Þjóðmál - 01.12.2008, Qupperneq 83

Þjóðmál - 01.12.2008, Qupperneq 83
 Þjóðmál VETUR 2008 81 við af honum . Líklega var hann einn helsti trúnaðarmaður ráðstjórnarinnar á Íslandi eftir síðari heimkomuna . Norski ofsavinstrimaður- inn Arvid G . Hansen sagði um hann: „Han er Komintern tror, og kanske lite grann mer .“73 Hansen átti eflaust við það, að Eggert sinnti sérstökum verkefnum fyrir Komintern . Eggert lést 1989 .74 Eiginkona Eggerts Þorbjarnarsonar, Guðrún Rafnsdóttir, var með honum í Moskvu þetta síðara tímabil hans mestallt . Hún fæddist 1910 og var systir Jóns Rafnssonar, sem var annar helstu leiðtoga kommúnista í Vestmannaeyjum, og Helgu, eiginkonu Ísleifs Högnasonar, hins aðalforystumanns kommúnista í Eyjum . Ætla má, að Guðrún hafi gengið í Lenínskólann . Hún var kölluð Gógó heima á Íslandi, og í skýrslu úr Lenínskólanum frá 8 . maí 1935 er talað um Gogo . Íslensk kona gekk í skólann 1936, sem bar dulnefnið Helga Björnsson, og er nærtækt að ætla, að það hafi verið Guðrún . Eggert hafði dulnefnið Gunnar Björnsson, og systir hennar hét Helga . Lýsingar á nemandanum, sem gekk undir dulnefninu Helga Björnsson, eiga líka vel við hana . Í áðurnefndri skýrslu frá 2 . mars 1936 segir:75 Er verst undirbúin allra í hópnum . Er virk, en verður að gera betur . Les allt námsefnið og er allsjálfstæð . Hún þarf að læra að tengja betur efnið við dægurmál lands síns . Þarf á hjálp að halda . Kann tungumál ekki nógu vel . Fræðileg vinna er erfið fyrir hana . Vinnur samt mikið . Þyrfti að vera áræðnari í umræðum . Guðrún mun einnig hafa unnið við sauma í Moskvu . Hún var komin til Íslands nokkru á undan manni sínum, því að hún sótti fund í 73 Sögn Eymundar Magnússonar, sem dvaldist í Moskvu 1935-1937, eftir Brynjólfi Bjarnasyni . Upplýsingar Ólafs Gríms Björnssonar . 74 „Eggert Þorbjarnarson,“ greinar um hann sjötugan í Þjv. 26 .-27 . september 1981 eftir Ásgeir Blöndal Magnússon og Ásgrím Albertsson; Ólafur Jensson og Erla Ísleifsdóttir: „Eggert Halldór Þorbjarnarson,“ Mbl. 4 . október 1989; minningargreinar um Eggert í Þjv. 4 . október 1989 e . Einar Olgeirsson, Gunnar Jónsson, Ragnar Stefánsson og Harald Jóhannsson . 75 Arnór Hannibalsson: Moskvulínan, bls . 117 . Komintern: 531 1 218, 6 . Félagi ungra kommúnista í Reykjavík 12 . maí 1937 .76 Hún lést 2004 . Steingrímur Aðalsteinsson var í Lenín skól- anum í Moskvu 1934–1935 . Hann var þá 31 árs og hafði stundað verkamannavinnu í Glerárþorpi og á Akureyri . Að vísu sagðist hann sjálfur hafa verið í „félagsmálaskóla“ í borg- inni, en við blasir, að það var aðeins sak leys- is legt nafn á Lenínskólanum . „Á honum voru allmargir frá Norðurlöndum, og var okk ur aðallega kennt á þýsku . Okkur var síðan boð ð í ferð um Ráðstjórnarríkin, og komst ég aust ur fyrir Úralfjöll og suður á Krím .“77 Líklega hefur Steingrímur gengið undir dulnefninu Fjell í Moskvu . Um Fjell segir í skýrslu frá 1934:78 Reynir að draga ályktanir af reynslu og góðum árangri rússneska kommúnistaflokksins fyrir íslenska flokkinn í vandamálum landbúnaðar og bænda, en lítur framhjá stéttaskiptingu bænda og sjómanna á Íslandi, og auk þess neitar hann því óbeint, að hún sé til . Með því gekk hann framhjá mikilvægasta lærdómnum, sem draga má af starfi okkar í sveitunum, að við verðum að styðjast við öreiga- og hálföreigahópana í sveitunum og berjast fyrir hagsmunum þeirra . Steingrímur hefur líklegast farið austur vorið 1934, því að hann var ritstjóri Verkamannsins á Akureyri til og með 24 . apríl 1934 . Eftir það hvarf nafn hans úr blaðinu, en Þóroddur Guðmundsson varð ritstjóri . Steingrímur var kvæntur systur annars nemanda í Lenín- skólanum, Elísabetar Eiríksdóttur . Hann sat á þingi fyrir Sósíalistaflokkinn, sem fyrr segir, í ellefu ár, 1942–1953 . Hann fluttist til Reykjavíkur og gerðist leigubílstjóri, en hélt fast við stalínisma sinn til æviloka og vildi ekki ganga í Alþýðubandalagið, þegar það varð stjórnmálaflokkur 1968 . Hann lést 1993 .79 Jóhannes Jósepsson var einnig í Lenín skól- 76 Lbs . án safnmerkis . Fundargjörðabók Félags ungra kommúnista í Reykjavík . 77 Haraldur Jóhannsson: „Fjör kenni oss eldurinn, frosið oss herði,“ Þá rauður loginn brann, bls . 154 . 78 Arnór Hannibalsson: Moskvulínan, bls . 118 . Komintern: 531 1 216 . 79 Alþingismannatal, Reykjavík 1996, bls . 394 . Sbr . ýmsar minningargreinar um hann í Mbl. 28 . desember 1993 .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.