Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Page 89

Þjóðmál - 01.06.2009, Page 89
 Þjóðmál SUmAR 2009 87 margra ára skeið og haft úrslitaáhrif á það hvar menn skipa sér í sveit í málefnum líðandi stundar .“ Við lestur bókarinnar er auðvelt að komast að þeirri niðurstöðu, að þetta uppgjör í „örlagasögu nokkurra manna“ hafi orðið það, sem vakti mestan áhuga Ólafs, þegar hann hóf að rita bók sína, því að hún snýst að verulegu leyti um Davíð Oddsson og mynd helstu gagnrýnenda hans af honum, þeirra, sem rekja upphaf og endalok íslenska fjármála kerfis- ins til Davíðs . Í kynningu á bók sinni sagði Ólafur meðal annars í sjónvarps- við tali, að sér sýndist stundum eins og Geir H . Haarde væri haldinn nokk urs konar heilkenni þess, sem hefði verið lengi í skugga sterks leiðtoga og næði ekki að fóta sig þegar hann stigi sjálfur fram í sviðsljósið . Að sjálfsögðu tókst Geir H . Haarde að fóta sig, eftir að hann tók við af Davíð . Þessi orð Ólafs eiga hins vegar vel við um bók hans, því að hún ber öll ein kenni Davíðs-heilkennisins . Hún dregur um of taum Kaupþings- og baugsmanna til að vera traust heimild um annað en viðhorf þeirra . bankahruninu verða ekki gerð skil, nema höfundur verksins hristi af sér Davíðs-heil- kennið . Ólafur Arnarson er þungt haldinn af því allan tímann, á meðan hann skrifar bók sína og þar er meira að segja einn kafli helgaður ævi og störfum Davíðs og ber hann fyrirsögnina: „Með klofinn hjálm og rofinn skjöld .“ lýsir hún hug Ólafs í garð Davíðs . Hann segir undir lok kaflans: „Vegna þessarar forsögu mátti vitaskuld segja að Davíð Oddsson væri líklega ekki heppilegasti seðlabankastjórinn sem land og þjóð gat eignast .“ Þessu til áréttingar rifjar Ólafur upp í sömu andrá, að Davíð hafi í nóvember 2003 farið í búnaðarbankann [Kaupþing en Ólafur lætur nafns þess ekki getið] og tekið inneign sína þar til að mótmæla háum launagreiðslum til æðstu stjórnenda bankans . um þetta segir Ólafur: „Aðgerðin átti að vera táknræn en öllum hlaut að vera ljóst hversu óviðeigandi hún var .“ ástæða er til að draga réttmæti þessarar fullyrðingar Ólafs í efa . Öllu heldur mætti segja, að þarna hafi Davíð verið forsjálli en þeir forsætisráðherrar og aðrir stjórnmálamenn, sem nú eru að glíma við smíði reglna heima fyrir og á alþjóðavettvangi til að stemma stigu við ofurlaunum forstjóra fjármálafyrirtækja . Hér voru dæmi um, að menn hefðu allt að 720 milljónir króna í árslaun hjá bönkum, sem nú eru gjaldþrota og þykja eiga lélegustu lánasöfn, sem sögur herma . Davíð vissi, að engar reglur dugðu til að stemma stigu við töku ofurlauna hér og ákvað því að mótmæla með fótunum . Ólafur Arnarson er að sjálfsögðu frjáls að skoðunum sínum og ályktunum . Hins vegar verður að gera kröfu til þess, að rétt sé farið með staðreyndir . jóhann Hauksson ritaði á vefsíðuna dv.is fimmtudaginn 30 . apríl um atvik, sem Ólafur nefnir í upphafi bókar sinnar til að gefa lesandanum tóninn . jóhann segir á dv.is: Sólon R . Sigurðsson fyrrverandi banka stjóri búnaðarbankans, vísar því á bug að Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hafi kúgað sig til þess að veita ekki baugi lán til kaupa á bresku verslunarkeðjunni Arcadia veturinn 2001 til 2002 . Ólafur Arnarson fjallar um málið í nýrri bók sinni um bankahrunið, Sofandi að feigðarósi. Orðrétt segir Ólafur um símhringingu Davíðs til Sólons: „Hann hefði haft af því fregnir að búnað- ar bankinn hygðist koma að fjármögnun á kaupum baugsfeðga á útlendum tusku-

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.