Þjóðmál - 01.06.2009, Page 39
Þjóðmál SUmAR 2009 37
Hlynur jónsson
Frjálshyggjumenn og
Sjálfstæðisflokkurinn
Það er þekkt staðreynd að Sjálfstæðis-flokkurinn er sá flokkur sem staðsettur
er lengst til hægri í íslenskum stjórnmálum .
Af öllum flokkum horfir hann mest til
þess að einstaklingurinn njóti frelsis og að
frels is regla sé ríkjandi í atvinnulífinu . Þess
vegna hafa frjálshyggjumenn oftar en ekki
kosið flokkinn – það hefur enginn annar
kostur verið betri . Þetta þýðir þó ekki að
Sjálf stæðis flokkurinn sé frjálshyggjuflokkur .
Það er hann engan veginn og gera flestir
hugsandi menn sér grein fyrir því . Þetta sést
best með því að skoða nokkur mál sem flokk-
urinn hefur staðið fyrir síðustu fjögur ár:1
• Stjórnmálaflokkar voru settir á fram
færi ríkisins í árslok 2006 .
• Tekjuskattur einstaklinga var hækkað ur
úr 34,72% í 35,72% í byrjun árs 2007 .
• Reykingabann á veitinga og skemmti
stöðum var sett árið 2006 .
• Tekjuskattur var hækkaður aftur um
síð ustu áramót úr 35,72% í 37,20% .
• Gjaldeyrishöft voru lögð á Íslendinga
haustið 2008 .
• Hundruðum milljóna var sólundað í
1 Heimild: andríki .is
framboð til öryggisráðs Sameinuðu þjóð-
anna .
• Ríkisútgjöld jukust frá árinu 2006 til
2008 um 120 þúsund milljónir króna .
• Skattgreiðendur voru gerðir ábyrgir
fyrir milljarðaskuldum sem óreiðumenn
stofn uðu til við rekstur banka og fjár-
málafyrirtækja .
Þegar litið er á þessi atriði er ljóst að hér
er enginn frjálshyggjuflokkur á ferðinni .
En hvers vegna kjósa frjálshyggjumenn þá
Sjálfstæðisflokkinn? jú, eins og áður sagði
er flokkurinn vænsti kosturinn af þeim sem
bjóðast . Það er vond tilhugsun að þurfa að
sætta sig við að vinstri menn stjórni landinu
til ófarnaðar í góðmennskubrjálæði sínu .
tilhugsun sem þó er orðin að veruleika eftir
síðustu alþingiskosningar .
Þetta veit Sjálfstæðisflokkurinn . Hann
veit að hann er með atkvæði frjálshyggju-
manna í vasanum . Hann gengur að þeim
vísum og gerir þess vegna lítið sem ekkert
til þess að koma til móts við hugsjónir
þeirra . Staðreyndin er nefnilega sú að stefna
flokksins byggist ekki á hugsjónum . Hún
byggist á því hvernig hala má inn sem flest
atkvæði án þess þó að fara á of áberandi hátt