Þjóðmál - 01.12.2008, Qupperneq 95

Þjóðmál - 01.12.2008, Qupperneq 95
 Þjóðmál VETUR 2008 93 ekki væri ljóst hvort Dorrit væri í raun skilin við Neil Zarach . Í lok júlí barst forsetanum bréf frá Davíð Oddssyni þar sem fram kom að sýslumaður „hafi gert mistök að verða við óskum forsetans um framkvæmd hjónavígslu“ . Krafðist hann þess að úr „öllum ágöllum“ yrði bætt án tafar, „enda er þetta mál allt hið vandræðalegasta og óheppilegt hvernig til þess var stofnað“ . Í bókinni segir að forsetinn hafi hringt í Davíð vegna bréfsins og féll málið niður í framhaldinu . Guðjón Friðriksson álítur bréfið aðför að Ólafi Ragnari og heiðri forsetafrúarinnar . Þess ber þó að geta að Davíð var jafnframt hagstofuráðherra og við hjónavígsluna voru ekki lögð fram tilskilin gögn svo sem lög og reglur kveða á um . Þáttur Davíðs í þessari bók minnir á söguna af Loka Laufeyjarsyni sem líkaði stórilla þegar Baldur hinn góða sakaði ekki og lokkaði mann blindan, rétt eins og lafði Justitiu, til þess að bana honum . Í bókinni er vitanlega fjallað um synjun fjölmiðlalaganna og örstutt símtal Ólafs og Davíðs . Ástæðu þess að símtalið var svo stutt segir Ólafur hafa verið þögn Davíðs, hann hafi verið svo gáttaður að hann kom ekki upp orði . Aðdragandanum að þessari umdeildu ákvörðun Ólafs er lýst nokkuð nákvæmlega í bókinni . Fjölmiðlalögin komu inn í Bessastaðastofu ásamt nokkrum öðrum lögum sem þurfti að skrifa undir . Ólafur hafi skrifað undir allt, nema fjölmiðlalögin . „Eftir að ég var búinn að fá frum varpið í hendur settist ég við það að semja yfirlýsingu . Ég lá töluvert yfir henni þó ég væri tiltölulega fljótur að skrifa hana og á öll handritin að henni . Ég skrifaði hana algerlega einn en lét svo Stefán L . Stefánsson forsetaritara og Örnólf Thorsson skrifstofustjóra fara yfir hana . Þá fyrst áttuðu þeir sig á því hvað ég ætlaði að gera .“ Ólafur segir síðan að klukkutíma áður en hann tilkynnti þjóðinni ákvörðun sína á blaðamannafundi hafi hann hringt í Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson . „Samtalið við Davíð var eins og hann sagði sjálfur opinberlega 20 sekúndur . Og af hverju var það? Það var af því að þegar ég sagði honum að ég hefði tekið ákvörðun um að staðfesta ekki lögin, þá var bara þögn á hinum endanum . Hann hafði verið svo sannfærður um að ég skrifaði undir að hann kom ekki upp orði,“ segir Ólafur í bókinni . Í bloggfærslu frá því í ágúst í ár segir Össur Skarp héðinsson iðnaðarráðherra í tilefni af embættis töku forsetans á þessu ári: „Styrkurinn sem Ólafur Ragnar Grímsson forseti sýndi þegar hann synjaði hinum illræmdu fjölmiðlalögum staðfesti ngar er í senn hátindurinn á ferli hans, og sá atburður sem skagar upp úr sögu forseta- embættisins . Minni einstaklingar hefðu látið lætin og hótanir heimastjórnarinnar buga sig . Í því dæmi reyndist forsetaembættið hemill á valdníðslu stjórnmálamanna – einskonar neyðarhemill sem kom í veg fyrir að forysta þáverandi ríkisstjórnar æki útaf með lýðræðið í fanginu .“ Ekki eru allir sammála hinum litríka Össuri um þetta . Sumir spyrja hvort ástæðan fyrir því að allir stærstu fjölmiðlarnir þögðu á meðan allt fór á versta veg í samfélaginu, sé sú að þeir hafi verið að sinna hagsmunagæslu fyrir eigendur sína . Kannski þarf engan að undra að auðmenn kaupi alla fjölmiðla – þannig fá þeir vald til þess að stýra fréttaflæðinu . Sumir telja þann sem stöðvaði fjölmiðlalögin hafa mikið á samviskunni – manninn sem segist stundum fara sér of geyst, guðföðurinn sem tók heimsreisuna með útrásarvíkingunum sem settu þjóðina á hausinn . Síðar í bókinni er Davíð Oddsson, sem þá var orðinn utanríkisráðherra, sagður hafa lagt blátt bann við því að utanríkisráðuneytið kæmi á nokkurn hátt að opinberri heimsókn forsetans til Kína árið 2005 og kallað heimsóknina „vitleysingaheimsóknina“ og fleiri uppnefnum . Samskipti Ólafs og Davíðs voru þá orðin afar slæm; það sem hafði verið fyrst frost og síðan þíða var nú orðið að sífrera . Einnig er getið um andstöðu Davíðs við framferði Baugs og Kaupþings í útrásinni og tíundað að Davíð hafi tekið innistæðu sína út úr Kaupþingi til þess að mótmæla ríflegum kaupréttarsamningum bankastjóranna . Vitnað er í Sigurð Einarsson, fyrrverandi forstjóra Kaup þings, sem segir: „Við fengum alltaf góðar viðtökur í fagráðuneytunum þó að for- sætisráðherrann tuddaðist á okkur eins og naut í flagi .“ Vonandi hefur Sigurður Einarsson þó fyrirgefið Sjálfstæðisflokknum þegar hann fékk sjálfan Geir Haarde með sér í „ímyndarherferð“ Kaupþings á Norðurlöndum síðastliðið vor . Líkt og flestum er kunnugt hefur Ólafur lagt sitt lóð á vogarskálarnar við að greiða íslenskum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.