Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Page 97

Þjóðmál - 01.06.2009, Page 97
 Þjóðmál SUmAR 2009 95 það aðhyllist af alefli, en það, eins og raunar bandarískir vinstri menn sjálfir, gerir samtímis allt sem í þess valdi stendur til að níða, sverta og svívirða bandaríkin . Sníkillinn nærist á hýsli sínum en vinnur honum jafnframt tjón . Þeir „róttæku“ ungu „rapparar“, sem vörp uðu logandi íkveikjusprengju að banda ríska sendiráðinu fyrir nokkrum árum voru mér vitanlega ekki í MÚR- hópnum en eru þó einkar dæmigerðir fyrir hina nýju kynslóð róttæklinga . Þetta gerðist skömmu fyrir atburðina 11 . sept- ember 2001 þannig að enn var óhætt að ráðast að bandaríkjamönnum á þennan hátt án alvarlegra eftirmála . nú þyrfti til þess meira hugrekki en þetta fólk býr yfir, en slíkar sprengjur eru í styrjöldum not aðar til að kveikja í skriðdrekum og húsum . Sem kunnugt er var ákæran, sem þessir ungu menn sættu, nánast hjákátleg (móðgun við erlent ríki) . Þótt fjöldi manns væri í húsinu og kviknaði í undan íkveikju- sprengjunni var hvorki kært fyrir íkveikju né morðtilraun . Gerendurnir borguðu ekki einu sinni skaðabætur . Ég er raunar ekki þeirrar skoðunar, að senda hefði átt þessa ungu menn austur fyrir fjall og gera þannig að píslarvottum í hópi skoðanabræðra sinna sem eru marg ir . Fólkið sem safnaðist á Austurvöll í vetur var margt sömu gerðar og þeir . Miklu réttlátari refsing hefði verið að senda rapparana vestur um haf á fund hinna svörtu smáglæpamanna, sem þeir sækja hugarheim sinn og andlega næringu til . Þar gætu þeir fengið að „chilla“ að vild um áhugamál þessara manna, sem svo ljóslega koma fram í rapptextum, nefnilega eiturlyfjasölu, útgerð vændiskvenna, rán, morð, hópnauðganir og, ekki síst það skrítna fyrirbæri „móður-kynhneigð“, sem nánast gegnsýrir allt og kemur hvarvetna fram í orðum þeirra og æði . En böggull fylgir skammrifi: „They don´t talk the talk, they don´t Walk the Walk“ eins og átrúnaðargoðin mundu segja . Ég mundi ekki spá hinum ungu íslensku gervi-Könum langlífi þar vestra . Þessir svörtu smákrimmar eru, eins og títt er um glæpamenn, þrátt fyrir allt miklir föðurlandsvinir . Gagnrýni er ekki aðeins nauðsynleg, heldur beinlínis einn helsti undirstöðu- þáttur lýðræðis, og því er tjáningarfrelsið lífsnauðsyn . tjáningarfrelsið má ekki skerða . Gagnrýni er varnarkerfi þjóð fé- lagsins á sama hátt og ónæmiskerfið er varnarkerfi mannslíkamans . En í sumum sjúk dómum snýst ónæmiskerfið gegn sjálf- um líkamanum . Þetta gerist t .d . í gigtar- sjúkdómum . Þá ræðst ónæmiskerfið á vöðva og liði, og hindrar þannig eðlilega hreyfi getu líkamans án þess að drepa hann . Allra verstur er þó sá sjúkdómur, eyðni, þar sem ónæmiskerfið ræðst á sjálft sig . Þeir sem ættu að verja líkamann fá röng skilaboð, ráðast á sjálft ónæmiskerfið og fremja þannig sjálfsmorð . Síbyljuárásir hinna „hófsamari“ vinstri manna á bandaríkin og málstað Vestur- landa, sem t .d . má heyra og sjá daglega hjá fréttastofu RÚV og raunar flestöllum ef ekki öllum stærri fjölmiðlum hin síðari ár, líkjast meira árásum ónæmiskerfisins í gigtarsjúkdómum . Þær skaða Vesturlönd og bandaríkin en drepa ekki . Kommún- ismi, nasismi og íslamismi, – kenningar, sem afneita sjálfum grundvelli lýðræðisins, – eru allt annað og verra . Þeir nota ónæmis- kerfið, þ .e . gagnrýnina og tjáningarfrelsið beinlínis til að tortíma sjálfu þjóðfélaginu sem þeir lifa í . MÚR-félagarnir, jámenn alræðis herra og hryðjuverkahópa, tilheyra síðari hópnum, eins og eyðniveiran . Þeir, án þess að gera sér grein fyrir því sjálfir, nota frelsið til að drepa frelsið .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.