Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 27

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 27
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 91. árg. 2015 23 Fimmtudaginn 18. desember 2014 voru afhentir tíu styrkir til klínískra rannsókna úr vísindasjóði Landspítala. Hver styrkur nemur einni milljón króna. Styrkirnir eru ætlaðir ungum vísindamönnum á spítalanum. Einn af styrkþegunum er Sigrún Sunna Skúladóttir, hjúkrunar­ fræðingur á flæðisviði Landspítalans. Hún fær styrkinn fyrir rannsókn sína á mjaðmabrotum 67 ára og eldri sem leituðu á bráðamóttöku Landspítala 2008­2012. Fékk eina milljón úr vísindasjóði Landspítala Meðumsækjandi hennar er Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir, verkefnastjóri á flæðisviði. Aðrir samstarfsmenn eru Elísabet Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur, verk efna­ stjóri á fjármálasviði, Hlíf Guðmundsdóttir, sér fræðingur í öldrunar hjúkrun, Lovísa Jónsdóttir, hjúkrunar fræðingur og aðstoðardeildarstjóri, Helga Rósa Más dóttir, hjúkrunar fræðingur og aðstoðar deildarstjóri, Ingi björg Sigur þórsdóttir, hjúkrunarfræðingur á flæði sviði, og Sigrún Helga Lund, töl fræðingur við Háskóla Íslands. Styrkurinn verður notaður til að vinna nánar úr niður­ stöðum úr meistaraverkefni Sigrúnar Sunnu og skipu­ leggja hjúkrunar meðferð fyrir sjúklinga sem koma með mjaðmabrot á bráðamóttökunni. Sigrún Sunna Skúladóttir. Fr ét ta pu nk tu r www.hi.is HJÚKRUNARFRÆÐIDEILD Diplómanám á meistarastigi • Öldrunarhjúkrun • Geðhjúkrun • Skurðhjúkrun • Svæfingahjúkrun • Þverfræðilegt nám í kynfræði Kandídatsnám á meistarastigi • Ljósmóðurfræði (embættispróf) Meistaranám • Geðhjúkrun • Hjúkrun langveikra og eldri borgara • Hjúkrun aðgerðasjúklinga og sjúklinga með bráð og alvarleg veikindi • Hjúkrunarstjórnun • Ljósmóðurfræði • Rannsóknanámsleið • Auk fleiri kjörsviða Umsóknarfrestur er til 15. apríl 2015 Upplýsingar veitir Margrét Gunnarsdóttir, verkefnastjóri framhaldsnáms í síma 525 5204, maggagu@hi.is Nánari upplýsingar: www.hjukrun.hi.is Framhaldsnám við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands 2015-2016

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.