Þjóðmál - 01.12.2008, Side 78

Þjóðmál - 01.12.2008, Side 78
76 Þjóðmál VETUR 2008 eft ir heimkomuna ýmsum störfum . Hann rak á stríðsárunum fasteignasölu í Reykjavík ásamt Áka Jakobssyni og var síðar umboðs maður á Ísafirði . Gerðist hann áhugamaður um fiskirækt og gaf 1960 út bækling um hana, Gullkista Ís- lands sem gleymdist . Hann starfaði í Útvegsbank- an um frá 1966, en lést 1977 .39 Dýrleif Árna- dóttir sat í fyrstu stjórn Sósíalistafélags Reykja- víkur, sem var stofnað í nóvemberbyrjun 1938, og starfaði einnig ötullega í Kvenfélagi sósíalista frá upphafi þess vorið 1939 .40 Hún starfaði lengi á skrifstofu borgarfógeta í Reykjavík og var alla ævi sannfærður kommúnisti eins og seinni maður hennar, Ásgeir Pétursson, sem átti aðild að dreifibréfsmálinu 1941 með fjórum fyrrverandi skólabræðrum konu sinnar frá Moskvu . Hún lést 1988 .41 Jón Ólafsson segir í Nýrri sögu: „Enginn þeirra Íslendinga, sem luku einhverri hinni al mennu námsbrauta Vesturskólans og Lenín - skól a ns, urðu forystumenn í íslenskri vinstri- hreyfi ngu, en flestir störfuðu ötullega fyrir flokkinn til dauðadags .“ Þetta er ekki rétt eins og sést af dæmi Þórodds Guðmundssonar . Hann var lengi sjómaður, en síðan síldarsaltandi og útgerðarmaður á Siglufirði og sat á þingi fyrir Sósíalistaflokkinn í þrjú ár, 1942-1945, í forföllum Þórðar Benediktssonar frá Vest- manna eyjum . Þingmenn flokks hljóta að teljast í forystusveit hans . Þóroddur var í stjórn Síldar- verk smiðja ríkisins frá 1944 til æviloka . Þar á hann eitt sinn á stjórnarfundi að hafa mælt hin frægu orð, sem oft voru síðar eftir honum höfð: „Hvað varðar mig um þjóðarhag?“42 Ein systra Þórodds, Helga, var eiginkona Áka Jakobssonar, alþingismanns og ráðherra . Vorið 1948 vakti skólavist Þórodds í Moskvu deilur opinberlega . Bjarni Benediktsson minnti á í þingræðu, að Þóroddur hefði verið skólabróðir Klements Gottwalds, sem þá var nýorðinn ein- ræðisherra Tékkóslóvakíu . Brynjólfur Bjarna- 39 Adolf Björnsson: „Gísli Indriðason,“ Mbl. 21 . júní 1977 . 40 „Sósíalistafélag Reykjavíkur stofnað í gær,“ Þjv. 4 . nóv emb er 1938; „Kvenfélag sósíalista 20 ára,“ Þjv. 14 . apríl 1959 . 41 Sjá minningargreinar um Dýrleifu í Mbl. 20 . maí 1988 eftir „Bjarkarhlíðarsystur“, „Krakkana á hæðinni“ og Pétur Pétursson og eftir Ármann Kristinsson í Þjv. s . d . 42 „Reykjavíkurbréf,“ Mbl. 19 . júní 1949 . son brást ókvæða við á fundi sósíalista í Mjólk- ur stöðinni skömmu síðar . En þá birti Morg- unb laðið frásagnir sænskra nemenda í Vest- ur skólanum af þeirri tilsögn, sem þeir hefðu fengið í götubardögum, og spurði í hvaða bekk Þóroddur hefði verið .43 Þóroddur lést 1970 .44 Annar fyrrverandi nemandi í byltingarbúðum Kom interns, Steingrímur Aðalsteinsson, sem síðar getur hér nánar, sat á þingi fyrir Sósíal- istaflokkinn í ellefu ár, 1942–1953 . Hlýtur hann einnig á þingmannsárum sínum að teljast í forystusveit íslenskrar vinstrihreyfingar . Hallgrímur Hallgrímsson átti einna sögu- legastan feril námsmannanna í Moskvu . Eftir að hann sneri heim haustið 1932, stundaði hann um hríð verkamannavinnu í Reykjavík og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Samband ungra kommúnista . En í árslok 1937 hélt hann til Spánar til að taka þátt í borgarastríðinu þar . Vorið 1938 birtust nokkrar greinar eftir hann um stríðið í Þjóðviljanum . Þar lýsti hann því, hvernig hann stjórnaði ellefu manna herdeild . „Höfum að vopni nýja sterka riffla, handsprengjur og eina nýja, ágæta og létta vélbyssu, sem er okkar stolt og eftirlætisgoð .“45 Morgunblaðið hneykslaðist á hernaðarandanum, sem skini út úr orðum Hallgríms . „Fyrir nokkru var þessi maður í Rússlandi . Var hann þar í Rauða hernum eða eins konar herskóla . Kostaði Moskvustjórnin vist hans og kennslu þar .“ Blaðið bætti við: „Kunnugir menn telja, að miðstjórnin í Moskvu hafi valið þennan Hallgrím til þess að vera eins konar yfir-„generál“, þegar Moskvubyltingin á að hefjast hér á landi .“46 Einar Olgeirsson svaraði í Þjóðviljanum daginn eftir . Kvað hann kommúnista stolta af því að eiga í röðum sínum mann eins og Hallgrím, sem hætti lífi sínu í baráttu gegn fasismanum .47 Móðir Hallgríms, 43 „Eldhúsdagsræða Bjarna Benediktssonar,“ Mbl. 25 . mars 1948; „Í hvaða bekk var Þóroddur? Þeir fengu tilsögn í götubardögum,“ Mbl. 15 . apríl 1948 . 44 Alþingismannatal, Reykjavík 1996, bls . 441-2 . Einnig minningargreinar e . Einar Olgeirsson o . fl . í Þjv. 10 . október 1970 . 45 „„Við munum berjast þar til yfir lýkur“,“ Þjv. 14 . júní 1938 . 46 „Æskan og kommúnisminn,“ Mbl. 21 . júní 1938 (leiðari) . 47 „Morgunblaðið, frelsi og friður,“ Þjv. 22 . júní 1938 (leiðari) .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.