Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Síða 11

Þjóðmál - 01.06.2009, Síða 11
 Þjóðmál SUmAR 2009 9 þjóðarinnar, áður en til aðildar kæmi . Í tillögu ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir, að niðurstaða aðildarviðræðna verði borin undir þjóðina og áskilur ríkisstjórnin sér rétt til að verða með niðurstöðunni eða á móti, en ætlunin er að „fagleg“ nefnd leiði málið til lykta í viðræðum við ESb . Sjálfstæðismenn væntu þess almennt eftir landsfund sinn, að flokksmenn myndu fylkja sér um stefnuna, sem þar var samþykkt . á fundinum gerðist ekkert, sem benti til annars en menn með ólíkar skoðanir á ESb-aðild væru sáttir við niðurstöðu hans . Því miður hélst þessi sátt ekki fram að kosningum, þar sem óþolinmóðir aðildarsinnar grófu undan samþykkt landsfundarins og þar með stefnu flokksins með auglýsingaherferð og undirskriftasöfnun síðustu daga fyrir kosningar undir kjörorðinu sammala .is, það er sammála um að sækja um aðild að ESb . Í texta skjalsins sagði: Við erum sammála um að hagsmunum ís- l ensku þjóðarinnar verði best borgið innan ESb og með upptöku evru . Þess vegna viljum við að þegar verði sótt um aðild að ESb og gengið frá aðildarsamningi þar sem heildar hags munir þjóðarinnar eru hafðir að leiðarljósi . um þetta erum við sammála þrátt fyrir að vera hópur fólks með margar og ólíkar skoðanir um flest annað . Við erum sammála hvert á eigin forsendum og höfum fyrir því okkar eigin ástæður og rök . Við erum sammála um að aðildarsamning á að bera undir þjóðina til samþykktar eða synjunar í þjóðaratkvæðagreiðslu . Þá munum við, eins og aðrir Íslendingar, gera endanlega upp hug okkar um hvort við erum enn sömu skoðunar og fyrr og greiða atkvæði í samræmi við það . Við erum sammála um að ríkisstjórnin sem tekur við völdum að loknum kosn ing- um 25 . apríl eigi að hafa það eitt af sínum forgangsverkefnum að skilgreina samn ings- markmið og sækja um aðild að ESb . Eins og af þessum orðum sést ganga þau gegn niðurstöðu landsfundar Sjálfstæðis- flokks ins . Er raunar undarlegt, þegar litið er til þeirra sjálfstæðismanna, sem gengu fram fyrir skjöldu í auglýsingaherferð undir merkjum sammala .is, að þeir skyldu ekki láta reyna á málstað sinn í atkvæða greiðslu á landsfundi flokksins . III . Hið litla fylgi Sjálfstæðisflokksins í kosn-ingunum 25 . apríl, þegar hann hlaut aðeins 23,7% fylgi (36,6% 2007) og 16 þingmenn (25 þingmenn 2007) má rekja til reiði kjósenda vegna bankahrunsins, að flokknum misheppnaðist kynning á Evrópu stefnu sinni í kosningabaráttunni og til hremminganna vegna risastyrkjamálsins . Sjálfstæðisflokkurinn lenti milli tveggja elda í ESb-málum í kosningabaráttunni og rættist spáin um, að málið gæti orðið flokknum skeinuhætt . Þetta réð þó ekki mestu um fylgistap flokksins . Þar skipti meiru, hve lengi hann hafði setið í ríkisstjórn og hve hart var að honum vegið vegna bankahrunsins, án þess að flokknum tækist að skapa sér svigrúm með því að leiða fram þá hlið málsins, að þar réð hvorki stjórnmálastefna Sjálfstæðisflokksins né annarra flokka úrslitum, heldur aðstæður hvers ríkis innan hins alþjóðlega fjármálakerfis . Sé unnt að benda á einhverja eina ákvörðun á íslenskum stjórnmála vettvangi, sem ráðið hafi mestu um, að aðstæður sköpuðust til ofur-fjármálaumsvifa hér, er það aðildin að evrópska efnahagssvæðinu fyrir 15 árum . Þar með er ekki sagt, að ákvörðunin hafi verið röng . Hún lagði hins vegar grunn hinna risavöxnu en veik byggðu peningaturna, sem hrundu yfir þjóðina í fjármálakrísunni eftir fall lehman-banka í bandaríkjunum 15 . september 2008 .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.