Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Page 81

Þjóðmál - 01.06.2009, Page 81
 Þjóðmál SUmAR 2009 79 bill var sem sé Vesturíslendingurinn, ferða- langur í framandi umhverfi í leit að upp runa sínum . Hann var rammur Ís lend ingur í útliti og að innræti; hið innra og hið ytra . tröll að vexti með þrumuraust og ógnvekjandi, þegar sá gállinn var á honum að segja undirsátum Mammons til syndanna með særingum sem dugðu til að kviksetja allt sem var falskt og rotið . Garrison Keillor kallaði hann hávaxnasta húmorista Miðvestursins, sannleiksvitni og róttækan eldhuga fram í fingurgóma . Orð að sönnu . Hann var að búa sig undir það að flytja heim . Hann hafði fullvissað sig um það að Skaga fjörðurinn væri best hannaði fjörður Íslands út frá víðáttu, birtu og búsæld . Úr stofu glugg anum að brimnesi, gamalli ver búð við fjöruborðið á Hofsósi blasti við víðátta norð ursins og skuggamyndir Drangeyjar og Málmeyjar í forgrunni . Þetta kallaði hann „milliondollarview“ upp á amrísku og hló rosalega . Þarna sat hann og horfði út og hugsaði djúpt og orti þannig að allt sem lífsanda dró hreifst með og hinir dauðu vöknuðu aftur til lífsins . nú verða allar þessar stórfenglegu sinfón íur orðlistarinnar ósamdar . Svona verður Ís lands óhamingju allt að vopni þessi misserin . En þótt við sökn- um hans sárlega, munum við ætíð minnast hans með gleði . ljósm . Einar Falur Ingólfsson HElStu RIt bIllS HOlM 1 . Boxelder Bug Variations: A meditation on an idea in language and music, 1985 2 . Cabins of Minnesota (ásamt Doug Ohman), 2007 3 . Coming Home Crazy: An alphabet of China Essays, 1990 4 . The Dead Get By with Everything (ljóð), 1991 5 . Eccentric islands: Travels Real and imaginary, 2000 6 . Faces of Christmas Past, 1998 7 . The Heart Can Be Filled Anywhere on Earth, 1996 8 . Landscape of Ghosts (ásamt bob Firth), 1993 9 . The Music of Failure, 1985 10 . Playing the Black Piano (ljóð), 2004 11 . Prairie Days, 1987 12 . The Windows of Brimnes: An American in iceland, 2007

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.