Þjóðmál - 01.12.2008, Page 98
96 Þjóðmál VETUR 2008
(bls .57) að tóbaksflutningar hafi verið stöðvaðir
með félaginu í nóvember 1985 . Slík ákvörðun
hefur tæpast átt sér nokkrar viðskiptalegar
forsendur, en Eimskip svo gott sem einokaði alla
flutninga á áfengi og tóbaki til landsins fram á
árið 1987, og það á uppsprengdu verði .
Það var aldrei neinum blöðum um það að
fletta að Hafskip sigldi krappan sjó fjárhagslega
og ekki verður sagt að stjórnendur félagsins hafi
ekki reynt að bjarga því, ýmist með sameiningu
við önnur félög í sjóflutningum eða rýmri
lánafyrirgreiðslu hjá Útvegsbankanum, sem var
viðskiptabanki félagsins . Allt kom fyrir ekki . En
hér var feitt á stykkinu fyrir pólitísku hýenurnar,
en þefvísastar í þeim hópi voru þeir Ólafur Ragnar
Grímsson, þá varaþingmaður, flokksbróðir hans
Svavar Gestsson og Jón Baldvin Hannibalsson,
allir stjórnarandstæðingar . Kostuleg er upprifjun
höfundar á ákefð Ólafs Ragnars að koma
Guðmundi J . Guðmundssyni í frí, svo hann
gæti tekið sæti hans á þingi og slegið pólitískar
keilur . Fúkyrðaflaumurinn gekk greiðlega um
varir Ólafs Ragnars í þingsölum, eftir að tekist
hafði að flæma Jakann burt . Var honum mjög
hugleikið „einstætt lúxuslíf hérlendis og erlendis“
á Hafskipsmönnum og engu líkara en nokkurs
öfundartóns gætti . Allt svona tal tilheyrir nú
fortíðinni hjá þessum ágæta manni .
Fleiri stjórnmálamenn en Jakinn fengu bágt
fyrir atburðarásina . Albert Guðmundsson,
sem verið hafði stjórnarformaður Hafskips
og um tíma sömuleiðis formaður bankaráðs
Útvegsbankans, var fjármálaráðherra frá maí
1983 til október 1985 . Þá tók við af honum
Þorsteinn Pálsson, sem orðinn var formaður
Sjálfstæðisflokksins, en erfiðlega hafði gengið
að finna fyrir hann ráðherrastól, sem frægt
varð, en Albert flutti sig í iðnaðarráðuneytið .
Í nóvember 1986 sagði Helgarpósturinn
frá því að Hafskip hefði greitt afslátt vegna
farmgjalda á víntegundum, sem Heildverslun
Alberts Guðmundssonar hafði umboð fyrir,
til heildverslunarinnar, en ekki til ÁTVR, sem
greitt hefði farmgjöldin . Fyrirkomulag af þessu
tagi hafði lengi verið við lýði . Þegar líður að
vori 1987 birtir Helgarpósturinn upplýsingar um
tvær greiðslur frá Hafskip árið 1984 og 1985,
sem Albert, þáverandi fjármálaráðherra, hafði
fengið og ekki talið fram til skatts . Öllum mátti
vera ljóst að Albert var grandalaus í þessu máli,
en formaður Sjálfstæðisflokksins fann nályktina
af honum, svældi hann úr embætti og kórónaði
svo vitleysuna með yfirlýsingu um það að
Albert gæti ekki orðið ráðherra aftur á vegum
Sjálfstæðisflokksins . Albert brást hart við og
stofnaði Borgaraflokkinn og fékk sjö þingmenn í
kosningunum um vorið, en Sjálfstæðisflokkurinn
hlaut sína verstu útreið fyrr og síðar, aðeins 18
þingmenn og um 27% atkvæða . Eftir þetta
efuðust margir sjálfstæðismenn um dómgreind
formannsins .
Höfundur rekur skilmerkilega opinberu rann-
sóknina sem fram fór og störf skiptaráðenda,
lögreglu, saksóknara og dómstóla og ekki síður
störf rannsóknarnefndar þingsins . Lögregla og
dómstólar höfðu, þegar hér var komið sögu,
ekki dregið fullnægjandi lærdóma af öfga full-
um gæsluvarðhaldsúrskurðum í umtöluðum
sakamálum áratug áður, og nú fengu Haf-
skips menn að finna til tevatnsins með langri
einangrunarvist, langt umfram þarfir rannsókn-
arinnar . Það má kannski virða lögreglu og
dóm stólum til vorkunnar, að þeir sáu ekki í
gegnum markaðshagsmuni fjölmiðla og flaum-
ósa stjórnmálamenn . En kannski stendur uppúr
rannsókninni að nú vita menn hvað orða-
leppurinn „góð reikningsskilavenja“ merkir .
Í Hafskipsmálum var hátt reitt til höggs, en
niðurstaðan reyndist hálfgert vindhögg . Það er
ekki vansalaust af ákæruvaldi og lögreglu, svo
ekki sé nú talað um stjórnmálamenn, að láta
fjölmiðla draga sig á asnaeyrum útí hyldýpi, eins
og greinilega var gert í þessu máli .
Stefán Gunnar hefur skrifað góða og vandaða
bók um mikið átakamál í Íslandssögunni .
Honum tekst vel að varpa ljósi á allar hliðar
þessa alræmda máls og hlut hvers og eins í
því . Aðkoma málsaðilanna sjálfra að útgáfu
bókarinnar rýrir á engan hátt sagnfræðilegt gildi
hennar, heldur þvert á móti, enda hefur það
óefað gert sérstaka myndaritstjórn mögulega og
góðan prófarkalestur . Þótt höfundur felli ekki
dóma, gefur framsetning hans, efnistök og stíll
lesandanum góð færi til að draga eigin ályktanir
og niðurstöður . En örlögin hafa einhvern veginn
hagað því svo til að bókin hefur horfið í skuggann
af bankahruni og efnahagsörðugleikum og er
það skaði .