Þjóðmál - 01.12.2008, Side 95

Þjóðmál - 01.12.2008, Side 95
 Þjóðmál VETUR 2008 93 ekki væri ljóst hvort Dorrit væri í raun skilin við Neil Zarach . Í lok júlí barst forsetanum bréf frá Davíð Oddssyni þar sem fram kom að sýslumaður „hafi gert mistök að verða við óskum forsetans um framkvæmd hjónavígslu“ . Krafðist hann þess að úr „öllum ágöllum“ yrði bætt án tafar, „enda er þetta mál allt hið vandræðalegasta og óheppilegt hvernig til þess var stofnað“ . Í bókinni segir að forsetinn hafi hringt í Davíð vegna bréfsins og féll málið niður í framhaldinu . Guðjón Friðriksson álítur bréfið aðför að Ólafi Ragnari og heiðri forsetafrúarinnar . Þess ber þó að geta að Davíð var jafnframt hagstofuráðherra og við hjónavígsluna voru ekki lögð fram tilskilin gögn svo sem lög og reglur kveða á um . Þáttur Davíðs í þessari bók minnir á söguna af Loka Laufeyjarsyni sem líkaði stórilla þegar Baldur hinn góða sakaði ekki og lokkaði mann blindan, rétt eins og lafði Justitiu, til þess að bana honum . Í bókinni er vitanlega fjallað um synjun fjölmiðlalaganna og örstutt símtal Ólafs og Davíðs . Ástæðu þess að símtalið var svo stutt segir Ólafur hafa verið þögn Davíðs, hann hafi verið svo gáttaður að hann kom ekki upp orði . Aðdragandanum að þessari umdeildu ákvörðun Ólafs er lýst nokkuð nákvæmlega í bókinni . Fjölmiðlalögin komu inn í Bessastaðastofu ásamt nokkrum öðrum lögum sem þurfti að skrifa undir . Ólafur hafi skrifað undir allt, nema fjölmiðlalögin . „Eftir að ég var búinn að fá frum varpið í hendur settist ég við það að semja yfirlýsingu . Ég lá töluvert yfir henni þó ég væri tiltölulega fljótur að skrifa hana og á öll handritin að henni . Ég skrifaði hana algerlega einn en lét svo Stefán L . Stefánsson forsetaritara og Örnólf Thorsson skrifstofustjóra fara yfir hana . Þá fyrst áttuðu þeir sig á því hvað ég ætlaði að gera .“ Ólafur segir síðan að klukkutíma áður en hann tilkynnti þjóðinni ákvörðun sína á blaðamannafundi hafi hann hringt í Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson . „Samtalið við Davíð var eins og hann sagði sjálfur opinberlega 20 sekúndur . Og af hverju var það? Það var af því að þegar ég sagði honum að ég hefði tekið ákvörðun um að staðfesta ekki lögin, þá var bara þögn á hinum endanum . Hann hafði verið svo sannfærður um að ég skrifaði undir að hann kom ekki upp orði,“ segir Ólafur í bókinni . Í bloggfærslu frá því í ágúst í ár segir Össur Skarp héðinsson iðnaðarráðherra í tilefni af embættis töku forsetans á þessu ári: „Styrkurinn sem Ólafur Ragnar Grímsson forseti sýndi þegar hann synjaði hinum illræmdu fjölmiðlalögum staðfesti ngar er í senn hátindurinn á ferli hans, og sá atburður sem skagar upp úr sögu forseta- embættisins . Minni einstaklingar hefðu látið lætin og hótanir heimastjórnarinnar buga sig . Í því dæmi reyndist forsetaembættið hemill á valdníðslu stjórnmálamanna – einskonar neyðarhemill sem kom í veg fyrir að forysta þáverandi ríkisstjórnar æki útaf með lýðræðið í fanginu .“ Ekki eru allir sammála hinum litríka Össuri um þetta . Sumir spyrja hvort ástæðan fyrir því að allir stærstu fjölmiðlarnir þögðu á meðan allt fór á versta veg í samfélaginu, sé sú að þeir hafi verið að sinna hagsmunagæslu fyrir eigendur sína . Kannski þarf engan að undra að auðmenn kaupi alla fjölmiðla – þannig fá þeir vald til þess að stýra fréttaflæðinu . Sumir telja þann sem stöðvaði fjölmiðlalögin hafa mikið á samviskunni – manninn sem segist stundum fara sér of geyst, guðföðurinn sem tók heimsreisuna með útrásarvíkingunum sem settu þjóðina á hausinn . Síðar í bókinni er Davíð Oddsson, sem þá var orðinn utanríkisráðherra, sagður hafa lagt blátt bann við því að utanríkisráðuneytið kæmi á nokkurn hátt að opinberri heimsókn forsetans til Kína árið 2005 og kallað heimsóknina „vitleysingaheimsóknina“ og fleiri uppnefnum . Samskipti Ólafs og Davíðs voru þá orðin afar slæm; það sem hafði verið fyrst frost og síðan þíða var nú orðið að sífrera . Einnig er getið um andstöðu Davíðs við framferði Baugs og Kaupþings í útrásinni og tíundað að Davíð hafi tekið innistæðu sína út úr Kaupþingi til þess að mótmæla ríflegum kaupréttarsamningum bankastjóranna . Vitnað er í Sigurð Einarsson, fyrrverandi forstjóra Kaup þings, sem segir: „Við fengum alltaf góðar viðtökur í fagráðuneytunum þó að for- sætisráðherrann tuddaðist á okkur eins og naut í flagi .“ Vonandi hefur Sigurður Einarsson þó fyrirgefið Sjálfstæðisflokknum þegar hann fékk sjálfan Geir Haarde með sér í „ímyndarherferð“ Kaupþings á Norðurlöndum síðastliðið vor . Líkt og flestum er kunnugt hefur Ólafur lagt sitt lóð á vogarskálarnar við að greiða íslenskum

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.