Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Qupperneq 69

Þjóðmál - 01.06.2009, Qupperneq 69
 Þjóðmál SUmAR 2009 67 þróun á alþjóðavettvangi og draga athygli áhrifamanna í öryggis málum meðal aðildarríkja nAtO að henni . ákvörðun ríkisstjórnar Íslands eftir kosn- ingar 1971 um að vinna að brottför banda- ríska varnarliðsins héðan gekk þvert á her- fræðilegt mat á því, sem væri í vændum í næsta nágrenni Íslands . ákvörðunin kallaði einnig á skipulagt andsvar heima fyrir, þegar hópur manna tók höndum saman snemma árs 1974 undir kjörorðinu Varið land og safnaði 55 .522 undirskriftum undir áskorun gegn brottför varnarliðsins . Hinn mikli stuðningur við varnar- samstarfið, sem birtist í góðum árangri Varins lands batt enda á tilraunir íslenskra stjórnmálamanna til að reka varnarliðið úr landi . Við upphaf níunda áratugarins hófst endurnýjun alls búnaðar varnarliðsins og hingað kom fullkomn asti tækjakostur bandaríkjanna til að fylgjast með hernaðarlegri umferð skipa og flugvéla . Ráðist var í smíði ratsjárstöðva og heitar umræður urðu um það, hvort leggja ætti hernaðarlegan varaflugvöll í Aðaldal skammt frá Húsavík . ástæðan fyrir þessari hervæðingu var skýr og einföld . Sovéski flotinn og flugherinn juku jafnt og þétt umsvif sín í nágrenni Íslands og urðu ferðir sovéskra hervéla flestar árið 1985 . á sama tíma og þetta gerðist hér voru heitar deilur á meginlandi Evrópu og í bretlandi um hina svonefndu tvíþættu ákvörðun nAtO-ríkjanna, sem tekin var árið 1979, að frumkvæði Helmuts Schmidts, kanslara Vestur-Þýskalands, og snerist um svar bandalagsþjóðanna við meðaldrægum kjarnorkuflaugum Sovétmanna í Evrópu, svonefndum SS-20 flaugum . Hin tvíþætta ákvörðun fólst í því, að meðaldrægar bandarískar kjarnorku eld- flaug ar yrðu settar upp á meginlandinu og í bretlandi, en þær yrðu fjarlægðar, ef Sovét- menn samþykktu að uppræta eigin SS-20 flaugar . Vegna þessarar ákvörðunar ríkisstjórna nAtO-ríkjanna hófst mikil barátta gegn henni víða í Evrópu en þó einkum í Vestur-Þýskalandi og bretlandi . Svonefnd friðarhreyfing gegn kjarnorkuvopnum lét verulega að sér kveða, mótmælagöngur voru tíðar og hvers kyns aðrar mótmæla- að gerðir . Þá var því haldið fram, að sovéska áróðursvélin, sem hafði búið um sig á Vesturlöndum, stæði að baki þessum andróðri til þess að fallið yrði frá því, að setja upp hinar bandarísku kjarnaflaugar í Evrópu og sovéska einokunin á slíkum vopnabúnaði í álfunni festi rætur og þar með áhrifamátturinn, sem SS-20 flaugun- um fylgdi . Þótt herstöðvaandstæðingar hér á landi og aðrir málsvarar sovéskra hagsmuna hefðu löngum látið að sér kveða í íslensk- um stjórnmálum, var eftirtektarvert, að á þessum árum áróðursstríðsins um meðaldrægu eldflaugarnar, máttu þeir sín næsta lítils hér á landi . á alþingi voru að vísu fluttar tillögur um norðurlöndin sem kjarnorku vopna laust svæði eða friðlýsingu Íslands á sama tíma og bandaríska varnar- liðið jók umsvif sín í landinu með nýjum tækjakosti og endur nýjun húsakosts . löngum var því haldið fram af Sovét- mönnum og herstöðvaandstæðingum hér, að kjarnorkuvopn leyndust í Keflavíkur - stöðinni . Í sovéskum áróðri var hin til- búna fullyrðing um falin kjarnorkuvopn hér á landi notuð sem átylla til að hóta Íslendingum með kjarnorkuárás . Var og er í raun furðulegt, að nokkrum Íslendingi skyldi þykja sér sæma að taka undir þessar ásakanir um földu kjarnorkuvopnin og leggja þar með þessum ódulbúnu hótunum í garð lands og þjóðar lið . Eftir brottför bandaríska varnarliðsins
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.