Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Qupperneq 9

Þjóðmál - 01.06.2009, Qupperneq 9
 Þjóðmál SUmAR 2009 7 Evrópumál settu svip sinn á kosn- ingabaráttuna og tóku nýja stefnu við myndun ríkisstjórnar jóhönnu Sigurðardóttur, Samfylkingu, og Steingríms j . Sigfússonar, vinstri-grænum, sem settist að völdum sunnudaginn 10 . maí 2009 . I . Hinn 19 . maí 2009 ákvað ríkisstjórnin að senda tillögu til þingsályktunar um aðildarviðræður Íslands við Evrópu- sam bandið (ESb) til þingflokka sinna . Sama dag sagði jóhanna Sigurðar dóttir, for sæt is ráðherra, í samtali við mbl.is, að ríkisstjórn in stefndi að því að senda umsókn um ESb-aðildarviðræður til brussel í júlí 2009 . Að kvöldi 18 . maí var rætt á alþingi um stefnu hinnar nýju ríkisstjórnar . Steingrímur j . Sigfússon var meðal ræðumanna og sagði: Þessi stjórnarmyndun var vissulega ekki án fórna og málamiðlana af okkar hálfu og yfir það reynum við ekkert að breiða, t .d . þegar kemur að þeirri niðurstöðu stjórnar samstarfsins að setja Evrópumálin í hendur Alþingis, en um leið er þar tryggður þing ræðis legur og lýðræðislegur farvegur fyrir þetta afdrifaríka mál . Þau varnaðarorð ein vil ég að öðru leyti segja í þessum efnum að við Íslend ingar skulum varast það að eyða öllum okkar kröftum og öllum okkar tíma í þetta mál . Við skulum ekki trúa á það sem einhverja einfalda, sársaukalausa lausn á öllum okkar vanda . Vandi Íslendinga verður aðeins leystur á Íslandi, verkefnið er hér heima . Það er hér sem við þurfum að takast á við hlutina, við þurfum að vinna verkin sjálf, það mun enginn gera það fyrir okkur og það mun enginn gefa okkur neitt . Þannig leitaðist Steingrímur j . við að afsaka kúvendingu sína í Evrópumálum við myndun ríkisstjórnarinnar . Hann gat af sér ESb-krógann með jóhönnu í stjórnarmyndunarviðræðum þeirra, en talar síðan eins og aðrir eigi að bera ábyrgð á lífi hans og uppeldi, það eigi „bara“ að láta hann í hendur á alþingismönnum og síðan þjóðinni allri – forsjárábyrgð vinstri-grænna sé í raun engin . jóhanna Sigurðardóttir lét engan, sem hlustaði á þingumræðurnar 18 . maí efast um, að hún hefði vald yfir ESb- króganum og mundi koma honum til manns með aðstoð annarra, ef faðirinn vildi ekki kannast við hann, þegar á reyndi . jóhanna talaði um aðild að ESb sem eitt allsherjarbjargráð, þegar hugað væri að markmiðum ríkisstjórnarinnar . Hún sagði: Sæki Íslendingar um aðild að Evrópu- sambandinu og hefji formlegar aðildarviðræð- ur skapast traustari forsendur fyrir stöðugra gengi íslensku krónunnar og lækkun vaxta- stigs . Þannig mundu jákvæð áhrif koma fram strax þegar ósk um aðildarviðræður lægi fyrir og búast má við að þau jákvæðu áhrif fari vaxandi eftir því sem umsóknarferlið gengur lengra . Aðildarumsóknin ein og sér er því hluti af lausn á þeim bráðavanda sem við glímum við um leið og hún leggur grunninn að traustri framtíð og er leiðarljós stöðugleika inn í framtíðina . á því þarf atvinnulífið nú að halda og slík umsókn mun jafnframt endurvekja traust alþjóðasamfélagsins og erlendra fjárfesta á Íslandi . Spyrja má: Getur forsætisráðherra talað á þennan veg, viti hún, að fjármálaráðherra í stjórn hennar sé því ósammála? jóhanna veit, að Steingrímur j . mun „að sjálfsögðu“, svo að vitnað sé til hans eigin orða, styðja tillögu utanríkisráðherra um aðildar við- ræður . Að öðrum kosti væri ríkisstjórnin ófær um að veita þjóðinni forystu . Vinstri-grænir leika einfaldlega tveimur skjöldum í ESb-aðildarmálinu . birtist það í þessum sömu umræðum um stefnu ríkisstjórnarinnar . Guðfríður lilja Grétarsdóttir, formaður þingflokks vinstri- grænna, sagði ESb-aðild ekki „bjarga“ Íslandi og talaði til jóhönnu í ræðu sinni:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.