Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Page 35

Þjóðmál - 01.06.2009, Page 35
 Þjóðmál SUmAR 2009 33 bregðist við með uppsögnum starfsfólks með minnkandi heimildum, sölu eigna eða samdrætti í fjárfestingu . Að sjálfsögðu myndu fyrirtækin bregðast við með einhverjum slíkum hætti . • Þá er ekki gert ráð fyrir að fyrirtækin leigi til sín fyrndar aflaheimildir aftur enda á að nýta hluta þeirra til nýliðun- ar, til byggðatengdra verkefna o .s .frv . Auð vitað næðu þau samt einhverjum af heim ildunum aftur en framlegð við veið arnar væru minni sem næmi leigu til ríkisins • Við mat á áhrifum fyrningarleiðar á greinina er ekki gert ráð fyrir ofan- greindum atriðum sem vega að sjálf- sögðu í báðar áttir en erfitt er að segja hve mikið . • Greinin í heild er hins vegar augljós­ lega verr sett þar sem ríkið hefur tekið til sín hluta framlegðarinnar með leigu til fyrirtækjanna . leiga aflaheimilda frá einu fyrirtæki til annars hefur hins vegar engin áhrif á greinina í heild . Þorskígildi eða þorskígildiskíló Í umræðu um sjávarútveg hefur ekki mikið farið fyrir tölulegum staðreyndum . Mikið er rætt um kvótaleigu og þá jafnan talað um leigu á hverju kílói af þorski og sú fjárhæð yfirfærð á öll þorskígildi . Óhætt er að segja að fátt sé meira villandi en að tala annars vegar um þorskkíló og hins vegar um þorskígildi . En hver er munurinn? Allir vita hvað þorskkíló er mikið og það er líka þekkt að leiguverð á þorski í aflamarkskerfinu hefur verið 100–250 krónur á undan förnum árum . Eitt kíló af ufsa hefur á árunum 2001–2007 sveiflast frá því að vera 0,36 þorskígildi upp í 0,48 þorskígildi . leiguverð ufsa hefur á sama tíma verið frá 5 krónum á kíló upp í 30 krónur á kíló . leiguverð á þorskígildi í ufsa hefur því verið frá 2 krónum upp í 12 krónur á þorskígildi . Af þessu dæmi er augljóst að peningalegt þorsk- ígildi er langt frá því að vera sambærilegt við það þorskígildi sem Fiskistofa leggur til grundvallar í útreikningum sínum . En hvernig er þá þorskígildi Fiskistofu fundið? jú, þorskígildastuðull Fiskistofu er reiknað- ur út frá meðalverði fisks á fiskmörkuð um árið á undan . Þorskígildastuðlar Fiski stofu hafa því ekkert með afkomu greinar innar á hvert þorskígildi að gera! Og nú geri ég ráð fyrir að þú, lesandi góð- ur, sért hvað af hverju að tapa þræðinum og lái þér hver sem vill . Vísasti vegur til að ná átt um er að líta á hinn harða heim veru- leik ans, þ .e .a .s . þær krónur sem fisk veið ar og fisk vinnsla afla og skila og leggja þær til grund vallar hinu margumrædda þorsk- ígildi . tafla 1 (sjá efst á bls . 34) sýnir nokkrar kennitölur þeirra sjávar út vegs fyrirtækja sem eru grundvöllur grein ing arinnar . á árunum 2001–2005 voru fyrirtækin 13–15 og höfðu yfir að ráða 50–55% allra aflaheimilda við landið, eins og kom fram hér á undan . árin 2006 og 2007 var úr- takið 40 fyrirtæki og aflahlutdeild þeirra um 80% . Í töflu 1 (efst á bls . 34) má sjá að tekjur á hvert þorsk ígildi hafa farið lækkandi frá árinu 2001 . Hvernig skyldi standa á því? jú, á því ári féll íslenska krónan og var mjög veik mestan part þess árs . Gengisvísitalan fór yfir 150 og þótti ýmsum nóg um á þeim tíma . Gengi krónunnar styrktist jafnt og þétt en féll síðan aftur árið 2006 . Af þessari töflu er því augljóst að gengi krónu er áhrifamesti einstaki þáttur tekna á hvert þorskígildi . Afkoma greinarinnar endurspeglast í veltu fé frá rekstri á hvert þorskígildi . En hvað er veltufé frá rekstri? Veltufé frá rekstri eru þær krónur á hvert þorskígildi sem eftir standa þegar allur kostnaður hefur verið dreginn frá, þar með taldir greiddir vextir af lánum . Gengisbreytingar krónu hafa

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.