Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Page 88

Þjóðmál - 01.06.2009, Page 88
86 Þjóðmál SUmAR 2009 í þessum tölum væri tekið tillit til þess að sparperur væru verulega mikið dýrari en glóperur . Ekkert svar . Enda engin ástæða til að ansa svona nöldri . Athugun leiddi í ljós að 75 W Osram glópera kostar í Hag- kaupum í Kringlunni 109 krónur . jafn- sterk sparpera, einnig Osram (14W), kostar hinsvegar 1 .299 krónur . Sparperan er tæplega tólf sinnum dýrari . Þessa var hvergi getið og tölvupósti ekki svarað . Þess var hinsvegar getið að vegna þungmálma í sparperum þyrfti að vanda til við urðun þeirra, en þess var ekki getið að því hefur verið haldið fram að of löng og mikil nánd við ljós frá sparperum geti hugsanlega valdið sjúk dómum . um það hef ég hinsvegar engar vísindalegar sannanir . Kannski er þetta eins og hver önnur blaðamennskulæknis- fræði þar sem eitt er hollt í dag en næstum banvænt á morgun . Það eru vinnubrögð af þessu tagi sem Ól- afur teitur Guðnason gagnrýnir svo réttilega og markvisst í bókum sínum . Gagnrýni hans á í langflestum tilvikum við sterk rök að styðjast . Það er kannski þessvegna að ekkert íslenskt dagblað eða ljósvakamiðill hefur birt gagnrýni um bæk ur hans, svo ég viti til . Sú þögn segir meira en mörg orð . Í bókarlok er listi yfir mannanöfn . Gat ekki betur séð en bókin væri prentvillulaus og texti Ólafs laus við ambögur, læsilegur og húmorinn ekki langt undan . á einum eða tveimur stöðum vantaði orðabil, – smá- atriði . Í uppsetningu hefði mátt greina betur með leturbreytingum eða inndrætti milli beinna tilvitnana og hugleiðinga Ólafs . Ólafur teitur á heiður skilinn fyrir vand- að og vel unnið verk . Þetta er bók sem allir fjölmiðlamenn ættu að lesa . Ólafur teitur segir á einum stað í bók- inni: „Góð blaðamennska snýst að tölu- verðu leyti um dómgreind .“ Það er mikið rétt . Góð blaðamennska snýst líka um að segja satt og gera engum rangt til . Of þröng sýn á bankahrunið Ólafur Arnarson: Sofandi að feigðarósi, jPV, Reykjavík 2009, 247 bls . Eftir björn bjarnason Síðasta vetrardag 2009 birtist fyrsta bók in um íslenska bankahrunið Sofandi að feigðarósi eftir Ólaf Arnar- son, sem var á sínum tíma framkvæmda- stjóri þingflokks sjálf stæðismanna, síðan að stoðarmaður Ól afs G . Einarssonar, menntamálaráðherra . Þá hefur hann unnið í london hjá Dresdner Klein wort benson og lehman brothers, en sá banki varð gjaldþrota um miðjan september 2008 . Ólafur starfaði hins vegar við bankahrunið hjá landic Proprety, einu af baugs-fyrirtækjunum . Þegar landic dró saman seglin, ákvað hann að rita bók um hrunið, sem yrði hvorki sagnfræðiritgerð né hagfræðiúttekt . Markmið hans var að skrifa sögu, sem „gæti gripið lesand ann og haldið honum,“ eins og Ólafur segir í formála . Hann ætlaði ekki að liggja á skoðun sinni heldur láta „staðreynd- irnar leiða mig og reyna því að vera trúr þeirri atburðarás sem raunverulega átti sér stað“ . Í formála bókarinnar segir einnig: „Eftir því sem ég kafaði dýpra undir yfirborð bankahrunsins og aðdraganda þess varð mér ljóst að ábyrgðin á bankahruninu hvílir að vissu leyti á gömlum vinum mínum og samstarfsmönnum . Þessa bók var ekki hægt að skrifa öðruvísi en draga það fram . Mér varð það glögglega ljóst að í bankahruninu og aðdraganda þess fólst eins konar upphaf að lokauppgjöri í örlagasögu nokkurra manna, örlagasögu sem hefur haft mótandi áhrif á íslenskt samfélag um

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.