Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Qupperneq 42

Þjóðmál - 01.06.2009, Qupperneq 42
40 Þjóðmál SUmAR 2009 forsetinn væri enn að íhuga málsókn gegn bretum vegna setningar hryðjuverkalaga gegn íslensku bönkunum . Þar á Ólafur að hafa sagt að bretar hafi með aðgerðum sínum hagað sér eins og bullur . Skömmu síðar barst leiðrétting frá Örnólfi Thorssyni forsetaritara, sem sagði misskilning hafa orðið til þess að fullyrt hefði verið að Ólafur íhugaði málsókn á hendur bretum . Örnólfur sagði Ólaf hafa sagt að hugleiðingar væru enn um málsókn á hendur bretum af hálfu íslenskra aðila, en ekki að forsetinn hugleiddi persónulega að höfða mál á hendur þeim! Ó . nú skil ég . borgum ekkert! Hinn 10 . febrúar í ár sagðist Ólafur Ragnar í viðtali við blaðið Financial Times Deutschland hafna því að þýskum sparifjáreigendum yrði bætt tap, sem þeir urðu fyrir vegna innlagna á Edge-reikninga Kaupþings í Þýskalandi og virtist vera að rugla saman Edge-reikningum Kaupþings og IceSave-reikningum landsbankans . Fyrir - sögnin var „Ísland hafnar þýskum spari fjár eig- endum“ og í fréttinni sagði Ólaf ur Ragnar: „Þjóðverjar verða að skilja að fólkið á Íslandi hefur tapað öllu .“ Fréttin vakti strax mikla athygli í Þýskalandi og tóku alþjóðleg ar fréttastofur hana upp . Fréttin hélt áfram: ,,Í ljósi þessa taps verði ekki lagt á íslenska skatt greiðendur að standa einnig skil á tapi þýskra sparifjáreigenda . Það væri „óréttlátt“ að búast við því að Ísland bæri „allan þunga“ fjár málakreppunnar . „Ég er hissa á kröfum vina okkar í útlöndum,“ sagði forsetinn og bætti við að alþjóðlega fjármálakreppan væri ekki bara mál Ís lendinga . „Evrópska banka- kerfið beri ábyrgð og aðkallandi sé að gera umbætur á því .“ Vakti það óneitanlega athygli sumra, að forseti Íslands hefði tíma aflögu til þess að huga að umbótum í öðrum löndum . Í frétt FT Deutschland kenndi Ólafur Ragnar einnig Gordon brown, forsætis- ráðherra bretlands, um fjármálakreppuna á Íslandi vegna þess að hann hefði beitt hryðjuverkalögum á Íslendinga . „Gordon brown lítur hrokafullur niður á Ísland“ er haft eftir forsetanum . ákvörðun browns um að setja Ísland á listann yfir hryðjuverka- ríki hafi gert „illt verra“ . Kaupþing hafi verið fellt með einhliða aðgerð bretanna . Í fréttinni er bent á, að þrjátíu þúsund þýskir sparifjáreigendur hafi verið lokkaðir með háum vöxtum til að leggja 330 milljónir evra inn á reikninga Kaupþings . Eftir bankahrunið hafi eignir bankans verið frystar og þýskir innistæðueigendur reynt án árangurs að fá fé sitt til baka . Hjá Kaupþingi var stöðunni lýst svona eftir að fréttin birtist: „Það hefur allt gjörsamlega verið á floti hjá okkur í morgun af þýskum fjölmiðla mönnum,“ sagði Steinar Þór Guðgeirsson, formaður skilanefndar Kaupþings, um ummæli forseta Íslands um Edge-reikningana í Þýskalandi . Steinar upplýsti að meðal þess sem þýska pressan spyrði um væri hvort forseti Íslands hefði heimild til að lýsa þessu yfir . Hann bætti við: „Þetta er náttúrlega alrangt . Það hefur alltaf legið fyrir að ekkert falli á íslenskan almenning út af þessu . Kaupþing er að klára þetta sjálft .“ Steinar kvaðst hafa haft samband við forsetaembættið og ætti hann von á viðbrögðum þaðan fljótlega . Hann bjóst ekki við öðru en forsetinn leiðrétti orð sín við þýska fjölmiðla, en bætti við: „Það er alveg svakalegt að fá þetta í andlitið núna .“ Gengur fram af þjóðinni Óbreyttir Íslendingar hafa líka fengið nóg af síendurteknum gloríum forsetans . tveimur dögum síðar, 12 . febrúar, fjallaði þýska stórblaðið Frankfurter Allgemeine
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.