Þjóðmál - 01.12.2008, Síða 86
84 Þjóðmál VETUR 2008
ínskólamanns, Steingríms Aðalsteinssonar, og
ein dreginn kommúnisti . Hún var til dæmis 1939
í minni hluta flokksstjórnar Sósíal ista flokks ins,
sem vildi (ásamt Brynjólfi Bjarna syni, Einari
Olgeirssyni, Gunnari Benedikts syni, Halldóri
Kiljan Laxness, Þóroddi Guð mundssyni, Jóni
Rafnssyni og Pétri Laxdal) reka Benjamín
H . J . Eiríksson eftir skrif hans um eðli seinni
heimsstyrjaldarinnar í nóvember það ár .94 Hún
var formaður Einingar til 1959, en lést 1971 .
Ásgeir Blöndal Magnússon var í Lenín-
skól an um 1937–1938 . Einnig má tímasetja
Moskvu dvöl hans . Á fundi Félags ungra
komm únista í Reykjavík 26 . febrúar 1937
þurfti að kjósa nýjan formann í stað hans,
því að hann væri farinn „til útlanda“ . Hann
var hins vegar kom nn á fund í félaginu og
flutti erindi um Bjarma landsdvöl sína 6 . apríl
1938 .95 Ásgeir sagði hvergi neitt opinberlega
um Moskvudvöl sína, svo að ég viti, en hann
hefði eflaust haft frá mörgu að greina, því
að hreinsanir Stalíns stóðu þá sem hæst,
og bar margt til tíðinda . Fyrstu mánuðina,
sem Ásgeir var í Moskvu, bjuggu þar tveir
aðrir Íslendingar, Eggert Þorbjarnarson,
sem hélt heim haustið 1937, og Eymundur
Magnússon prentmyndasmiður, sem hafði
verið þar frá 1935, en hann sneri til Íslands
í október 1937 .96 Eymundur þekkti mjög vel
barnsmóður Benjamíns Eiríkssonar, Veru
Hertzsch, sem hvarf í mars 1938 . Heldur hefur
verið tómlegt í Lenínskólanum veturinn,
sem Ásgeir var þar, því að það var síðasta
starfsár skólans, 1937–1938, en langflestir
karlkyns nemendur voru sendir vorið 1937
til Spánar til að berjast í borgarastríðinu
þar . Ásgeir fæddist 1909 og var rekinn
úr Menntaskólanum á Akureyri fyrir
stjórnmálastarfsemi á síðasta námsári sínu
þar haustið 1930 . Hann lauk stúdentsprófi
tólf árum síðar og eftir það cand . mag . prófi
í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands og
94 „Átta „sanntrúaðir“? í miðstjórn kommúnista,“ Mbl. 21 .
nóvember 1939 .
95 Lbs . án safnmarks . Fundargjörðabók Félags ungra
kommúnista í Reykjavík .
96 Upplýsingar Ólafs Gríms Björnssonar, sem fékk að sjá
vegabréf Eymundar .
gerðist starfsmaður Orðabókar Háskólans og
síðar ritstjóri hennar . Hann lést 1987 .97
Samkvæmt upplýsingum Þórs Whiteheads
stunduðu þrír aðrir Íslendingar, raunar allir
Siglfirðingar, nám í skólum Kominterns
í Moskvu á fjórða áratug, þótt ekki sé
nákvæmlega vitað, hvenær það var: Aðalbjörn
Pétursson, Ásgrímur Albertsson og Angantýr
Guðmundsson .98 Líklega er Moskvunám
Aðalbjarnar Péturssonar eitthvað málum
blandið . Hann fór vissulega í tveggja mánaða
ferð um Ráðstjórnarríkin sumarið 1930 og
skrifaði um það bókina Rússland í dag . En engar
heimildir eru til um, að hann hafi dvalist lengur
þar eystra, en nægar um, að hann lét að sér kveða
á Akureyri og Siglufirði á fjórða áratug, að því er
virðist óslitið . Hann sagði síðan sjálfur í viðtali
við Þjóðviljann á fertugsafmæli sínu 1942, að
hann hefði aðeins farið til Ráðstjórnarríkjanna
í þetta eina skipti .99 Heimildarmenn Þórs
Whiteheads hafa vitað, að Aðalbjörn var um
skeið í Rússlandi, og líklega dregið þá ályktun,
að hann hafi verið þar í skóla eins og svo margir
aðrir kommúnistar . Nokkur vafi leikur einnig
á því, hvort Ásgrímur Albertsson hafi verið í
skóla í Moskvu . Hann sagði ættingjum sínum,
að hann hefði verið á verkalýðsskóla í Svíþjóð
1938 . Það gæti auðvitað verið skóli í Moskvu,
en sá hængur er á, að skólar Kominterns fyrir
útlenda byltingarmenn voru lokaðir 1938, eftir
hinar miklu hreinsanir Stalíns . Hugsanlegt er,
að heimildarmenn Þórs Whiteheads hafi vitað,
að Ásgrímur var um skeið erlendis í einhvers
konar verkalýðsskóla, og dregið þá ályktun, að
hann hafi verið í Moskvu eins og svo margir
aðrir félagar þeirra . Ekki verður þó að sinni
úr þessu skorið . Hvað sem því líður, fæddist
Ásgrímur Albertsson á Búðarnesi í Súðavík við
Álftafjörð 1914 . Hann fluttist til Siglufjarðar
97 Æviskrár MA-stúdenta, 1 . b ., Reykjavík 1988, bls . 358-
9 . Sjá einnig minningargreinar um Ásgeir í Þjv. 5 . ágúst
1987 e . Jakob Benediktsson, Jón Aðalstein Jónsson, Árna
Böðvarsson, Harald Jóhannsson, Gunnlaug Ingólfsson og
Mörð Árnason .
98 Þór Whitehead: Kommúnistahreyfingin á Íslandi, bls . 55 .
99 „Aðalbjörn Pétursson fertugur,“ Þjv. 28 . ágúst 1942
(viðtal) . Sjá minningargreinar í Þjv. 20 . janúar 1955 eftir
Brynjólf Bjarnason o . fl .