Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Qupperneq 15

Þjóðmál - 01.06.2009, Qupperneq 15
 Þjóðmál SUmAR 2009 13 gotinu braut offorsliðið stjórnarskrána og ég heyrði einn af stjórnmálafræðingum Samfylkingarinnar, sem Háskólinn skaffar frétta mönnum á færibandi og alltaf eru svo fyrir sjáanlegir í umsögnum sínum, segjast vonast til að enginn færi nú að hengja sig í formsatriði eins og stjórnarskrána til að gera lítið úr þessari snilld . Og það mega fjöl- miðlarnir eiga að þeir tóku þessum tilmæl- um fljótt og vel . Útrásarvíkingarnir, sem settu Ísland á hliðina, áttu sameiginlega eina ósk . Hún var sú að koma Davíð Oddssyni úr Seðla- bank anum . Þessa ósk flýtti vinstri stjórnin sér að uppfylla, væntanlega í þakklætis skyni við víkingana fyrir vel unnin störf í þjóðar þágu . Og fyrst þetta forgangs mál ríkisstjórnarinn- ar og útrásarvíkinga er farsællega í höfn eru síðustu dagar þingsins notaðir til að ræða um nektarsýningar á skemmti stöðum . Auðvitað á ég að vera þakk látur fyrir það að ríkisstjórnin hafi ekki sameinað þessi tvö mikilvægustu mál sín, því að þá hefði hún getað falið mér, þar sem ég er nú án vinnu, að sjá framvegis um þær nektarsýn ingar sem fram þurfa að fara á Íslandi . Við höfum, kæru vinir og félagar, síðustu 12–14 vikurnar verið á viðkvæmasta stað á vaðinu sem við verðum að fikra okkur eftir í þeim ógnarstraumi sem við þurfum að fara í gegnum . Við þær aðstæður hefur öllu skipt að misstíga sig ekki . Og það var einmitt á því augnabliki sem íslenska fjármálaeftirlitið var sprengt í loft upp af því að viðskiptaráðherra Samfylkingarinnar fór á taugum eina svefn- lausa nóttina – og hefur verið forstjóra- laust í þessari mikilvægu stofnun síðan á allra óheppi legasta tíma í síðari tíma sögu . Þá var allur fyrsti mánuður þessarar verk- lausu minni hlutastjórnar notaður til aðfarar að sjálf stæði seðlabanka landsins og flokks- syst kini ráðherranna í noregi beðin að senda hingað með hraði einn úr sínum röðum og þá helst mann sem þau mættu missa . Og svo spásseraði jens Stoltenberg um íslenska seðla- bankann eins og hann ætti hann og er það ein ósmekklegasta uppákoma af hálfu erlends fyrirmanns sem sést hefur hér á landi . Það er ekkert við manninn sem settur var í seðlabankann að sakast þótt hann sé ókunn- ugur öllu sem hér hefur verið að gerast . Það var þó ekki traustvekjandi þegar hinn erlendi bankastjóri íslenska seðlabankans var á fyrsta blaðamannafundi sínum spurð- ur hvenær við hann hefði verið rætt að taka að sér starfið, að þá sagðist hann ekki muna það . Þetta var sérkennilegt og mjög alvarlegt svar . Annaðhvort hefur maðurinn alzheimer á mjög alvarlegu stigi eða hann sagði blygðunarlaust ósatt þegar hann fékk fyrsta tækifæri til að tala við Íslendinga . Við skulum hans vegna vona að þetta sé alzheimerinn, því þá gleymir hann vonandi fljótt þessari undarlegu óláns-uppákomu sem verklausa minnihlutastjórnin setti hann í . Það hefur hins vegar nýlega komið fram í viðtali að maðurinn virðist upplýstur um að alvarlegir annmarkar kunni að vera á ráðningu hans til starfans . Ekki aðeins gagnvart almennt settum lögum á Íslandi heldur sjálfri stjórnarskránni . En gagnvart henni verða menn að sýna enn meiri gætni í stjórnsýslunni en endranær . Skömmu eftir að þessum ókunna norska Verkamannaflokksmanni hafði verið hol- að niður í íslenska seðlabankann fór Straum- ur banki á hausinn . Ég þekki mjög vel til málefna Straums og tel að ekki sé útilokað að svona illa hafi farið vegna vanþekkingar og eðlilegrar taugaveiklunar aðkomumannsins í bankanum, auk þess sem fjármálaeftirlitið var og er enn höfuðlaus her eftir stórkostleg embættisafglöp fyrrverandi viðskiptaráð herra Samfylkingarinnar . Ef þessar áhyggjur reyn- ast réttar gæti íslenska ríkið orðið skaðabóta- skylt gagnvart fjölmörgum aðilum þar sem úrslitaákvarðanir um stórkostlega hagsmuni þeirra voru teknar af aðila sem alls ekki var
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.