Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Side 86

Þjóðmál - 01.06.2009, Side 86
84 Þjóðmál SUmAR 2009 Fastlega geri ég ráð fyrir að við höfum öll upplifað að þegar fjölmiðlar fjalla um efni sem við erum gjörkunnug þá er ótrúlega margt missagt . Höfundur þessara lína veit af meira en 30 ára reynslu að það er ekki til vinsælda fall ið í fjölmiðlaheiminum (allra síst fyrir stjórn- málamenn) að gagnrýna fjöl miðla og fjölmiðlafólk . Kannski ligg ur í fjöl miðlaloftinu einhver listi sem samt er ekki til, en allir vita af . Ólafur teitur er örugglega á þeim lista . ásamt fleirum . Það er lítið fjallað um fjölmiðla og fjöl miðlun hér á landi . Fjölmiðlar fjalla ekki um fjölmiðla með faglegum hætti . jónas Kristjánsson skrifar stundum eitthvað bita stætt, þegar vel liggur á honum . Það er bara svo sjaldan . umfjöllun fjölmiðla um aðra fjölmiðla er einkum pólítískt skít- kast og skæklatog . Hefur þó skánað mikið síðan flokksblöðin gáfu upp öndina . Fjöl- miðlafólki líður best, þegar það talar við annað fjölmiðlafólk á öldum ljósvakans . Þá er sjálfhverfan í algleymingi . Fjölmiðlar kalla sig fjórða valdið . Valdið sem á að hafa eftirlit með framkvæmda valdi, dómsvaldi og löggjafarvaldi . Valdið sem á að vera fulltrúi okkar, lýðsins . Hvernig hefur til tekist með það eftirlitshlutverk undan far in misseri? Illa eins og allir vita . Með örfá- um undantekningum dönsuðu fjölmiðlar, og skriffinnar á þeirra snærum, Hruna- dans inn í kringum gullkálfinn í góðum takti með ræningjunum sem ryksuguðu rass vasa þjóðarinnar . Hver man ekki eftir svart klæddu bindislausu snillingunum í mark aðs þáttum sjónvarpsstöðvanna ,sem sögðu okkur hvernig ætti að fjárfesta? („Svo er náttúrulega alltaf öruggt að kaupa í bönkunum!“) Flestir sátu þeir líklega við flatskjái allan daginn og drógu rangar ályktanir af öllu sem þeir lásu þar . Mér fannst alltaf eins og ég væri að horfa á „klónaða“ gaura . Vilja ekki allir gleyma þeim núna ? Vonandi er forritið týnt . En hver á að gæta varðanna? var spurt í Róm . Hver á að gæta hagsmuna fólksins gagnvart fjölmiðlum? Því er ekki auðsvarað . umboðsmaður Alþingis, umboðsmaður neyt enda? Fram til þessa hefur Ólaf ur teit ur Guðnason, blaða- maður, gert það allra manna best . Hann er naskur að finna veilur í vond um fréttaflutningi, setja fram skýr dæmi um villur og óvönduð vinnu brögð og færir allajafna góð rök fyrir máli sínu . Ég er ekki sammála öllu, sem hann skrif ar . Það er aukaatriði . Hann bendir hinsvegar á graf al var- legar misfellur í upplýsinga miðl un fjöl miðla, slök vinnu brögð og svo vonda fréttamennsku að undrun sætir . Skylt er þó að geta þess að þar eru alls ekki allir undir sömu sök seldir . Við fjölmiðla starf ar, sem betur fer, mikið af hæfu og vel mennt uðu fólki, sem vinnur störf sín af alúð og sam viskusemi . Rót hins óvand aða frétta flutnings er hins vegar, að mínum dómi, meðal annars sú, að ritstjórar stunda ekki ritstjórn og fréttastjórar ekki frétta stjórn, líklega af hræðslu við að vera bendl aðir við ritskoðun . Þessvegna gengur laust á ritstjórnum fjölmiðlanna fólk sem kann ekki til verka, – „fréttamenn“ sem segja í lok viðtals við mótmælendur við dóms- mála ráðu neytið: „Gangi ykkur vel!“ Og fólk sem býðst til að skipuleggja eggjakast á lög- regl una í beinni útsendingu . Það var að vísu alveg óvart að áhorfendur fengu að vita um það . Við eigum betra skilið . bók Ólafs teits er samansafn sundurleitra pistla . Þessvegna kennir þar margra grasa . Þar er reyndar af svo mörgu góðu (vondu!) að taka að í þessari stuttu samantekt er ekki að hægt að nefna nema fátt eitt . Skemmtilegur þótti mér kaflinn um

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.