Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Side 58

Þjóðmál - 01.06.2009, Side 58
56 Þjóðmál SUmAR 2009 jón Ríkharðsson ásgeir jakobsson rithöfundur áþessu ári (3 . júlí) eru 90 ár frá fæðingu ásgeirs jakobssonar rithöfundar sem lést árið 1996, 76 ára að aldri . bækur ásgeirs hafa lengi verið í miklu uppáhaldi hjá mér . Hann var sjómaður eins og ég, hóf kornungur sjómennsku og lauk prófi frá Stýrimannaskólanum . En hugur hans stóð snemma til skrifta, þótt hann gerðist ekki rithöfundur að atvinnu fyrr en 45 ára gamall . Hann var sjómaður í 16 ár og síðan lengi bóksali á Akureyri áður en hann sendi frá sér sína fyrstu bók, Siglingu fyrir Núpa, árið 1965 . Í kjölfarið fylgdu yfir tuttugu bækur, sumar miklar að vöxtum, auk þess sem ásgeir skrifaði mikið í blöð (Morgunblaðið) og tímarit (Ægi) . Flestar bækur ásgeirs tengjast sjó- mennsku og útgerð . Og þær eru allar þannig úr garði gerðar að Íslendingum öllum væri hollt að lesa þær . ásgeir lifði merka tíma í sögu þjóðarinnar og þekkti vel þá lífsbaráttu sem sjómenn þurftu að heyja til að gera þessa örlitlu þjóð jafn öfluga og hún er í dag . Við erum kröfuhörð þjóð en eftir að lífið varð auðveldara og lífsbaráttan krafðist minna af okkur þá hafa menn stöðugt fært viðmiðin ofar, þ .e . menn gera stöðugt minni og minni kröfur til sjálf sín og því meiri kröfur til annarra . Það er okkur því hollt að lesa um fortíðina til að fræðast um úr hvaða jarðvegi við erum sprottin og skilja þjóðarsálina betur . Ég talaði aðeins einu sinni við ásgeir . Samt finnst mér eins og ég hafi þekkt hann alla tíð . Ég heillaðist ungur af bókum hans og hans karakter skín svo sterkt í gegnum texta hans, karlmannlegur og kjarn orður . Einhverju sinni var ég að lesa eitthvað um sögu sjómennskunnar sem mér fannst ekki koma heim og saman – og mér fannst að enginn gæti greitt úr því fyrir mér nema ásgeir . Ég velti fyrir mér hvernig hann myndi taka því að fá símtal frá blá- ókunn ugum sjómanni úti á landi sem vildi þreyta hann með spurningum sem honum þættu kannski ekki mjög gáfulegar . Ég sat og hugsaði lengi, en ákvað svo að láta til skarar skríða . Karlinn þekkti mig hvort eð er ekki neitt og varla myndi hann éta mig í gegnum símann . Ég fletti honum upp í símaskránni og hringdi . Eftir skamma

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.