Þjóðmál - 01.12.2008, Síða 78

Þjóðmál - 01.12.2008, Síða 78
76 Þjóðmál VETUR 2008 eft ir heimkomuna ýmsum störfum . Hann rak á stríðsárunum fasteignasölu í Reykjavík ásamt Áka Jakobssyni og var síðar umboðs maður á Ísafirði . Gerðist hann áhugamaður um fiskirækt og gaf 1960 út bækling um hana, Gullkista Ís- lands sem gleymdist . Hann starfaði í Útvegsbank- an um frá 1966, en lést 1977 .39 Dýrleif Árna- dóttir sat í fyrstu stjórn Sósíalistafélags Reykja- víkur, sem var stofnað í nóvemberbyrjun 1938, og starfaði einnig ötullega í Kvenfélagi sósíalista frá upphafi þess vorið 1939 .40 Hún starfaði lengi á skrifstofu borgarfógeta í Reykjavík og var alla ævi sannfærður kommúnisti eins og seinni maður hennar, Ásgeir Pétursson, sem átti aðild að dreifibréfsmálinu 1941 með fjórum fyrrverandi skólabræðrum konu sinnar frá Moskvu . Hún lést 1988 .41 Jón Ólafsson segir í Nýrri sögu: „Enginn þeirra Íslendinga, sem luku einhverri hinni al mennu námsbrauta Vesturskólans og Lenín - skól a ns, urðu forystumenn í íslenskri vinstri- hreyfi ngu, en flestir störfuðu ötullega fyrir flokkinn til dauðadags .“ Þetta er ekki rétt eins og sést af dæmi Þórodds Guðmundssonar . Hann var lengi sjómaður, en síðan síldarsaltandi og útgerðarmaður á Siglufirði og sat á þingi fyrir Sósíalistaflokkinn í þrjú ár, 1942-1945, í forföllum Þórðar Benediktssonar frá Vest- manna eyjum . Þingmenn flokks hljóta að teljast í forystusveit hans . Þóroddur var í stjórn Síldar- verk smiðja ríkisins frá 1944 til æviloka . Þar á hann eitt sinn á stjórnarfundi að hafa mælt hin frægu orð, sem oft voru síðar eftir honum höfð: „Hvað varðar mig um þjóðarhag?“42 Ein systra Þórodds, Helga, var eiginkona Áka Jakobssonar, alþingismanns og ráðherra . Vorið 1948 vakti skólavist Þórodds í Moskvu deilur opinberlega . Bjarni Benediktsson minnti á í þingræðu, að Þóroddur hefði verið skólabróðir Klements Gottwalds, sem þá var nýorðinn ein- ræðisherra Tékkóslóvakíu . Brynjólfur Bjarna- 39 Adolf Björnsson: „Gísli Indriðason,“ Mbl. 21 . júní 1977 . 40 „Sósíalistafélag Reykjavíkur stofnað í gær,“ Þjv. 4 . nóv emb er 1938; „Kvenfélag sósíalista 20 ára,“ Þjv. 14 . apríl 1959 . 41 Sjá minningargreinar um Dýrleifu í Mbl. 20 . maí 1988 eftir „Bjarkarhlíðarsystur“, „Krakkana á hæðinni“ og Pétur Pétursson og eftir Ármann Kristinsson í Þjv. s . d . 42 „Reykjavíkurbréf,“ Mbl. 19 . júní 1949 . son brást ókvæða við á fundi sósíalista í Mjólk- ur stöðinni skömmu síðar . En þá birti Morg- unb laðið frásagnir sænskra nemenda í Vest- ur skólanum af þeirri tilsögn, sem þeir hefðu fengið í götubardögum, og spurði í hvaða bekk Þóroddur hefði verið .43 Þóroddur lést 1970 .44 Annar fyrrverandi nemandi í byltingarbúðum Kom interns, Steingrímur Aðalsteinsson, sem síðar getur hér nánar, sat á þingi fyrir Sósíal- istaflokkinn í ellefu ár, 1942–1953 . Hlýtur hann einnig á þingmannsárum sínum að teljast í forystusveit íslenskrar vinstrihreyfingar . Hallgrímur Hallgrímsson átti einna sögu- legastan feril námsmannanna í Moskvu . Eftir að hann sneri heim haustið 1932, stundaði hann um hríð verkamannavinnu í Reykjavík og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Samband ungra kommúnista . En í árslok 1937 hélt hann til Spánar til að taka þátt í borgarastríðinu þar . Vorið 1938 birtust nokkrar greinar eftir hann um stríðið í Þjóðviljanum . Þar lýsti hann því, hvernig hann stjórnaði ellefu manna herdeild . „Höfum að vopni nýja sterka riffla, handsprengjur og eina nýja, ágæta og létta vélbyssu, sem er okkar stolt og eftirlætisgoð .“45 Morgunblaðið hneykslaðist á hernaðarandanum, sem skini út úr orðum Hallgríms . „Fyrir nokkru var þessi maður í Rússlandi . Var hann þar í Rauða hernum eða eins konar herskóla . Kostaði Moskvustjórnin vist hans og kennslu þar .“ Blaðið bætti við: „Kunnugir menn telja, að miðstjórnin í Moskvu hafi valið þennan Hallgrím til þess að vera eins konar yfir-„generál“, þegar Moskvubyltingin á að hefjast hér á landi .“46 Einar Olgeirsson svaraði í Þjóðviljanum daginn eftir . Kvað hann kommúnista stolta af því að eiga í röðum sínum mann eins og Hallgrím, sem hætti lífi sínu í baráttu gegn fasismanum .47 Móðir Hallgríms, 43 „Eldhúsdagsræða Bjarna Benediktssonar,“ Mbl. 25 . mars 1948; „Í hvaða bekk var Þóroddur? Þeir fengu tilsögn í götubardögum,“ Mbl. 15 . apríl 1948 . 44 Alþingismannatal, Reykjavík 1996, bls . 441-2 . Einnig minningargreinar e . Einar Olgeirsson o . fl . í Þjv. 10 . október 1970 . 45 „„Við munum berjast þar til yfir lýkur“,“ Þjv. 14 . júní 1938 . 46 „Æskan og kommúnisminn,“ Mbl. 21 . júní 1938 (leiðari) . 47 „Morgunblaðið, frelsi og friður,“ Þjv. 22 . júní 1938 (leiðari) .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.