Þjóðmál - 01.12.2008, Page 83
Þjóðmál VETUR 2008 81
við af honum . Líklega var hann einn helsti
trúnaðarmaður ráðstjórnarinnar á Íslandi eftir
síðari heimkomuna . Norski ofsavinstrimaður-
inn Arvid G . Hansen sagði um hann: „Han er
Komintern tror, og kanske lite grann mer .“73
Hansen átti eflaust við það, að Eggert sinnti
sérstökum verkefnum fyrir Komintern . Eggert
lést 1989 .74
Eiginkona Eggerts Þorbjarnarsonar, Guðrún
Rafnsdóttir, var með honum í Moskvu þetta
síðara tímabil hans mestallt . Hún fæddist 1910
og var systir Jóns Rafnssonar, sem var annar
helstu leiðtoga kommúnista í Vestmannaeyjum,
og Helgu, eiginkonu Ísleifs Högnasonar, hins
aðalforystumanns kommúnista í Eyjum . Ætla
má, að Guðrún hafi gengið í Lenínskólann . Hún
var kölluð Gógó heima á Íslandi, og í skýrslu
úr Lenínskólanum frá 8 . maí 1935 er talað um
Gogo . Íslensk kona gekk í skólann 1936, sem
bar dulnefnið Helga Björnsson, og er nærtækt
að ætla, að það hafi verið Guðrún . Eggert hafði
dulnefnið Gunnar Björnsson, og systir hennar
hét Helga . Lýsingar á nemandanum, sem gekk
undir dulnefninu Helga Björnsson, eiga líka vel
við hana . Í áðurnefndri skýrslu frá 2 . mars 1936
segir:75
Er verst undirbúin allra í hópnum . Er virk, en
verður að gera betur . Les allt námsefnið og er
allsjálfstæð . Hún þarf að læra að tengja betur efnið
við dægurmál lands síns . Þarf á hjálp að halda .
Kann tungumál ekki nógu vel . Fræðileg vinna er
erfið fyrir hana . Vinnur samt mikið . Þyrfti að vera
áræðnari í umræðum .
Guðrún mun einnig hafa unnið við sauma í
Moskvu . Hún var komin til Íslands nokkru á
undan manni sínum, því að hún sótti fund í
73 Sögn Eymundar Magnússonar, sem dvaldist í Moskvu
1935-1937, eftir Brynjólfi Bjarnasyni . Upplýsingar Ólafs
Gríms Björnssonar .
74 „Eggert Þorbjarnarson,“ greinar um hann sjötugan í Þjv.
26 .-27 . september 1981 eftir Ásgeir Blöndal Magnússon
og Ásgrím Albertsson; Ólafur Jensson og Erla Ísleifsdóttir:
„Eggert Halldór Þorbjarnarson,“ Mbl. 4 . október 1989;
minningargreinar um Eggert í Þjv. 4 . október 1989 e . Einar
Olgeirsson, Gunnar Jónsson, Ragnar Stefánsson og Harald
Jóhannsson .
75 Arnór Hannibalsson: Moskvulínan, bls . 117 . Komintern:
531 1 218, 6 .
Félagi ungra kommúnista í Reykjavík 12 . maí
1937 .76 Hún lést 2004 .
Steingrímur Aðalsteinsson var í Lenín skól-
anum í Moskvu 1934–1935 . Hann var þá
31 árs og hafði stundað verkamannavinnu í
Glerárþorpi og á Akureyri . Að vísu sagðist hann
sjálfur hafa verið í „félagsmálaskóla“ í borg-
inni, en við blasir, að það var aðeins sak leys-
is legt nafn á Lenínskólanum . „Á honum voru
allmargir frá Norðurlöndum, og var okk ur
aðallega kennt á þýsku . Okkur var síðan boð ð
í ferð um Ráðstjórnarríkin, og komst ég aust ur
fyrir Úralfjöll og suður á Krím .“77 Líklega hefur
Steingrímur gengið undir dulnefninu Fjell í
Moskvu . Um Fjell segir í skýrslu frá 1934:78
Reynir að draga ályktanir af reynslu og góðum
árangri rússneska kommúnistaflokksins fyrir
íslenska flokkinn í vandamálum landbúnaðar og
bænda, en lítur framhjá stéttaskiptingu bænda og
sjómanna á Íslandi, og auk þess neitar hann því
óbeint, að hún sé til . Með því gekk hann framhjá
mikilvægasta lærdómnum, sem draga má af starfi
okkar í sveitunum, að við verðum að styðjast við
öreiga- og hálföreigahópana í sveitunum og berjast
fyrir hagsmunum þeirra .
Steingrímur hefur líklegast farið austur vorið
1934, því að hann var ritstjóri Verkamannsins
á Akureyri til og með 24 . apríl 1934 . Eftir
það hvarf nafn hans úr blaðinu, en Þóroddur
Guðmundsson varð ritstjóri . Steingrímur
var kvæntur systur annars nemanda í Lenín-
skólanum, Elísabetar Eiríksdóttur . Hann
sat á þingi fyrir Sósíalistaflokkinn, sem fyrr
segir, í ellefu ár, 1942–1953 . Hann fluttist til
Reykjavíkur og gerðist leigubílstjóri, en hélt
fast við stalínisma sinn til æviloka og vildi ekki
ganga í Alþýðubandalagið, þegar það varð
stjórnmálaflokkur 1968 . Hann lést 1993 .79
Jóhannes Jósepsson var einnig í Lenín skól-
76 Lbs . án safnmerkis . Fundargjörðabók Félags ungra
kommúnista í Reykjavík .
77 Haraldur Jóhannsson: „Fjör kenni oss eldurinn, frosið
oss herði,“ Þá rauður loginn brann, bls . 154 .
78 Arnór Hannibalsson: Moskvulínan, bls . 118 . Komintern:
531 1 216 .
79 Alþingismannatal, Reykjavík 1996, bls . 394 . Sbr . ýmsar
minningargreinar um hann í Mbl. 28 . desember 1993 .