Þjóðmál - 01.12.2008, Page 76

Þjóðmál - 01.12.2008, Page 76
74 Þjóðmál VETUR 2008 tóku til við námið .22 Samtals voru því veturinn 1931–1932 að minnsta kosti níu Íslendingar í þjálfunarbúðum í Moskvu, Jens Figved á þriðja ári, Þóroddur Guðmundsson og Eyjólfur Árnason á öðru ári og þau Dýrleif Árnadóttir, Eggert Þorbjarnarson, Haraldur Bjarnason, Hallgrímur Hallgrímsson, Helgi Guðlaugsson og Gísli Indriðason öll á fyrsta ári .23 Kennslan í byltingarskólunum í Moskvu var ókeypis . Nemendur fengu einnig húsnæði í heimavist og fatnað og 100 rúblur á mánuði til annarra nauðsynja . Þeir sóttu kennslustundir í sögulegri efnishyggju, marx-lenínisma og stalínisma, ræðumennsku og áróðurstækni, en fengu einnig tilsögn í njósnum, vopnaburði, neðanjarðarstarfi og skemmdarverkum .24 „Í dag var fyrsta kennslustundin í Political Economy (Félagi Mekany) . Einnig tími í meðhöndlun vopna,“ skrifaði Lenínskólamaðurinn Andrés Straum land í dagbók sína 11 . október 1930 .25 Í Norðurlandaskor Vesturskólans var kennt á Norðurlandamálum, aðallega sænsku . Tveir sænskumælandi Finnar voru Helga Guð- laugssyni minnisstæðir . Allan Wallenius kenndi sögu Ráðstjórnarríkjanna og Uuno Wistbacka hagfræði . Báðir létust í vinnu búð um Stalíns, Wallenius 1942, en Wistbacka 1939 .26 „Nokkr- um okkar var kennt að fara með skammbyssu,“ 22 Ólafur Grímur Björnsson: „Hallgrímur Hallgrímsson,“ Súlur (2006), bls . 149 . Ólafur Grímur hefur þar marg- víslegan fróðleik eftir Helga Guðlaugssyni, sem hann talaði oft við . 23 Jón Ólafsson: „Í læri hjá Komintern,“ Ný saga (1997), bls . 4-15 . 24 „Í hvaða bekk var Þóroddur? Þeir fengu tilsögn í götubardögum,“ Mbl. 15 . apríl 1948; „Kennslubók í ofbeldi,“ Mbl. 15 . desember 1949, en þar sagði frá kennslubók í hernaði eftir Tuure Lehén, sem notuð hefði verið í Lenínskólanum, og var heimild blaðsins Herbert Tingsten, ritstjóri Dagens Nyheter, sem hafði eitt eintak bókarinnar í vörslu sinni; „Meðal annarra orða . . . Kommúnistabókin: Mannúð er vítaverð,“ Mbl. 16 . desember 1949 (frásögn af bók Lehéns) . 25 Þsk . Skjalasafn verkalýðshreyfingarinnar . Einkasafn Andrésar Straumland . 01 1/3 . Dagbók 1930 . 26 Um örlög Walleniusar sjá Eila Lahti-Argutina: Olimme joukko vieras vaan, Turku 2001, þar sem yfirlit er yfir Finna, sem létust í hreinsunum Stalíns . Um örlög Wistbacka sjá Joni Krekola: Stalinismin lyhyt kurssi, Helsinki 2006, útdráttur á ensku í Communist History Network Newsletter, No . 20 (haustið 2006) . sagði Helgi síðar, „við Hallgrímur vorum tveir saman að æfa það .“27 En Gísla Indriðasyni líkaði námið í Moskvu illa . Hann þoldi lítt harðræðið . Erfi tt var að útvega sér gott tóbak, og hvergi mátti staupa sig . Gerðist Gísli einnig gagnrýn inn á byltingarþjálfunina . Christian Hilt, deildar- stjóri í Norðurlandadeild Vesturskólans, skrif aði 11 . maí 1932 um hann í skýrslu til miðstjórn- ar íslenska kommúnistaflokksins: „Hann hefur gerst sekur um svæsin tækifærissinnuð frávik, heldur fast við hinar röngu skoðanir sínar, tekur sérhverri gagnrýni persónulega og sem ásökun um klíkuskap og kann ekki að iðka sjálfsgagnrýni .“28 Íslensku námsmennirnir í Moskvu héldu fund með Gísla til þess að ræða villur hans . Þær voru aðallega fólgnar í því að taka ekki þá stefnu Kominterns góða og gilda, að samstarf við jafnaðarmenn væri ætíð rangt . Gísli taldi slíkt samstarf „taktíska spurningu“ . Hann fann líka að skýrslugjöf íslensku námsmann- anna til Kominterns . Á fundinum var Gísli neyddur til að gagnrýna sjálfan sig, en síðan var deilt á hann fyrir sjálfsgagnrýnina . Fundurinn leystist upp í harðar deilur milli Gísla og Jens . „Einkennið á framkomu félaga Jonssonar er, að hann viður kennir engin mistaka sinna,“ skrifaði Jens síðar í skýrslu . „Nákvæmlega það sama býr að baki fullyrðingum hans um, að Komintern sendi vitlaus fyrirmæli til Íslands á grundvelli rangra upplýsinga .“29 Þessi misserin urðu nokkrar breytingar á skólahaldi . Menn úr Norðurlandaskor Vest- urskólans voru fluttir í Lenínskólann, og var skorin raunar lögð niður 1933 . Hallgrímur Hallgrímsson færði sig yfir í Lenínskólann 27 Ólafur Grímur Björnsson: „Hallgrímur Hallgrímsson,“ Súlur (2006), 133 . bls . Sbr . einnig um kennarana í Vesturskólanum Guðlaug Rúnar Guðmundsson: „Helgi Guðlaugsson,“ Mbl. 1 . október 2000 (minningargrein) . 28 Jón Ólafsson: Kæru félagar, bls . 60; Arnór Hannibalsson: Moskvulínan, bls . 123 . Komintern: 495 31 115 . Hér er þýðing Arnórs notuð, en rangt virðist vera, að skýrslan sé líklega um Jafet Ottósson . Ekki kemur fram hjá Arnóri, hvaða ár skjalið var samið . Jón segir hins vegar ofarlega á bls . 60, að Gísli Indriðason hafi komið til Moskvu haustið 1931, en neðar á sömu bls ., að Gísli „hefði átt að útskrifast eftir eins árs kúrs sumarið 1931“ . Seinna ártalið hlýtur að vera villa . 29 Jón Ólafsson: Kæru félagar, bls . 64 . Komintern: 596 1 636, 58 .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.