Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Side 61

Þjóðmál - 01.06.2009, Side 61
 Þjóðmál SUmAR 2009 59 að fara aftur dekkið . . . Þessi maður reyndist vera Guðmundur Arason . . . Ég fylgdi honum eftir . Þegar Guðmundur var kom inn niður í káetu, tók hann fram ketbakka, brauð bakka, mysuost og margarín . Hann fór að háma í sig kjötið, en ég þorði ekki að nefna, hvort ég mætti fá mér með honum bita af kjötinu, þessum jólamat, maður var ekki vanur að heiman að háma í sig kjöt hvunndags, allra sízt fínt spaðkjöt, þegar komið var fram í vertíðarbyrjun . Ég spurði hæversklega, hvort ég mætti fá mér brauðbita, því ég var svangur af hinni löngu göngu minni . Guðmundur hélt það nú og sagði: „um borð í togara átt þú að vinna eins og þú getur og éta eins og þú getur . Þetta er lögmál, sem ríkir á togurunum .“ Ég fór nú að snarla í mig brauðið með margaríninu og sneið mér drjúggóða sneið af mysuostinum ofaná og fékk síðan aðra og þá enn aðra . Þá sagði Guðmundur: „Þykir þér svona góður múrsteinninn?“ Ég þóttist vita, að hann ætti við mysu- ostinn og svaraði: „jú, mér þykir góður mysuostur, en ég hélt að það væri ekki ætlazt til, að ég færi að borða kjöt svona strax .“ Guðmundur hélt það, að mér væri óhætt að fá mér kjötbita, og ég lét ekki segja mér það tvisvar .“ Svona hæverska hjá tvítugum manni þætti sjálfsagt framandi nú til dags . tryggva fannst upphefð sín mikil að vera kominn á togara . Er þá þess að minnast að í þá daga var togaramennskan ekkert sældarbrauð . Vökulögin voru ókomin, menn stóðu meðan fiskað var, oft í marga sólarhringa . tryggvi þótti afburða duglegur, í togaramennsku sem öðru . Þegar hann hafði aflað sér fjár settist hann í Stýrimannaskólann og gerðist síðan einn mesti aflaskipstjóri landsins . Þegar kreppan mikla skall á var hann kominn á eigin tog- ara, júpiter . Þá sýndi hann ótrúlega út sjón- arsemi í rekstri fyrirtækis síns . Þrátt fyrir verð fall á mörkuðum og ýmsa erfiðleika sem að steðjuðu tókst honum að halda sjó – ólíkt hinum sjálfumglöðu háskólamennt- uðu við skiptamönnum samtímans . Útrásarvíkingarnir hreyktu sér hátt þegar allt gekk í haginn og þökkuðu sjálfum sér . Sannir athafnamenn eins og tryggvi þökkuðu hins vegar starfsfólki sínu velgengnina . Í bók ásgeirs er tryggvi óspar á hrós til háseta sinna og fiskverkafólks sem honum fannst bera af í vinnusemi . Í bókinni er m .a . mynd af konu sem starfaði við flökun hjá honum, hann nafngreinir hana og undir myndinni segir: „toppflakarinn Elín .“ tryggvi bar virðingu fyrir dugnaði, hann gerði góðu fólki hátt undir höfði hvort sem það voru stjórnendur, hásetar eða verkafólk í landi . Tryggva saga er líka góð lexía fyrir háskóla- menntaða viskiptafræðinga . Þar kemur glöggt fram að sparnaður og aðhaldsemi eru, ásamt vinnusemi, undirstöður vel rekinna fyrirtækja, en ekki einhverjar hundakúnstir eins og skuldabréfavafningar . Ísímtalinu okkar góða sagði ásgeir, þegar hann rifjaði upp togarasjómennsku sína: – Þessir andskotar létu mig alltaf hausa, það var eins og það stæði á andlitinu á mér að ég væri hausari, sama á hvaða andskot ans togara ég fór . Þá rifjaðist upp fyrir mér heimilda skáld - saga ásgeirs um togarasjómennsku á stríðs- árunum, Gríms saga trollaraskálds . Þar segir einmitt af Grími sem þótti mjög hausara- lega vaxinn . Ég spurði ásgeir hvort Grímur væri hann sjálfur . Það kom löng þögn í símann, en svo sagði hann: – já, fóstri, þetta er nú ekki alvitlaust hjá þér . Það er mikið af mér í Grími . Svona okkar á milli .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.