Þjóðmál - 01.12.2008, Qupperneq 88

Þjóðmál - 01.12.2008, Qupperneq 88
86 Þjóðmál VETUR 2008 óeirðum, uppþotum og götubardögum, stjórna útifundum og hleypa þeim upp . Áhersla var lögð á að uppræta með nemendum alla sjálfstæða hugsun og innræta þeim skilyrðislausa hlýðni við Komintern . Gera átti úr þeim samvirka heild . Verkleg kennsla var í götubardögum og skæruhernaði tvisvar í viku, en vikulega var æfð skotfimi með skammbyssum, vélbyssum og fótgönguliðsbyssum .108 Einn kennari skól- ans, finnski kommúnistinn Tuure Lehén, sem gekk undir dulnefninu Alfred Langer og var kvæntur Herttu Kuusinen (dóttur Otto V . Kuusinen), hafði tekið saman handbók, Veginn til sigurs, um byltingarstarfsemi . Þar voru kaflar um skemmdarverk, skæruhernað og vopnaðar uppreisnir . Mælti Lehén með að efna til verkfalla fyrir valdatöku kommúnista í því skyni að mynda öngþveiti, velja tíma, sem kæmi andstæðingunum að óvörum, og leggja fyrst undir sig þau svæði, þar sem kommúnistar væru sterkastir, og uppræta þar alla andstöðu, en víkka síðan smám saman út yfirráðasvæðið . Varaði Lehén sérstaklega við allri linkind . Þessi handbók var strangleynileg, og er talið, að aðeins hafi tvö eintök komist út fyrir veggi Lenínskólans . Sænskur kommúnisti, sem hefur væntanlega setið í Norðurlandaskor Lenínskólans ásamt Íslendingum, sagði frá þjálfun nemenda í byltingarstarfsemi .109 Finnar voru hins vegar í sérstakri skor, og má ætla, að þeir hafi fengið enn rækilegri þjálfun í hernaði . Furðu sætir, að Jón Ólafsson skuli ekki hirða um þessar heimildir, sem birtust þó hér á Íslandi . Raunar kemur þetta allt líka fram í verkum manna, sem Jón vitnar sjálfur í, til 108 „Í hvaða bekk var Þóroddur? Þeir fengu tilsögn í götubardögum,“ Mbl. 15 . apríl 1948, en heimild blaðsins var sænskur nemandi í skólanum, sem sagði Göteborgs Handels & Sjöfartstidning frá reynslu sinni . 109 „Kennslubók í ofbeldi,“ Mbl. 15 . desember 1949, en heimild blaðsins var Herbert Tingsten, ritstjóri Dagens Nyheter, sem hafði eitt eintak handbókarinnar í vörslu sinni; „Meðal annarra orða . . . Kommúnistabókin: Mannúð er vítaverð,“ Mbl. 16 . desember 1949 (frásögn af bók Lehéns) . „Íslenskir kommúnistar hafa sótt njósnaskólann í Moskvu,“ Mbl. 13 . desember 1958, en heimild blaðsins var nýútkomin bók eftir Arvo Tuominen, Kremls klockor (Stockholm 1957) . Sbr . um Lehén „My Love is like a Red, Red Rose,“ Time 8 . nóvember 1948; „Humanität ist gefährlich,“ Spiegel 11 . maí 1950 . dæmis Woodfords McClellans .110 Hér skal nefnt annað dæmi um tilhneigingu Jóns Ólafsson ar til að reyna að gera þessar þjálfunarbúðir að meinlausum fræðslustofnunum . Í Nýrri sögu rekur Jón í stuttu máli feril tveggja félaga úr Vesturskólanum, þeirra Þórodds Guð munds- sonar og Eyjólfs Árnasonar: Þóroddur og Eyjólfur voru báðir til dauða dags traustir félagar í kommúnistaflokknum og þeim flokkum, sem tóku við af honum . Flokksstarf þeirra, eftir að Moskvuvist lauk, var í raun til mikillar fyrirmyndar og í fullu samræmi við það, sem skólarnir ætluðust til af útskrifuðum nemendum sínum: Þeir áttu að verða kjarninn í flokkunum, undirstaðan, sem hægt væri að reiða sig á . Einkennilegt er, að Jón getur þess hvergi, að fyrrverandi eða tilvonandi nemendur í leyni- skólunum tveimur í Moskvu gengu hvað eftir annað hart fram í hörðum átökum á Íslandi . Jafet Ottósson og Hjalti Árnason hlutu dóma fyrir þátttöku sína í óeirðunum við Gúttó 7 . júlí og 9 . nóvember (Gúttóslagnum) 1932 . Jens Figved hlaut dóm fyrir aðild að óeirðunum 7 . júlí og Stefán Pjetursson fyrir þátt töku í Gúttóslagnum .111 Einn nemandinn, Hall grímur Hallgrímsson, skrifaði ekki aðeins greinar um hermál í málgögn kommúnista og sósíalista, heldur tók beinlínis þátt í spænska borg ara stríðinu og skrifaði um það bók . Fjórir fyrrverandi byltingarskólamenn, Eggert Þorbjarnarson, Hallgrímur Hallgrímsson, Haraldur Bjarnason og Helgi Guðlaugsson, voru síðan handteknir í dreifibréfsmálinu í janúar 1941, þegar reynt var að fá breska her- menn til að óhlýðnast yfirmönnum sínum, en í stríði er slík iðja litin mjög alvarlegum augum, eins og nærri má geta .112 Segir þetta ekki sína sögu? 110 W . McClellan: „Africans and Black Americans in the Comintern Schools,“ The International Journal of African Historical Studies, Vol . 26, No . 2 (1993), bls . 376 . Sbr . einnig Joni Krekola: Stalinismin lyhyt kurssi, en útdráttur hennar á ensku e . höfundinn birtist í Communist History Network Newsletter, No . 20 (haustið 2006) . 111 Hrd. 1935, Nr . 153/1934, bls . 358-415 . „Hæstaréttardómur í uppþotsmálum kommúnista frá 7 . júlí og 9 . nóv . 1932,“ Mbl. 22 . júní 1935 . 112 „Dreifibréfsmálið dæmt í Hæstarétti,“ Mbl. 18 . mars 1941 .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.