Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Síða 76

Þjóðmál - 01.06.2009, Síða 76
74 Þjóðmál SUmAR 2009 meðal frjálsra þjóða á fyrsta farrými . Við fengum aðgang að og áheyrn hjá valdhöfum voldugustu þjóða heims . Við fengum Marshallaðstoð, án þess að uppfylla skilyrðin . Við græddum á her- manginu, meðan aðrar þjóðir færðu fórnir til að standa undir landvörnum . Við nutum margvíslegra forréttinda þótt hljótt hafi farið, eins og t .d . varðandi flugrekstrar- og lendingarleyfi í flugi yfir Atlantshafið . Og við gátum fært okkur hernaðarlegt mikilvægi landsins í nyt til að spila á stórveldin í kalda stríðinu, til þess að ná fram okkar málstað . Þorskastríðin við breta eru gott dæmi um það . Það var á þessum árum sem við vöndumst á það, að kjörorð Íslendinga í alþjóðasamskiptum ætti að vera „Allt fyrir ekkert .“ Heimsmynd kalda stríðsins Hverjar voru forsendurnar fyrir varnar-bandalagi bandaríkjanna og Vestur- Evrópu á tímabili kalda stríðsins? Hvað var það sem sameinaði þær? Því má svara í einu orði: Sovétríkin – hinn sameigin legi óvinur . Svo lengi sem þjóðir Vestur-Evrópu og norður-Ameríku töldu, að þeim stæði ógn af hernaðarmætti Sovétríkjanna – voru þessar þjóðir reiðubúnar að snúa bökum saman gegn sameiginlegum óvini . Þrátt fyrir ólíka hagsmuni bandaríkjanna og gömlu evrópsku nýlenduveldanna víðs vegar um heiminn; og þrátt fyrir gerólík lífs viðhorf bandarískra repúblíkana og vestur-evrópskra sósíaldemókrata, þá voru allir aðilar sammála um að fórna bæri minni hags munum fyrir meiri: Vörn lýðræðis og mann réttinda gegn alræði og ógnarstjórn . Heims myndin var í svart/hvítu: Frelsi versus helsi. Þeir sem ekki eru með mér eru á móti mér . Auðvitað var þessi svart/hvíta heims mynd kalda stríðsins stórlega ýkt, þegar skyggnst var á bak við tjöldin . Þeir sem lesið hafa hina svörtu bók um sögu kommúnismans vita, að það var engu logið um það alþjóð- lega bófafélag sem réð ríkjum í Kreml og innan veggja hinnar forboðnu borgar Maos formanns í beijing . En hið rísandi heimsveldi bandaríkja Ameríku og hin hnignandi nýlenduveldi gömlu Evrópu voru svo sem engir englar heldur . bandaríkin skirrðust ekki við að beita hervaldi og klækjum til að kollvarpa lýðræðislega kjörnum umbótastjórnum eða til að hindra valdatöku vinstrimanna í ríkjum Mið- og Suður-Ameríku . Hver valdaræning inn öðrum ófrýnilegri fékk að mergsjúga þjóð ir þessara landa í skjóli bandaríkjanna . Mottó ið var: „They may be sons of bitches, but they are our sons of bitches .“ Allt var þetta réttlætt í nafni krossferðarinnar gegn kommúnism anum . Evrópsku nýlenduveldin háðu blóðugar styrjaldir gegn sjálfstæðishreyfingum fyrrverandi nýlendna í Afríku og Asíu . Allir sem leiddu vopnaðar uppreisnir gegn nýlendukúgun og arðráni voru stimplaðir óvinir vestræns lýðræðis . Þeir voru annað hvort kommúnistar eða handbendi þeirra og réttdræpir sem hryðjuverkamenn, hvar sem til þeirra náðist . Þessi meinta krossferð gegn kommúnismanum var oftar en ekki blygðunarlaus hagsmunavarsla nýlendu- velda og fjölþjóðlegra auðhringa, til þess að komast yfir auðlindir þriðja heimsins . árekstrar menningarsvæða Gott dæmi um þetta var þegar leyni-þjónustur breta og bandaríkja manna komu Íranskeisara til valda, í samvinnu við systurnar sjö í olíubransanum . Þetta valda rán, og sú blóðuga ógnarstjórn sem af hlaust, hefur dregið langan slóða á eftir sér . Krossferðin gegn kommúnismanum náði að lokum hápunkti í hátæknihernaði Ameríkana gegn hrísgrjónabændum í Vietnam, þar sem heimsveldið laut í fyrsta sinn í lægra haldi fyrir skæruliðum örbirgð-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.