Þjóðmál - 01.12.2008, Side 97

Þjóðmál - 01.12.2008, Side 97
 Þjóðmál VETUR 2008 95 „guðfaðir“ útrásarinnar, auk þess sem haft er eftir Ingva Hrafni Jónssyni að litið sé á Ólaf sem „the great white god“ í Asíu . Þá vantar eiginlega ekkert nema að verða tekinn í dýrlinga tölu . Tengsl Ólafs og Sigurðar Einarssonar útrásarfursta voru mjög mikil og Ólafur mætti við opnun Kaupþings í Lúxemborg, fyrsta bankans í eigu Íslendinga á erlendri grund . Í ávarpi við vígsluhátíðina sagði Ólafur Ragnar að opnun bankans sýndi, „að Íslendingar ætluðu að nýta til fulls þau tækifæri sem breytt fjármála- kerfi heimsins byði upp á“ . Þar reyndist hann sannspár, segir í bókinni . Hvergi er þó sagt að þessi „tækifæri“ hafi verið misnotuð fremur en nýtt . Sigurður Einarsson þakkaði líka Ólafi Ragnari sérstaklega fyrir þátt hans í því að kaupin á Singer & Friedlander gengu í gegn, en þeir Sigurður, Bjarni Ármannsson og Hreiðar Már Sigurðsson bankastjóri Kaupþings voru tíðir gestir á Bessastöðum, eða eins og Ingvi Hrafn Jónsson orðaði það á bloggi sínu í febrúar 2007: „Verður hins vegar að segja í sanngirni að er kemur að stuðningi hans við íslensku útrásina á hann sinn ekki líkan . Sannkölluð eftirlætis plakatafyrirsæta stjórnarformanna og banka- stjóra, sem fyrirvaralítið geta boðið viðskiptafé- lög um í kaffi og með því á Bessastöðum .“ Ekki má gleyma Landsbankaþætti útrásarinn- ar (hver gæti svo sem gleymt honum), en í útrásarkaflanum eru nokkrar afar kvíðvæn leg ar upplýsingar, í ljósi þess að „við hin“ eigum að endurgreiða Bretum, Hollendingum og Þjóð- verjum það sem tapast vegna innlánsreikn inga IceSave; semsé að Askar Capital hafi opnað útibú á Indlandi og Landsbankinn útibú í Winnipeg í Kanada . Og hver skyldi nú hafa verið viðstaddur opnun þess útibús? Jafnvel Björg ólfs feðgar hljóta að viðurkenna að Ólafur hafi bætt margfald lega fyrir hörð orð í þeirra garð árið 1985 . „Við hin“, þessi sem munum borga, getum ekkert annað en kviðið því að Kanadamenn og Indverjar komi nú senn að krefjast af okkur glataðs sparifjár síns . Í Kastljósviðtali við Ólaf Ragnar í október sl ., sem er það eina sem heyrst hefur frá sam- ein ingartákni þjóðarinnar síðan hrunið varð, virtist forsetinn allur af vilja gerður að tala kjark í þjóðina við erfiðar aðstæður, en átti afar erfitt með að tala sig frá heimshornaflakki sínu fyrir víkingana sem gerðu landið að einum stórum vogunarsjóði . Enginn vafi er á því að Ólafur Ragnar fylgdi útrásinni alla leið í glötun . Því er líklegt að hans verði fremur minnst fyrir að vera sameiningartákn útrásarinnar glötuðu en sameiningartákn þjóðarinnar . Saga af forseta er saga af manni sem gleymdi rótum sínum og uppruna, pólitískt og persónu- lega . Útrásin var svo nátengd forsetanum og ferðalögum hans með útrásarvíkingunum, svo mjög blindaðist hann af velgengni hennar, að skipbrot hennar hlýtur um leið að verða persónulegt áfall hans og álitshnekkir . Sekir uns sakleysi sannast Stefán Gunnar Sveinsson: Afdrif Hafskips í boði hins opinbera, JPV útgáfa, Reykjavík 2008, 229 bls . Eftir Gústaf Níelsson Ungur sagnfræðingur, Stefán Gunnar Sveinsson, hefur kvatt sér hljóðs svo um munar . Viðfangsefnið er ekki af léttasta taginu – upphafið að endalokum Hafskips, þar sem tókust á bæði pólitískir hagsmunir og hagsmunir viðskiptalegs eðlis . Fjölmargir komu að þessari atburðarás þótt hlutverkin væru misstór . Má þar nefna starfsmenn fyrirtækisins, viðskiptabanka þess, opinbera rannsóknaraðila, stjórnmálamenn og fjölmiðla, en þar lék Helgarpósturinn sálugi stærsta hlutverkið . Svo mögnuð var öll atburðarásin að engir sem komu nálægt henni sluppu ólaskaðir, nema pólitísku hýenurnar, sem runnu slefandi í blóðslóðina . Stefán Gunnar rekur málið samviskusamlega allt frá því að Helgarpósturinn ýtti því úr vör sumarið 1985 og þar til gjaldþrotaskiptum félagsins lauk átta árum síðar . Þótt málið sé nærri okkur í tíma, tekst höfundi ágætlega að rekja þræði þess, sem einhverju skipta og setja í auðskiljanlegt samhengi . Hann hefði þó mátt kanna betur hvort mikil brögð hefðu verið að því seint á árinu 1985 og í upphafi næsta árs að Hafskip væri að missa viðskipti og traust vegna neikvæðrar fjölmiðlaumræðu . Sagt er frá því

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.