Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Page 53

Þjóðmál - 01.06.2009, Page 53
 Þjóðmál SUmAR 2009 51 var mjög gagnlegur fyrir skipuleggjendur þings ins . Hópar FDj-manna fengu það verkefni til skiptis að taka þátt í óform- legum samræðum á Alexanderplatz, þar sem þátttakendur söfnuðust helst saman . Í hvert sinn sem þátttakendur, sem ekki voru kommúnistar, hófu samtöl, umkringdu FDj-menn þá og yfir- gnæfðu samræðurnar . Vegna þjálfunar þeirra fyrir þingið létu þeir ávallt í ljós mjög áþekkar skoðanir á öllum hlutum, og ef umræðurnar urðu of flóknar til þess, að venjulegir FDj-menn gætu fylgst með þeim, tók vanalega einhver foringi í taumana og skarst í leikinn til að yfirtaka samræðurnar . Þessar samræður hlutu mikið rúm í austur- þýskum blöðum til þess að sýna fram á, hve opið þingið hafi verið fyrir frjálsum skoðanaskiptum . Þeim fáu, sem voru ósamþykkir stjórnendunum, var stíað í sundur og starfsemi þeirra rugluð með mjög ströngu öryggiseftirliti, með því að láta þá búa hvern fjarri öðrum, með erfiðleikum á að fá upplýsingar og með erfiðleikum á að ná símasambandi . Kvað broderick mótið hafa átt að sýna fram á „styrk, gæði og óhjákvæmileika kommúnisma að sovéskri fyrirmynd“ . Það hefði verið „þrautskipulögð og vel heppnuð æfing í hópstjórnun“ .12 Svo vildi til, að fimm Íslendingar voru stadd ir í Vestur-berlín á sama tíma og heims- mót æskunnar var haldið í Austur-berlín . 12 „Hausnum stungið í sandinn?“ tvær frásagnir af Heimsmóti æskunnar í A-Þýskalandi,“ Mbl. 31 . október 1973 . Í stað „pressunnar“ er hér sagt blaða, auk þess sem leyst er úr skammstöfunum Einn þeirra var Davíð Oddsson laganemi . Hann las þá um haustið hneykslaður skýrslu Þorsteins Vilhjálmssonar og félaga hans um mótið og andmælti henni í Morgun blað­ inu . Davíð kvaðst í stuttri ferð til Austur- berlínar hafa séð allt annað land en lýst væri í skýrslu æskulýðssambandsmanna: Það væri lögregluríki umkringt gaddavírsgirðingu og múr . „Fólk, sem gengur um Austur-berlín án þess að sjá múr og ræðir þar fjálglega um frelsið án þess að minnast einu orði á áþján borgarbúanna sjálfra, hefur ekki aðeins stungið höfðinu á kaf í sandinn; það hefur barið höfðunum við múrsteininn,“ skrifaði hann . „Ýmsir aðilar reka harðan áróður fyrir því, að ástandið í kommúnistaríkjunum sé viðurkennt sem óumbreytanlegt og Vesturlandabúar loki augunum fyrir þeirri kúgun, sem austantjaldsþjóðirnar búa við,“ bætti Davíð við . „En ég er þess fullviss, að enn hefur flest ungt fólk hér á landi skömm á þeim blindingsleik, sem æSÍ-sendinefndin lék í berlín .“ tók Morgunblaðið undir með Davíð í forystugrein .13 13 Davíð Oddsson: „Helsi en ekki frelsi,“ Mbl. 4 . september 1973; „8 sem ekkert lærðu,“ Mbl. 6 . september 1973 (leiðari) . Skorinorð grein Davíðs Oddssonar í Morgunblaðinu 1973 gegn lygafrásögnum Þorsteins Vilhjálmssonar og félaga um ástandið í Austur-Þýskalandi . Mbl. 4. september 1973.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.