Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 28

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 28
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 91. árg. 201524 Við sem störfum við hjúkrun þekkjum öll langar og ómarkvissar munnlegar skýrslugjafir um sjúklinga. Þetta er ekki aðeins þreytandi, heldur getur orðið til þess að mikilvægar upplýsingar tapast. Með því að taka upp samskiptakerfið SBAR er hægt að gefa markvissari upplýsingar um sjúklinga og auka þar með öryggi þeirra. Rannsóknir sýna að misbrestur í upplýsinga gjöf kemur mjög oft við sögu þegar eitthvað fer úrskeiðis á sjúkrastofnunum. Ástæður þess eru margar en ein þeirra er að upplýsingagjöfin er hvorki stöðluð né skipulögð. Í bandaríska sjóhernum var þróað sérstakt samskiptakerfi, SBAR, til þess að gera samskipti og upplýsingagjöf markvissari og öruggari. SBAR var síðan lagað að heilbrigðiskerfinu og er nú notað með góðum árangri víða um heim meðal lækna og hjúkrunarfræðinga. SBAR á að nota þegar upplýsingum um ástand, líðan og meðferð sjúklinga er miðlað, til dæmis þegar við þurfum ráðgjöf, þegar sjúklingur flyst milli deilda eða þegar við felum öðrum ábyrgð á honum, eins og til dæmis á vaktaskiptum. Markmiðið með notkun SBAR er að miðla nákvæmum upplýsingum um ástand sjúklinga á markvissan og árangursríkan hátt. Áður en upplýsingagjöf hefst þarf sá sem gefur skýrsluna að vera búinn að kynna sér sögu sjúklings og afla þeirra upplýsinga sem þarf, til dæmis taka lífsmörk eða skoða sjúkling. Mikilvægt er að sá sem tekur við upplýsingunum sé meðvitaður um að verið sé að nota SBAR og að hann trufli ekki í miðri upplýsinga gjöf, heldur spyrji að henni lokinni. SBAR er skammstöfun þeirra fjögurra atriða sem þarf að hafa í huga þegar upplýsingunum er miðlað. Skammstöfunin stendur fyrir stöðu, bakgrunn, athuganir og ráðleggingar. Eygló Ingadóttir, eygloing@landspitali.is S – Staðan: Kynna þarf aðstæður og segja frá því hvert sé vandamálið. Þessi kynning á að taka mjög stuttan tíma. Ef um er að ræða símtal, þá þarft sá sem hringir að byrja á því að kynna sig og segja frá því hvers vegna hann hefur samband. B – Bakgrunnur: Aðdragandinn að vanda málinu er kynntur. Greint er frá stað reyndum sem skipta máli hér og nú og vanda málið er sett í samhengi. A – Athuganir: Helstu niðurstöður ýmissa athugana sem skipta máli fyrir sjúklinginn eru kynntar. Hér ber að gefa yfirlit yfir nýjustu upplýsingar og gera tilraun til að túlka þær. R – Ráðleggingar: Hvað telur þú að þurfi að gera? Hver er ákvörðunin? Nú á sá sem miðlar upplýsingunum að segja hvað hann heldur að þurfi að gera og gera tillögu að áætlun og verkaskiptingu. Ef BETRI UPPLÝSINGAGJÖF UM SJÚKLINGA – SBAR

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.