Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Side 52

Þjóðmál - 01.06.2009, Side 52
50 Þjóðmál SUmAR 2009 staðar á Vesturlöndum . æskulýðssamband Íslands lenti í höndum vinstri manna, en Samband ungra sjálfstæðismanna og ýmis önnur samtök hættu þar þátttöku . ákvað æskulýðssambandið að eiga aðild að tíunda heimsmóti æskunnar í Austur-berlín við kröftug mótmæli Morgunblaðsins .9 2 . Heimsmót æskunnar í Austur-berlín 28 . júlí–5 . ágúst 1973 var helgað bar- átt unni gegn heimsvaldastefnu og sam stöðu með þjóðfrelsishreyfingum þriðja heimsins . átta Íslendingar sóttu það, og var formaður sendinefndarinnar Þorsteinn Vilhjálmsson eðlisfræðingur .10 Skrifuðu þeir Þorsteinn skýrslu um mótið, þar sem allt skipulag var lofað . Flestir Íslendingarnir sóttu sérstakan vináttufund með æskulýðssambandi Þýska alþýðulýðveldisins, FDj (Freie deutsche jugend) . „undir lok dvalarinnar gaf íslenska sendinefndin út yfirlýsingu, þar sem hún þakkaði FDj frábærar móttökur og vel skipulagt mót .“ Enn sagði í skýrslu Íslendinganna: Þjóðverjarnir, sem við hittum, voru yfirleitt tiltakanlega opnir, óþvingaðir og hrokalausir . Þeir voru reiðubúnir 9 „njósnið um þátttakendur,“ Mbl. 26 . júlí 1973; „Reykjavíkurbréf,“ Mbl. 29 . júlí 1973; „„Heimsmót æskunnar“,“ Mbl. 1 . ágúst 1973 . 10 „Sendinefnd æSÍ á heimsmótinu,“ Þjv. 2 . ágúst 1973 . til hreinskilinna viðræðna, jafnvel um viðkvæm ágreiningsefni og vandamál DDR . Okkur var tjáð, að innlendar vörur, þar á meðal landbúnaðarvörur, væru yfirleitt mun ódýrari en til dæmis í bRD [Sambandslýðveldinu Þýskalandi, Vestur- Þýskalandi] miðað við hið opinbera gengi . Sama gildir um húsaleigu og afnot almenningsfarartækja . á hinn bóginn eru innfluttar vörur eins og til dæmis ávextir dýrari í DDR en fyrir vestan . niðurstaða Þorsteins Vilhjálmssonar og annarra sendinefndarmanna var þessi: „Ef eitthvað er að marka áróðurinn á Vestur- löndum frá tíma kalda stríðsins, hefur æðimargt breyst í DDR og annars staðar í Austur-Evrópu síðan þá, eins og þessi skýrsla gefur vonandi til kynna . Við leggjum lítið af mörkum til áframhaldandi breytinga í þá átt, sem við teljum rétta, með því að stinga hausnum í sandinn .“11 Fréttamaður lundúnablaðsins The Times, Peter broderick, sem sótti mótið fyrir blað sitt, hafði skýringu á því, hversu „opnir og óþvingaðir“ þýskir æskumenn voru í tali við Þorstein Vilhjálmsson og félaga hans: Ræðumenn og áheyrendur, jafnvel á litlum, fámennum fundum, voru ávallt ákveðnir fyrirfram . Skila varð ræðum til þýðanda fyrirfram og til þess ætlast, að ekki væri frá þeim texta vikið . Sá tími, sem mönnum gafst til óopinberra sam- ræðna, en hann var einnig skipulagður, 11 „Hausnum stungið í sandinn? tvær frásagnir af Heims- móti æskunnar í A-Þýskalandi,“ Mbl. 31 . október 1973 . Frásögn Þjóðviljans af sendiför íslenskra róttækl- inga á heimsmót „æskunnar“ sem harðstjórn komm únista hélt í Austur-berlín 1973 . Þjv. 2. ágúst 1973.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.