Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Page 49

Þjóðmál - 01.06.2009, Page 49
 Þjóðmál SUmAR 2009 47 berlínarmúrinn, sem kommúnistastjórn Austur-Þýskalands hlóð fyrirvaralaust í ágúst 1961, var eitt eftirminnilegasta tákn kalda stríðsins, sem háð var milli komm- únistaríkjanna í austri og vestrænna lýð- ræðisþjóða árin 1948–1989 . Flesta aðra múra höfðu menningarþjóðir reist í því skyni að halda villimönnum úti, til dæmis múr rómverska keis arans Hadríanusar í norður-Eng- landi og Kínamúrinn mikla . En berlínarmúrinn hlóðu villi- menn, sem náð höfðu yfir- ráðum yfir menningarþjóð, í því skyni að halda henni inni . Komm únistastjórn Austur- Þýska lands taldi sig þurfa að stöðva hinn stríða flótta manna - straum frá austurhluta ber- lín ar, sem hún réð, til Vestur- berlínar, sem var hluti Þýska sambandslýðveldisins . Múrinn sýndi í senn fylgis leysi stjórnarinnar, sem sat í skjóli rússneskra skriðdreka, og einbeittan vilja hennar til að kúga þegna sína: Með illu eða góðu skyldi neyða kommúnisma upp á þá .1 Verðirnir við múrinn fengu verðlaun fyrir hvern þann, sem þeir skutu á flótta . Samkvæmt opinberum tölum féllu 98 manns í flóttatilraunum við múrinn í þau 28 ár, sem hann stóð, þótt sumir haldi því fram, að mannfallið hafi verið enn meira . Austan megin múrsins hélt leynilögreglan, Stasi, heilli þjóð í greipum sér, fylgdist með öllum og hlífði engum . Sættu margir Austur-Þjóðverjum pyndingum í kjöllurum hennar . Vestan megin múrsins nutu borgararnir almennra mannréttinda, þótt mannlífið væri þar vitaskuld ófullkomið eins og mennirnir sjálfir . Íslendingar voru svo gæfusamir þá sem nú ólíkt þegnum Austur-Þýskalands að hafa ekki aðeins frelsi til að hugsa, heldur líka til að segja skoðun sína óttalaust . Hér skulum við rifja upp, hvernig 1 Fræðast má um ógnarstjórn kommúnista í ýmsum lönd um í Stéphane Courtois (ritstj .): Le livre noir du communisme (París 1997), sem væntanleg er í ísl . þýð . nú í haust . Hannes Hólmsteinn Gissurarson tveir menn við múrinn lítil saga um ólík sjónarmið

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.