Þjóðmál - 01.12.2008, Blaðsíða 81

Þjóðmál - 01.12.2008, Blaðsíða 81
 Þjóðmál VETUR 2008 79 þykkti 8 . júní 1934 að veita honum stranga viðvörun . Hann fengi þriggja mánaða frest til að leiðrétta afstöðu sína, en að því liðnu yrði mál hans tekið til endanlegrar afgreiðslu . En aftur kom Stefáni illa, að leyniþjónusta Kremlverja hafði nánar gætur á öllum útlendingum . Hann bjó ásamt sænskum kommúnista, Tage Larsson, í heimavist við Gerzen-götu í Moskvu . Þeir höfðu dulnefni eins og aðrir nemendur Lenínskólans, og kallaðist Stefán Jón Helgason og Larsson Oman . Þeir herbergisnautar fengu sér stundum saman í staupinu . Eftir að þeir höfðu setið að sumbli langt fram á aðfaranótt 29 . júní, tilkynnti húsvörður það starfsmanna- deild Kominterns (sem starfaði í nánum tengsl- um við leyniþjónustuna og var í rauninni arm ur hennar inn í Komintern) . Larsson var kall aður til yfirheyrslu í starfsmannadeildinni 1 . júlí . Þá sagði hann, að Stefán hefði gerst opinskár við sig, þegar þeir sátu að sumbli . „Ég berst fyrir verkalýðshreyfinguna, og það er ekki endilega það sama og að berjast fyrir Komintern,“ hafði hann eftir Stefáni . „Komintern er að eyðileggja flokkinn,“ sagði Stefán honum . „Ég fer heim til að berjast opinskátt gegn Komintern .“ Þegar Larsson efaðist um, að hinum íslenska félaga sínum yrði leyft að fara heim, sagði Stefán, að til væru aðrar leiðir til að komast burt . Gaf hann í skyn, að hann gæti fengið aðstoð danska sendiráðsins . Maðurinn, sem yfir heyrði Larsson, skrifaði samdægurs Otto Kuusinen í framkvæmdanefnd Kominterns, skýrði frá niðurstöðum og sagði: „Ég bið yður um að gefa mér fyrirmæli yðar, hvað gera skuli við HELGASON . Ef til vill ætti að senda hann til framleiðslustarfa í Sovétríkjunum .“ Með orðunum „framleiðslustörfum“ var eflaust átt við nauðungarvinnu einhvers staðar í Síberíu .58 Samþykkt var þremur dögum seinna, 3 . júlí 1934, að reka Stefán úr kommúnistaflokknum (en raunar hafði hann áður verið rekinn úr honum heima á Íslandi) .59 Stefán sá sitt óvænna og gerði alvöru úr því, sem hann hafði gefið í skyn í spjallinu við Larsson, og leitaði til 58 Arnór Hannibalsson: Moskvulínan, bls . 133-9 . 59 „Stefán Pétursson [svo] rekinn úr kommúnistaflokknum,“ Abl. 5 . maí 1934 . danska sendiráðsins í Moskvu . Þar var honum sagt, að hann skyldi ekki sækja neinn farangur á heimavistina við Gerzen-götu, heldur flýta sér úr landi . Útbjó sendiráðið fyrir hann falsað vegabréf, og tókst honum að komast með það í höndunum til Finnlands og þaðan til Íslands . Hefur það eflaust bjargað lífi hans .60 Um haustið sótti Stefán ásamt Steini Steinarr um inngöngu í Jafnaðarmannafélag Íslands .61 Gerðist Stefán blaðamaður á Alþýðublaðinu og síðar ritstjóri þess . Hann var um skeið þjóðskjalavörður .62 Hvaða Íslendingar voru í Lenínskólanum um leið og Stefán? Hér hefur þegar einn verið nefndur, Kristján Júlíusson . Hann fæddist á Húsavík 1906 og var einn af stofnendum Kommúnistaflokks Íslands . Reit hann fundar- gerð stofnfundar flokksins . Hann fór í verka- mannasendinefnd til Ráðstjórnarríkjanna 1931 .63 Kristján var bátasmiður á Húsavík og nokkrum sinnum í framboði í Norður-Þing- eyjar sýslu fyrir Sósíalistaflokkinn . Hann fluttist síðar til Reykjavíkur, þar sem hann keypti gömul hús og gerði upp . Varð hann efnaður maður . Hann brá þó ekki stuðningi við Stalín og kostaði 1975 útgáfu ævisögu hans eftir J . T . Murphy, sem Sverrir Kristjánsson þýddi . Hann gaf Öryrkjabandalaginu og Blindrafélaginu nokkrar íbúðir . Líklega hefur Kristján verið í Lenínskólanum frá því snemma árs 1933 og fram á vorið 1934 . Hann lést 1988 .64 Einnig er sennilegt, að Skafti Einarsson hafi verið einhvern 60 Frásögn Péturs Thorsteinsson sendiherra eftir Aðalgeiri Kristjánssyni . Morgunblaðið greindi frá því í „Reykjavíkurbréfi“ 23 . september 1934, að danski sendiherrann í Moskvu hefði bjargað Stefáni úr landi . Sbr . einnig Kai Moltke: Stalins Gengangere, København 1970, bls . 20, þar sem segir frá flótta Stefáns, sem Moltke (sem þá var í Moskvu) vissi af . 61 „Komnir heim til föðurhúsanna,“ Rauði fáninn, 6 . árg . 12 . tbl . (október 1934), bls . 1 . 62 „Stefán Pétursson [svo],“ Verkamaðurinn 27 . október 1934 . Þar segir, að Stefán sé orðinn aðstoðarritstjóri Alþýðublaðsins . Aðalgeir Kristjánsson: „Stefán Pjetursson fv . þjóðskjalavörður,“ Mbl. 26 . apríl 1987; Benedikt Gröndal: „Stefán Pjetursson þjóðskjalavörður,“ Mbl. 22 . maí 1987 . 63 „Dagbók,“ Mbl. 9 . október 1931 [Mishermi] . 64 Haraldur Jóhannsson: „Kristján Júlíusson bátasmiður,“ Mbl. 15 . september 1988 . Í greininni segir, að Kristján hafi dvalið á annað ár í Ráðstjórnarríkjunum . Þar eð hann kom væntanlega heim vorið 1934, hefur hann því væntanlega farið utan í ársbyrjun 1933 .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.