Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Síða 59

Þjóðmál - 01.06.2009, Síða 59
 Þjóðmál SUmAR 2009 57 stund var hrjúf og djúp en vinsamleg rödd á hinum enda línunnar . Feiminn bar ég upp erindi mitt eftir að hafa beðist afsöku nar á framhleypninni og kynnt mig . ásgeir svar aði spurningum mínum greið - lega og ljúfmannlega . Þar sem ég vildi ekki tefja karlinn meira en orðið var, bjóst ég til að kveðja og þakkaði honum fyrir, en þá kom hann mér verulega á óvart . Hann fór að spyrja um ýmislegt varð andi sjálfan mig og mínar ættir . Ég geri ráð fyrir að honum hafi ekki þótt það löstur að vestfirskir stofnar áttu þátt í minni tilveru . Hann vissi margt um mínar ættir að vestan og sagði mér ýmislegt af mínum forfeðrum, margt sem ég hafði ekki vitað áður . Við áttum hátt í tveggja tíma spjall þar sem við sögðum hver öðrum sög ur tengdar sjómennsku og rædd- um lífið frá ýmsum hliðum . Ég veðraðist allur upp, því í mínu ein falda sjómannshjarta býr svolítill hégómi og ég lyftist allur upp ef merkir menn sýna mér áhuga . Ég sagði ásgeiri frá skoðunum mínum á fiskveiðistjórnuninni . Þar sem ég hafði skrifað talsvert fyrir skúffur og ruslatunnur taldi ég að sú æfing gæti nýst mér í að reyna að hafa skoðanamyndandi áhrif á fólk varðandi fiskveiðimálin með því að skrifa í blöðin . Þótt langt sé um liðið man ég enn hvernig ásgeir svaraði mér: – já fóstri, þú segir nokkuð . Ég hef reynt þetta í mörg ár en það þýðir ekki neitt, það tekur enginn mark á mönnum nema þeir séu sérfræðingar . En það getur verið gott að skrifa, svona hreinsun fyrir sálina, fóstri . Ef þú vilt skrifa um þessi efni skaltu ekki búast við neinu öðru en að fá kannski útrás fyrir reiðina . Það sorglegasta við þessi orð hins aldna rithöfundar er að þetta var alveg hárrétt hjá honum . til dæmis má nefna hið stór- merka greinasafn ásgeirs, Fiskleysisguðinn, sem gefið var út nokkrum árum eftir andlát hans, en það geymir safn greina hans um fiskvernd og fiskveiði mál . Þetta eru stór- merkilegar greinar, studdar fræðilegum og sögulegum rökum, en því miður hafa þær nánast verið þagaðar í hel af sér fræð- ingunum . Sérfræðingarnir leyfa sér að hunsa rök ásgeirs af því að hann er ekki með háskólapróf í þeirra fræðum . Þetta er dapurlegt einkenni á þeim tíma sem við lifum . umbúðirnar ráða því miður oft meira en innihaldið . Að mínu viti ætti Fiskleysisguðinn að vera skyldulesning hjá ásgeir jakobsson haustið 1979 . á borðinu er handritið að Tryggva sögu Ófeigssonar . ljósm . Ólafur K . Magnússon
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.