Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Qupperneq 64

Þjóðmál - 01.06.2009, Qupperneq 64
62 Þjóðmál SUmAR 2009 Í Ráðstjórnarríkjunum var sams konar óánægju snúið upp á „bændaauðvaldið“ eða kúlakkana . Afleiðingin varð sú að tilteknir þjóðfélagshópar urðu réttdræpir – ekki á grundvelli gjörða sinna heldur á grundvelli tilveru sinnar . Íslenskir sósíalistar eru margir hverjir vel lesnir í sósíalískum fræðum og þeir hafa fundið sér næsta lítt skilgreindan óvin sem er „auðmaðurinn“ . Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, sagði í ræðu á Alþingi 22 . febrúar sl . að til- teknir fjörutíu, fimmtíu „auðmenn“ væru glæpamenn sem þyrfti að koma á válista í bönkum, þá mætti ekki skipta við . Orðrétt sagði þingmaðurinn að auki: „Flestir á litla Hrauni eru bara kórstrákar miðað við þessa menn“ . Að sama tilefni nefndi hann að þessir menn höguðu sér eins og „hræætur“ . Hinn 24 . nóvember sl . flutti álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri grænna, frumvarp til laga um að kyrrsettar skyldu eignir svokallaðra „auðmanna“, en Vinstri grænir munu hafa lagt ríka áherslu á þetta atriði þegar minnihlutastjórnin var mynduð í vetur sem leið . Sekt eða sakleysi „auðmannanna“ virtist ekki skipta neinu máli í þessu sambandi . Steingrímur j . Sigfússon, formaður Vinstri grænna, sagði í ræðu á Alþingi hinn 15 . október 2008 að svokallaðir „auð menn“ gætu sleppt því að láta sjá sig á götum úti ef þeir gengju ekki að skilyrðum for manns Vinstri grænna . Ögmundur jónasson, þingmaður Vinstri grænna, lagði til á þingi Alþýðusambands- ins 23 . október 2008 að eignir svokallaðra „auðmanna“ yrðu gerðar upptækar . Sagði Ögmundur orðrétt að „auðmennirnir“ ættu að „skila ránsfeng sínum til baka“ . Fjöldi stjórnmálamanna, fjölmiðla- manna og alls kyns álitsgjafa, sem studdur er af hulduher nafnleysingja alnetsins, skirr ist ekki við að fella þann dóm að svo- kallaðir „auðmenn“ séu allir undir sömu sök seldir . Þessum hóp manna megi allt eins útskúfa úr samfélaginu og nánast lýsa rétt dræpan . Í þessu samhengi verður mönnum óhjá- kvæmilega hugsað til þýskra þjóð ern is- sósíalista . Þeir beittu viðlíka tungutaki um Gyðinga, sem stig af stigi var útskúfað úr samfélaginu uns allsherjar útrýming þeirra hófst . Virðing sósíalista fyrir mannrétt ind-um er á hvörfum eins og sýndi sig glögg lega þegar þingmaður Vinstri grænna nefndi nýlega að eignarrétturinn væri ofmetinn . Sá hinn sami þingmaður hefur vafalítið stutt málstað hóps fólks sem framdi húsbrot á Vatnsstíg nú nýverið og sló eign sinni á byggingu án þess að hafa til þess nokkrar löglegar heimildir . Það er líklega til marks um hnignandi virðingu fyrir mannréttindum að fjölmiðlar skyldu unnvörpum taka málstað lög- leys unnar . Gagnrýni þeirra beindist ekki að afbrotamönnunum sem lögðu hald á annarra eigur, heldur var í sífellu ráðist að þinglýstum eiganda fasteignarinnar og lög reglu sem loks skakkaði leikinn . umfjöllun fjölmiðla um skrílslætin í miðbænum í vetur sem leið var sama marki brennd . Það þótti beinlínis „fínt“, ef ekki sjálfsagt, að trufla störf þingsins og annarra stofnana og beita ofbeldi til þess arna . Þá var í sífellu látið að því liggja að þeir sem þar vógu að lýðræðinu væru fulltrúar þjóðarinnar . Það hlýtur að verða sjálfstætt rannsóknarefni hver þáttur tiltekinna stjórnmálamanna var í þessum aðgerðum, en margir þeirra tóku málstað niðurrifsaflanna sem réðust með ofbeldi gegn lýðræðislega kjörinni löggjafarsamkundu .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.