Þjóðmál - 01.12.2008, Page 84

Þjóðmál - 01.12.2008, Page 84
82 Þjóðmál VETUR 2008 anum í Moskvu 1934–1935 . Hann fæddist 1911 og tók gagnfræðapróf frá Mennta- skólanum á Akureyri 1931 . Hann var kominn til Reykjavíkur, væntanlega frá Moskvu, 13 . september 1935 .80 Jóhannes var formaður Fé- lags ungra kommúnista í Reykjavík 1937– 1938, en fluttist síðan til Akureyrar, þar sem hann stundaði ýmis störf, síðast sem skrifstofu- maður hjá Möl og sandi, en gegndi einnig verk- efnum fyrir sósíalista, þótt hann léti fara lítið fyrir sér . Hann lést 1995 .81 Tímabilið 1936–1938 Benjamín Eiríksson sagði frá Moskvudvöl sinni í minningabók, sem ég skrásetti eftir honum 1996 . Hafði Brynjólfur Bjarnason haft milligöngu um, að hann fengi námsvist í Moskvu, en Einar Olgeirsson verið því heldur mótfallinn, því að hann vildi, að Haukur Siegfried Björnsson færi austur . Benjamín fæddist í Hafnarfirði 1910 . Eftir stúdentspróf 1932 hóf hann nám í Berlín, en færði sig til Stokkhólms haustið 1933, eftir valdatöku þjóð ernis jafnaðarmanna, nasista, í Þýskalandi . Sum arið 1935 sigldi Benjamín frá Stokkhólmi til Helsinki og fór síðan landleiðina til Rúss- lands, en þangað kom hann 10 . júní 1935 . Benjamín settist þó ekki á skólabekk fyrr en um haustið, í framhaldsdeild Vesturskólans fyrir þýsku mælandi nemendur, enda talaði hann þýsku reiprennandi eftir dvöl sína í Þýskalandi . Í skólanum gekk hann undir dulnefninu Erik Torin . Fulltrúi leyniþjónustunnar þar í skóla var Letti að nafni Balint . „Já,“ sagði hann glaðlega, þegar Benjamín hitti hann fyrst og benti á Ísland á landabréfi . „Þarna á ég marga frábæra vini .“82 Benjamín kvaðst sannfærður um það, að Eggert Þorbjarnarson hefði lesið allan póst frá sér og til sín, þótt hann vissi engar sönnur á því . Í framhaldsdeild Vesturskólans 80 Lbs . án safnmerkis . Fundargjörðabók Félags ungra kommúnista í Reykjavík . 81 Hólmsteinn T . Hólmsteinsson: „Jóhannes Jósepsson,“ Mbl. 27 . október 1995 . 82 Hannes H . Gissurarson: Benjamín H. J. Eiríksson í stormum sinna tíða, Reykjavík 1996, bls . 131 . kynntist Benjamín í árslok 1935 þýskri stúlku, Veru Hertzsch, sem varð unnusta hans . Hún var sannfærður kommúnisti og hafði flust til Ráðstjórnarríkjanna 1927 og gifst þar manni af Gyðingaættum, er nefndist Abram Rozenblum . Þau voru skilin, þegar þau Vera og Benjamín hittust, en bjuggu á sama stað . Vesturskólanum var lokað haustið 1936, en Benjamín komst ekki frá Ráðstjórnarríkjunum fyrr en 5 . desember það ár . Þá var Vera þunguð að barni þeirra, en þeim fæddist dóttir í mars 1937, og hlaut hún nafnið Sólveig Erla . Eins og komið hefur fram, varð Halldór Kiljan Laxness vitni að handtöku Veru vorið 1938, líklega 13 . mars, þótt hann skýrði ekki frá því opinberlega fyrr en aldarfjórðungi síðar . Vera lést í fangabúðum í Kasakstan 1942, og er líklegt, að dóttir þeirra Benjamíns hafi látist fyrr af vosbúð .83 Benjamín tók þátt í starfi Sósíalistaflokksins, en gekk úr honum með Héðni Valdimarssyni og fleiri mönnum 1939 . Hann stundaði eftir það framhaldsnám í hagfræði í Bandaríkjunum, lauk doktorsprófi frá Harvard-háskóla og gerðist ráðunautur ríkisstjórnar Íslands og bankastjóri Framkvæmdabankans . Hann lést 2000 . Hjalti Árnason var í Lenínskólanum 1935– 1936 samkvæmt upplýsingum Hendriks Siemsens Ottóssonar í minningargrein um hann . Hjalti fæddist 1903 og var frá Höfða- hólum í Húnaþingi . Hann sat í miðstjórn kommúnistaflokksins, að minnsta kosti frá 1932,84 en ekki eru upplýsingar um það, hverjir sátu í miðstjórn flokksins 1935–1937, þótt líklegt sé, að hann hafi verið í þeim hópi . Hjalti hefur því væntanlega verið „félagi Johnson“, sem heimildir eru til um úr skjalasafni Kominterns, en ákveðið var að senda þann mann til Íslands sumarið 1936 til að gefa íslenska flokknum línuna . Einnig má ætla, að þetta sé sami maður og gekk undir dulnefninu „Jon Jonsson“ í 83 Hannes H . Gissurarson: Kiljan, Reykjavík 2004, bls . 237-40 . 84 Lbs . 5228 4to, a-b . Komintern: 495 177 20, 82-86 . Brynjólfur Bjarnason/Komintern, Rvík 3 . desember 1932 . Þar er talin upp miðstjórn flokksins . Í minningargrein um Hjalta í Þjv. 5 . júlí 1961 sagðist Guðjón Bene diktsson einnig hafa setið með honum í miðstjórn kommún ista- flokksins .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.