Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Síða 70

Þjóðmál - 01.06.2009, Síða 70
68 Þjóðmál SUmAR 2009 héðan hefur ekkert komið í ljós til marks um, að kjarnorkuvopn hafi verið falin í Keflavíkurstöðinni . Raunar má nefna það sem dæmi um hve langt var gengið í þessu kjarnorkutali, að því var haldið fram, að bandaríkjamenn, sem komu að því að fjármagna flugstöð leifs Eiríkssonar, vildu hafa hana óþarflega stóra til að setja kjarnorkuvopn í kjallara hennar eða nota hana fyrir það, sem nefnt var „heilinn“ í kjarnorkustríði við Sovétmenn í norðurhöfum . Fullyrðingunni um „heilann“ var slegið fram, eftir Ronald Reagan, bandaríkjafor- seti, mótaði bandaríska flotanum nýja stefnu um miðjan níunda áratuginn . Fólst hún í því, að bandarískir kafbátar og herskip skyldu sækja eins langt norður fyrir Ísland og þau gætu og snúast þar til orrustu við sovéska kafbáta, skip og flugvélar frá Kóla-skaganum . Stefnan var umdeild eins og margar róttækar ákvarðanir Reagans gagnvart Sovétríkjunum . Hann fylgdi tvíþættu eldflaugasamþykktinni fram af þunga og sagðist vilja semja við Kremlverja um afvopnun, ef framkvæmd samninganna yrði tryggð með eftirliti . Mikhaíl Gorbatsjov, forseti Sovétríkj anna, og Reagan hittust á frægum fundi í Höfða í október 1986 til að ræða afvopnunar mál . Þar var rætt í alvöru um upprætingu allra kjarnorkuvopna en ekkert samkomulag náðist, þar sem Gorbatsjov setti fram þá ófrávíkjanlegu kröfu, að Reagan félli frá áformum um eldflaugavarnir, en þau voru gjarnan nefnd „stjörnustríðsáætlun“ Reagans . Þegar Reagan hafnaði kröfu Gorbatsjovs, lá einnig ljóst fyrir, að Sovét- menn gætu ekki haldið í við bandaríkjamenn í vígbúnaðarkapphlaupinu . átti þetta meiri þátt í falli Sovétríkjanna en nýir stjórnar- hættir í tíð Gorbatsjovs . á þessum árum var jafnan látið að því liggja í hvert sinn, sem leiðtogar nAtO- ríkjanna komu saman til fundar, að þeir glímdu við að brúa bil á milli sjónarmiða Evrópuríkja annars vegar og bandaríkjanna hins vegar . Vissulega voru ríkin ekki alltaf sammála og forsetar bandaríkjanna tóku oft ákvarðanir, sem ollu vandræðum í Evrópuríkjum . Við Íslendingar áttum í hörðum deilum við breta og Þjóðverja vegna fiskveiðilögsögunnar og útfærslu hennar . Þrisvar sinnum sendu bretar herskip á Íslandsmið til að verja ólögmætar veiðar breskra togara . Í öll skiptin var leitast við að beina reiði vegna framgöngu breta í andúð gegn nAtO og bandaríska varnarliðinu . Í síðustu deilunni um 200 mílurnar var krafan um að kalla sendiherra Íslands hjá nAtO heim mjög hávær, en við henni var ekki orðið og þess í stað slitið stjórnmálasambandi við breta . Aðild okkar að bandalaginu og kynning á málstað okkar þar stuðlaði að því, að samningar náðust að lokum og Íslendingar fengu full yfirráð yfir þessari lífsbjörg sinni . Deilur hér heima fyrir um þátttökuna í nAtO hafa verið miklar frá því að árásin var gerð á alþingishúsið 30 . mars 1949, þegar þingmenn samþykktu aðildina . ágreiningurinn snerist um, hvar Ísland ætti að skipa sér í samfélagi þjóðanna . Hvort Íslendingar vildu vera í liði með vestrænum lýðræðisríkjum eða halla sér að Sovétríkjunum . á þetta reyndi oft á afgerandi hátt, en segja má, að einskonar jafnvægi hafi skapast í samskiptum Íslands og Sovétríkjanna strax á fyrstu árum sjötta áratugarins, þegar samið var um sölu á fiski þangað og kaup á eldsneyti þaðan . Þá sneru íslensk stjórnvöld sér austur á bóginn, þegar bretar beittu löndunarbanni á fisk í fyrstu fiskveiðideilunni, eftir að Íslendingar hlutu sjálfstæði .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.