908, en ólst upp í Vest mannaeyjum . Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta skólan- um í Reykjavík 1927 og stundaði um skeið nám í lögfræði, en helgaði sig síðan bylt ing- ar starfsemi . Það var þó hálfgerð tilviljun, að hann settist í Lenínskólann . Hann og Stefán Ögmundsson fóru sem fulltrúar íslenskra ung- kommúnista á æskulýðshátíð í Leníngarði 6 . september 1931 . Sigldu þeir í ágústlok 1931 með Lyru til Björgynjar í Noregi og tóku þaðan lest til Stokkhólms, þar sem þeir heilsuðu upp á flokksbræð ur sína sænska, með al annars Harry Lev in, sem hafði kom ið til Ís lands haust ið 1930 . Frá Stokk hólmi sigldu þeir til Turku í Finn landi og fóru þaðan landleiðina til Len ín- garðs, en þangað komu þeir 5 . september . Síð- an héldu þeir til Moskvu og hittu þar nokkra Ís lendinga, þar á með al Egg ert Þorbjarnarson, Eyjólf Árnason og Dýr leifi Árnadóttur . Það varð að ráði, að Haraldur yrði eftir í Moskvu og settist í Lenínskólann, en Stefán fór heim .18 Haustið 1931 settust Gísli Indriðason, Hall- grímur Hallgrímsson og Helgi Guðlaugsson í Vesturskólann . Gísli var 28 ára, fæddur 1903 . Hann hafði verið tollþjónn á Ísafirði, en Jónas Jónsson frá Hriflu rekið hann úr starfi, og héldu kommúnistar því fram, að það hefði 18 „Samband ungra kommúnista í Rússlandi,“ Rauði fáninn 6 . september 1931 . Í ópr . gögnum Stefáns Ögmundssonar er ferðin rakin . Þsk . Skjalasafn verkalýðshreyfingarinnar . Einkasafn Stefáns Ögmundssonar . B-07 . 90/6 . verið fyrir róttækar stjórnmálaskoðanir hans .19 Hann fékk dulnefnið Werner Jonsson . Hall- grímur Hallgrímsson var 21 árs, fæddur á Sléttu í Mjóafirði 1910, og hafði faðir hans drukkn að fimm mánuðum fyrir fæðingu sonar síns . Hallgrímur hafði stundað nám í Mennta skólanum á Akureyri, en hætt námi eftir gagnfræðapróf í mótmælaskyni við bann skólayfirvalda við stjórnmálaafskiptum nem- enda .20 Hann var kallaður „Bísi“, því að hann var sagður arðræna arðræningjana, eins og kommúnistar orðuðu það: Það orð lék á, að hann „bísaði“ eða hnuplaði úr búðum í Reykja- vík .21 Þar eystra fékk hann líklega dul nefnið Arne Arnesen . Helgi Guðlaugsson var 25 ára, fædd ur í Gerðakoti í Ölf usi 1906 . Hann hafði stund að bygging ar vinnu í Reykja vík, en hún var stop ul í krepp unni . Dul nefni hans í Moskvu var Hans Petterson . Helgi er einn fárra náms- manna í bylt ing ar skólum Kom interns, sem sagt hafa frá vist sinni eystra . Þeir Hallgrím ur Hallgrímsson urðu sam ferða frá Íslandi í ágúst 1931 og komu fyrst við í Danmörku . Gísli Indriðason fékk hins vegar ókeypis far með togara til Ham borgar . En hann var gleðimaður og leit inn á krá eina í Hamborg, var þar rænd ur og kom peningalaus til Kaupmannahafnar, þar sem félagar hans urðu að lána honum og voru þó lítt aflögufærir . Í Kaupmannahöfn hittu félagarnir þrír nokkra íslenska skoðanabræður, Ársæl Sigurðsson, Erling Ellingsen og Hjalta Árnason, en einnig trúnaðarmann Komin- terns, Norðurlandabúa, sem lét þá fá farseðla og skilríki til Ráðstjórnarríkjanna . Frá Kaup- mannahöfn sigldu þeir með viðkomu í Stokk- hólmi um Eystrasalt til Helsinki og fóru þaðan í lest til Leníngarðs og Moskvu, þar sem þeir 19 Gísli Indriðason: „Opið bréf til dómsmálaráðh . Jónasar Jónssonar,“ Vbl. 1 . nóvember 1930 . 20 Ólafur Grímur Björnsson: „Hallgrímur Hallgrímsson og þingeyskar ættir hans,“ Árbók Þingeyinga, 42 . árg . (1999), bls . 110-137; sami: „Hallgrímur Hallgrímsson . Frá Mjóafirði til Húsavíkur,“ Árbók Þingeyinga, 43 . árg . (2000), bls . 24-58; sami: „Hallgrímur Baldi á Akureyri,“ Ár bók Þingeyinga, 44 . árg . (2001), bls . 5-58 . Ólafur Grímur telur þó, að önnur tildrög kunni að vera til viðurnefnis Hallgríms . 21 Ólafur Grímur Björnsson: „Hallgrímur Hallgrímsson,“ Súlur, 32 . árg . 45 . hefti (2006), bls .143 .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.