Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Side 8

Þjóðmál - 01.06.2009, Side 8
6 Þjóðmál SUmAR 2009 Af vettvangi stjórnmálanna _____________ björn bjarnason ESb-krógi ríkisstjórnarinnar og Sjálfstæðisflokkurinn Íalþingiskosningunum 25 . apríl 2009 lauk valdaskeiði Sjálfstæðisflokksins, sem hófst með myndun fyrsta ráðuneytis Davíðs Oddssonar 30 . apríl 1991 . Þessi 18 ár urðu viðburðarík í sögu þjóðar- innar . Hagvöxtur og velmegun varð meiri en áður hafði þekkst . áherslur við efnahagsstjórn og í atvinnumálum breyttust . Með aðild að samevrópskum markaði fyrir frjálsa fjármagnsflutninga og síðan með einkavæðingu ríkisbanka varð fjármálastarf- semi þungamiðja hins mikla vaxtarskeiðs . Þegar litið er til baka eftir hrun íslenska fjármálakerfisins á fyrstu dögum hinnar alþjóðlegu banka- og fjármálakreppu, blasir við, að við stjórn íslenskra banka og fjármálastofnana sáust menn ekki fyrir . Af stjórnmálaflokkum var skuldinni vegna hrunsins á Íslandi skellt þyngst á Sjálf- stæð is flokkinn . Hér var á þessum stað í vorhefti Þjóðmála rakinn aðdragandi þess, að ríkisstjórn Geirs H . Haarde sprakk og til varð 1 . febrúar 2009 minnihlutastjórn Samfylkingar og vinstri-grænna með stuðningi Framsóknarflokksins . Minnihlutastjórnin varð aðgerðalítil á þingi, þar var einkum deilt um stjórnlaga- breytingar og hafði Sjálfstæðisflokkurinn betur í þeim slag . Þá var ríkisstjórninni sérstakt kappsmál að koma Davíð Oddssyni úr embætti seðlabankastjóra og var það gert með lagabreytingu en norskur maður settur til bráðabirgða í staðinn . Sætti það gagnrýni og var talið á svig við stjórnarskrá lýðveldisins, þar sem mælt er fyrir um, að embættismenn skuli vera íslenskir ríkisborgarar . Í aðdraganda kosninganna, um sömu helgi í lok mars, skiptu Sjálfstæðisflokkur og Samfylking um formenn . bæði Geir H . Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir drógu sig í hlé vegna veikinda . Rúmum tveimur vikum fyrir kosningar urðu miklar umræður um stóra fjárstyrki umdeildra fyrirtækja til stjórnmálaflokka undir lok árs 2006, það er í þann mund sem ný lög um fjárstuðning til stjórnmálaflokkanna voru að taka gildi, lög, sem banna slíkar styrkveitingar . Varð þetta mál Sjálfstæðisflokknum mjög erfitt og ekki til að auka traust til hans meðal kjósenda .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.