Þjóðmál - 01.12.2008, Síða 91

Þjóðmál - 01.12.2008, Síða 91
 Þjóðmál VETUR 2008 89 Frá því er sagt, að frá 1995 hafi 16 . nóvemb- er, fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar verið helgaður íslenskri tungu . Þann dag hafa verðlaun Jónasar Hallgrímssonar verið veitt við hátíðlega athöfn og frá upphafi hefur Íslandsbanki, síðar Glitnir, kostað verðlaunin . Guðmundur lætur þetta fara í taugarnar á sér með þessum orðum, „þótt ýmsir hafi furðað sig á því að upphæðin, sem nemur einni milljón króna og er óverulegur hluti af kostnaðinum [af dagskránni], skuli ekki koma úr opinberum sjóðum .“ Segir hann „ýmsum“ hafa ofboðið við úthlutun verðlaunanna til Njarðar P . Njarðvíks 2006 vegna myndar á forsíðu Morgunblaðsins daginn eftir af Nirði, menntamálaráðherra og stjórnarformanni Glitnis með risastóra ávísun . Frásögninni lýkur með þessum orðum: „Miðað við vægi móðurmálsverðlaunanna og samfélagslegt inn tak þeirra virðist ástæðulaust að þau þurfi að kosta með sníkjum frá einkafyrirtæki .“ Að draga þetta eitt fram um dag íslenskrar tungu en láta hjá líða að nefna gildi hans fyrir þjóðlega samkennd ber merki um fljótaskrift á lokametrum bókarinnar . Guðmundur ætti að heimsækja skóla þennan dag eða kynnast hinu frábæra framtaki, Stóru upplestrarkeppninni, sem tengd hefur verið deginum . Hann mundi örugglega fyllast þjóðlegri og menningarlegri samkennd á slíkri stundu . Fráleitt er að líkja samstarfi við einkafyrir- tæki í þágu menningar, íþrótta, mennta og vís- inda við „sníkjur .“ Hitt er rétt hjá Guðmundi, að samstarfið og framkvæmd þess á að taka mið af eðli hvers verkefnis . Þegar rætt er um íslenska tungu og viðskiptalífið má nefna, að Mjólkursamsalan hefur áunnið sér hrós margra fyrir ræktarsemi við tunguna, þótt ekki sé þar um neina góðgerðarstarfsemi að ræða . Þjóðleg, hægfara, hægrisinnuð stefna er boð- skap ur Guðmundar Magnússonar og hann saknar ver aldar, sem var . Hann telur, að þjóðin hafi farið mikils á mis með því að jöfn uður minnkaði – jöfn- uði upp á við eru þó gerð skýr skil í bók hans, hitt eru allir sammála um núna, að sumir fóru allt of langt og margir þeirra eru nú að sleikja sárin . Á sínum tíma var gagnrýnt, að fjórtán fjöl- skyldur hefðu of mikil ítök í fjármála- og at- vinnu lífi . Bók Guðmundar, Nýja Ísland, snýst einkum um tíma, þegar þrjár fjölskyld ur höfðu ekki aðeins undirtökin í viðskipt alífi nu heldur eignuðust einnig alla fjölmiðla og forseti Íslands var í skjallbandalagi með þeim fyrir utan að beita í fyrsta sinn synjunarvaldi sínu til að bregða fæti fyrir lög frá alþingi um dreift eignarhald á fjölmiðlum . Nýja Ísland bregður öðru ljósi á samtím- ann en við höfum almennt fengið að kynnast í fjölmiðlum undanfarin ár . Fram hjá þeirri lýsingu verður ekki gengið, þegar leitast verður við að dýpka myndina og skerpa línur hennar . Dögun vetnisaldar? Þorsteinn Ingi Sigfússon: Dögun vetnisaldar – rót- eindin tamin, Baldur Arnarson þýddi, Hið ís lenska bókmenntafélag, Reykjavík 2008, 337 bls . Eftir Jakob Björnsson Þetta er allmikil bók, 337 bls . að frátöldum ýmiss konar skrám . Hún var samin á ensku af höfundi en þýdd á íslensku af Baldri Arnarsyni í samráði við höfund . Enska textann má nálgast á alþjóðlegri vefsíðu bókarinnar, www . tamingoftheheproton .com . Auk inngangsorða og ímyndaðs sendibréfs frá 2048 skiptist bókin í fimm hluta sem bera heitin Litið yfir sviðið, Vetnið tamið, Innviðir vetn is- samfélagsins, Umhverfis jörðina í átján stökk um og Ferðalok . Í fyrsta hlutanum, Litið yfir sviðið, er fjallað um endanlega (tæmanlega) orkugjafa, þ .e . elds neyti úr jörðu, ummyndun orku þeirra í orku form sem maðurinn notar og þá losun gróður húsa- loft tegunda sem þeirri ummyndun fylgir, um kjarnorku og nýtingu hennar og um endur nýjan- lega orkugjafa af margvíslegu tagi og um mynd un þeirra, bæði nú og hugsanlega í fram tíðinni . Í öðrum hlutanum, Vetnið tamið, er fjallað um frumefnið vetni og eiginleika þess, hvernig það er unnið, hvernig það er geymt og hvernig það er hagnýtt . Þar er m .a . lýst margvíslegum gerðum efnarafala (fuel cells) . Athygli vekur að þar er lítið fjallað um brennslu vetnis í gashverflum sem knýja rafala; aðferð sem nú þegar er tiltæk meðan efnarafalar eru enn í þróun og það hefur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.