Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Side 60

Þjóðmál - 01.06.2009, Side 60
58 Þjóðmál SUmAR 2009 öllum sem hugsa um fiskveiðimál, ekki síst háskólanemum í sjávarútvegs fræðum . En það á við um fleiri bækur ásgeirs . til dæmis hinar miklu ævisögur hans um útgerðarmenn: Einars sögu Guð­ finnssonar, Tryggva sögu Ófeigssonar, Óskars sögu Halldórssonar – Íslandsbersa, Hafn ar­ fjarð arjarlinn – Einars sögu Þor gils sonar, Bíldudalskónginn – Athafnasögu Péturs J. Thorsteinssonar og Lífið er lotterí – sögu Aðalsteins jónssonar á Eskifirði . Tryggva saga Ófeigssonar er mér sér stak- lega hugleikin . Það er bók sem ætti að nota til kennslu í viðskiptafræði því hún hefur að geyma góð ráð til handa hverjum þeim sem ætlar sér að ná langt í við skiptum . á undanförnum árum hafa sér fræð ingar í fjár málum talað um „duglega“ og „lata“ peninga . Ég efast um að tryggvi hafi verið á þeirri skoðun að peningar gætu haft sjálfstætt líf . Það kom líka í ljós þegar á reyndi að peningar gátu ekki haldið þjóðfélaginu uppi, sama hversu mikið fjármálaspeking- ar nir reyndu að þjálfa þá til dugnaðar! tryggvi Ófeigsson fæddist árið 1896 að brún í Svartárdal . Hann varð snemma dug- legur og framtakssamur, tíndi sund maga sem rak upp í fjöru, verkaði þá og seldi er hann var á barnsaldri og gerði hin og þessi viðvik sem hann fékk aur fyrir . Eitt af því sem einkenndi tryggva var hve þakklátur hann var fyrir allt sem hann fékk . Og hann vildi aldrei meira en það sem honum bar og hann hafði unnið fyrir . Eftir að hafa verið lengi á árabátum og skútum réðst hann um borð í togara tvítugur að aldri . Það er gaman að lesa frásögnina í tryggva sögu af því þegar tryggvi kom fyrst um borð í togarann braga . Og það er holl lesning mörgum heimtufrekum nútímamanninum: „Þegar ég kom uppá dekkið á togaran um, þá sá ég þar myndarlegan mann og hann var bækur eftir ásgeir jakobsson: Sigling fyrir Núpa . Sjómannasaga . ásamt torfa H . Halldórssyni . (1965) Kastað í Flóanum . togarasaga . (1966; 2 . útg . 2005) Einn í lofti, einn á sjó . ævisaga Francis Chichester . (1967) Hart í stjór . ævisaga júlíusar júliníusarsonar . (1968) Fiskimaðurinn . Handbók í sjómennsku . (1971) um borð í Sigurði . Og nokkrir Grímsbæjar- þættir . (1972) Byrjendabók í siglingafræði . ásamt jónasi Sigurðssyni . (1977) Einars saga Guðfinnssonar . ævisaga . (1978) Tryggva saga Ófeigssonar . ævisaga . (1979) Gríms saga trollaraskálds . Heimildarskáldsaga . (1980) Hinn sæli morgunn . Skáldsaga . (1981) Lífið er lotterí . Saga af Aðalsteini jónssyni og Alla ríka . (1984) Fanginn og dómarinn . Þáttur af Sigurði skurði og Skúla sýslumanni . (1987) Hafnarfjarðarjarlinn . Einars saga Þorgils- sonar . (1987) Siglingasaga Sjómannadagsráðs . (1988) Þórður kakali . ævisaga . (1988; 2 . útg . 2009) Sagan gleymir engum . Sjómennskuþættir . (1989) Bíldudalskóngurinn . Athafnasaga Péturs j . Thorsteinssonar . (1990) Sögur úr týndu landi . Smásögur . (1991) Óskars saga Halldórssonar . Íslandsbersi (1994) Pétur sjómaður . Péturs saga Sigurðssonar . (1995) Fiskleysisguðinn . Safn greina og ritgerða um fiskveiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunar . (2001)

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.