Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 18

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 18
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 91. árg. 201514 Þeir lesendur, sem sinna sjaldan einstaklingum með Parkinsonveiki, ættu samt að staldra við. Í greininni eru góð dæmi um hversu miklu máli rétt meðferð getur skipt fyrir daglega líðan sjúklingsins. Undanfarið hefur verið unnið að gerð tilmæla um hjúkrun Parkinsonsjúklinga á sjúkra deild. Einstaklinga með Parkinsonveiki má sjá á nánast öllum deildum og er meðferð þeirra flókin og krefst sérþekkingar. Markmiðið með þessari grein er að kynna sjö góð ráð til þess að bregðast við algengum einkennum í Parkinsonveiki sem auðveldlega má innleiða í daglega umönnun. Ráðin sjö eru valin með tilliti til ýmislegs sem eflir öryggi og vellíðan í sjúkralegunni og sem stuðlar að bættri hreyfigetu og andlegri vellíðan. Auk þess má styðjast við ráðin fyrir sjúklinga í Jónína H. Hafliðadóttir, Helga Jónsdóttir og Marianne E. Klinke, joninaha@lsh.is heimahúsum eða á hjúkrunarheimilum (NICE, 2006) Hvað er Parkinsonveiki? Parkinsonveiki er annar algengasti tauga­ hrörnunarsjúkdómurinn á eftir Alzheimer­ sjúkdómi og takmarkar virkni sjúklinganna líkamlega, sálrænt og félagslega (Martinez­ Martin o.fl., 2007a). Sjúkdómurinn einkennist af hægum hreyfingum, skertu jafn vægi, hvíldarskjálfta og vöðvastífleika (Savitt o.fl., 2006). Hann greinist oftast á aldrinum 50 til 70 ára (Jancovic og Kapadia, 2001; Parkinsonsamtökin á Íslandi, 2014). Talið er að Parkinsonveiki sé heldur algengari hjá körlum en konum (American Parkinson Disease Association, 2014; Twelves o.fl., 2003). Vegna fjölgunar aldraðra má búast við fleiri einstaklingum með PS á Íslandi á næstu áratugum (Hannes Sigurðsson, 2007). Orsakir þess að fólk fær Parkinsonveiki eru óþekktar í 90% tilfella en má hugsanlega rekja til stökkbreyttra gena og umhverfisáhrifa (DeLau o.fl., 2004; Sveinbjornsdottir o.fl., 2000). Parkinsonveiki hefur mismunandi birtingar mynd eftir sjúklingum og sjúkdóms ferlið varir mislengi (Suchowersky o.fl., 2006). GÓÐ RÁÐ VIÐ HJÚKRUN SJÚKLINGA MEÐ PARKINSONVEIKI

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.